24 stundir


24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 46

24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir MENNINGBÆKUR menning@24stundir.is a Það eru enn ótrúlega margir ormar þarna úti sem lesa alveg eins og þeim sé borgað fyrir það. Nonni og Selma – Fjör í fyrsta bekk er þriðja skáldsaga Bryn- hildar Þórarins- dóttur. Fyrsta skóladaginn vakna Nonni og Selma með fiðr- ildahóp í mag- anum. Þau þekkjast ekkert ennþá og vita því ekki þá hvað þau eiga margt sameiginlegt eða hvaða ævintýrum þau eiga eftir lenda saman í. Nonni og Selma Svona eiga prinsessur að vera er bók fyrir stelpur sem dreyma um að verða prinsessur. Petra prinsessa kennir ungum stelpum allt sem þær þurfa að vita til þess að verða prinsessur. Til þessa fær hún að- stoð Prinsessufélagsins sem er ákaflega fínt félag sem prinsessur á borð við Rapunzel og Ösku- busku eru í. Prinsessu- draumur Eftir Heiðu Björk Vigfúsdóttur heidabjork@24stundir.is Kristín Helga segir markað barna- bóka hér á landi vera mjög blóm- legan en vill sjá fleiri skrifa barna- bækur. Henni finnst þróunin á síðustu tveimur áratugum í barna- bókmenntum á Íslandi vera já- kvæð. Segist hún þó finna fyrir því að það er á brattann að sækja varð- andi lestur barna. ,,Þetta er ósköp eðlileg þróun,“ segir Kristín. ,,Börn nú til dags lifa í allt annarri veröld heldur en til dæmis kynslóðin fyrir tíu árum. Það er svo margt sem glepur. Bæði er tæknivæðingin ekki alveg bók- inni í vil og svo tímaleysi foreldra og lífsgæðakapphlaupið stóra.“ Bækurnar úr kjallaranum Kristín segir að það sé nauðsyn- legt að sporna við þeirri þróun sem á sér stað og hvetja börn meira til að lesa. ,,Það er vísindalega sannað að þrátt fyrir alla þessa tæknivæðingu undanfarinna ára er ennþá ekkert sem kemur í stað bóklesturs hvað varðar þroska barna. Það er stund- um eins og við gleymum því sem foreldrar. Við verðum öll að leggj- ast á eitt því það verður enginn að lesa fullorðinsbækur eftir tíu ár ef við tökum okkur ekki á. Sums staðar eru til dæmis barnabækur settar í sérstaka barnakjallara í bókaverslunum. Hvað er það? Eig- um við ekki að detta um barna- bækurnar þegar við komum inn í verslanirnar?“ Dótaþjóðin Ísland Draumur Kristínar er að það myndist jafn langar biðraðir fyrir utan bókabúðir eins og þegar dóta- búðirnar tvær voru opnaðar fyrir skömmu: ,,Mikið óskaplega vildi ég óska þess að ég sæi svona biðraðir for- eldra með börn á handleggnum þegar nýr titill kemur. Ég var mjög neikvæð þegar ég var að horfa upp á þessar dótaraðir og hugsaði með mér: ,,Guð minn góður, þetta er ekki bókaþjóð heldur dótaþjóð.“ Við höfum reyndar fengið Harry Potter-raðir en það væri svo dásamlegt ef það væri oftar.“ Fullt af ormum Kristín segist alltaf fyllast mikilli bjartsýni þegar hún heimsækir grunnskólana. ,,Krakkarnir þyrpast að okkur og ræða bækur og persónur og hafa miklar skoðanir. Það eru enn ótrú- lega margir ormar þarna úti sem lesa alveg eins og þeim sé borgað fyrir það. Það er stóra gleðin.“ Kristín Helga vill sjá fleiri barnabókahöfunda. Kristín Helga Gunnarsdóttir Ekkert kemur í stað bóklesturs Kristín Helga Gunn- arsdóttir rithöfundur hef- ur áhyggjur af minnkandi lestri barna. Hennar draumur er að biðraðir fyrir utan bókabúðir verði jafnlangar og fyrir utan dótabúðir. ➤ Kristín Helga fæddist 24. nóv-ember 1963 ➤ Hefur skrifað m.a. bækurnarMói hrekkjusvín, Fíasól í fín- um málum og Strandanornir ➤ Nýjasta bók Kristínar heitirDraugaslóð. KRISTÍN HELGA Síðasta Harry Potter-bókin kom út á íslensku í gær, mörgum aðdá- endum eflaust til ómældrar gleði. Svanborg Sigurðardóttir, versl- unarstjóri Eymundsson í Austur- stræti, segir að það kæmi sér ekki á óvart ef Harry Potter og dauða- djásnin, eins og hún heitir á ís- lensku, verður komin í fyrsta sætið yfir mest seldu bækurnar strax eftir helgi. Svanborg segir að til að byrja með hafi yngstu krakkarnir sótt mest í Harry Potter-bækurnar á ís- lensku og þeir eldri á ensku. Yngri krakkarnir séu hins vegar nú farnir í auknum mæli að sækja í bækurnar á ensku: ,,Það eru alltaf yngri og yngri krakkar að lesa á ensku. Foreldrar eru oft að segja manni frá því og eru hissa á því hvað þau leggja mikið á sig til að lesa bækurnar. Þetta er oft mikið púl hjá þeim en löngunin er svo mikil að þau láta sig hafa það.“ Þegar nýjasta Harry Potter-bókin kom út á ensku í sumar setti Ey- mundsson Harry Potter-glósur á vefsíðu sína til að auðvelda krökk- unum lesturinn. Svanborg efast ekki um að það hafi komið mörg- um að góðum notum. Svanborg segir að Harry Potter og dauðadjásnin á ensku sé mest selda Harry Potter-bókin. Vinsældir hinna bókanna virðast þó síður en svo vera að dvína því bókabúðin er enn að panta alla seríuna á ensku, allan ársins hring. heidabjork@24stundir.is Harry Potter á íslensku Bókin Skoppa og Skrítla læra um tölur og dýr eftir Hrefnu Hall- grímsdóttur er komin út. Í bók- inni kenna Skoppa og Skrítla börnum allt um íslensku hús- dýrin og tölustafina, en með henni fylgir hljóðdiskur. Á diskn- um er leiklestur á bókinni og fróðleikur en einnig taka Skoppa og Skrítla nokkur lög um dýrin. Skoppa og Skrítla Í bókinni Sjó- ræningjafræði, í þýðingu Þor- gerðar Öglu Magnúsdóttur, er Lubber skip- stjóri á hæl- unum á sjóræn- ingjanum Arabellu Drummond og ein- kennilegum félögum hennar. Bókin er uppfull af fjársjóð- skortum og upplýsingum um hafið, sem er nauðsynlegt fyrir upprennandi skipstjóra og sjó- ræningja. Sjóræningja- fræði MATUR Matur 20. november Fullt af fróðleik og skemmtilegu efni Serblad 24 stunda Auglysingasimi Katrin s.510 3727 / kata@24stundir.is KOLLA s. 510 3722 / kolla@24stundir.is Auglýsingasíminn er 510 3744 stundir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.