24 stundir - 16.11.2007, Page 50

24 stundir - 16.11.2007, Page 50
50 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir ÍÞRÓTTIR ithrottir@24stundir.is a Tíu keppendur af átján hlutu verðlaun, þar af fjögur gullverðlaun, auk þess sem Helgi Rafn Guðmundsson var valinn maður mótsins þrátt fyrir að lenda í öðru sæti í fullorðinsflokki. Algjör draumur! Hef beð-ið eftir þessu alla ævi!Stoltasta andartak fer- ilsins! Þetta er meðal þess sem hrýtur gjarnan af vörum knattspyrnu- manna erlendis þegar kallið kemur í lands- liðið. Ein slík yfirlýsing kom frá hinum 28 ára gamla Abel hjá Sporting Lissabon sem fékk sitt fyrsta kall í vikunni og hélt varla vatni. Hann fær reyndar aðeins eina tilraun til að vekja traust því fastamenn landsliðs- ins í hans stöðu, Luis Miguel og Ricardo Carvalho, eru báðir frá vegna meiðsla. Allt er vitlaust í herbúðumReal Madrid yfir stuldiLiverpool á næstu stór- stjörnu liðsins, hinum argen- tínska Gerardo Bruna, og gengur hver stjarnan fram á fætur annarri og fretar yfir Rafa Benítez, stjóra þeirra ensku. Bruna er einn af 20 argentínskum leik- mönnum sem kallaðir hafa ver- ið hinn nýi Leo Messi og það þó Messi sjálfur sé nýfermdur að heita má. Ekki fór hins vegar mikið fyrir fretunum í þau tug- þúsund skipti sem Real Madrid hefur „stolið“ ungstjörnum frá öðrum liðum. Líkt og aðrir erlendir þjálf-arar í Englandi þurftiekki margar vikur áður en Juande Ra- mos, stjóri Tottenham, áttaði sig á að þar í landi er enginn spenn- andi knatt- spyrnumaður til þess fallinn að bæta lið hans. Og dýrasti enski liðsmaður Tottenham, Paul Robinson markvörður, er með allt niður um sig leik eftir leik. Ramos hefur því gert formlega tilboð í Iker Casillas, markvörð Real Madrid, en slík sala er afar langsótt nema Casillas sjálfur sé orðinn leiður á Spáni. Ramos þarf kannski ekkiað leita langt að góðummarkverði. Daninn Thomas Sörensen hjá Aston Villa er fjúkandi reiður yfir að komast ekki aftur í lið- ið eftir meiðsli og virðist alveg yfirsjást að Scott Carson hefur staðið sig mætavel milli stang- anna í fjarveru hans. En Dan- inn er af norrænu bergi brotinn og sættir sig ekkert við neitt rugl frá Martin Ó Neill þjálfara og mun að líkindum fara um jólin. Og Jose Mourinho,jamms, þessi atvinnu-lausi, fullyrðir að enskir leik- menn hafi ver- ið í forgangi hjá sér hjá Chelsea í því skyni að styðja við þarlendan bolta. Það er ekki á hverjum degi sem hópur íslenskra íþróttamanna á öllum aldri og á eigin vegum kem- ur heim á ný með heil tólf verðlaun frá sterku Norðurlandamóti. Það var hins vegar raunin nú í vikunni þegar keppendur í taekwondo komu heim frá Danmörku með yf- irvigt af verðlaunum. Tíu keppendur af átján hlutu verðlaun, þar af fern gullverðlaun, auk þess sem Helgi Rafn Guð- mundsson var valinn maður móts- ins þrátt fyrir að lenda í öðru sæti í fullorðinsflokki. Svona eiga víking- ar að vera. Einbeittur vilji Taekwondo gengur mikið út á að bera virð- ingu fyrir andstæðingi sínum. Með yfirvigt af verðlaunum  Magnaður árangur íslenskra keppenda á sterku Norðurlanda- móti í taekwondo  Tíu keppendur af átján hlutu verðlaun Ýmislegt má lesa úr tölfræði sem misfróðir menn halda saman. Nú hafa NBA- spekingar reiknað út að lík- urnar á að Boston Celtic vinni titilinn þetta árið hafi minnk- að til muna. Skiptir engu að þeir eru besta liðið eins og er heldur að Kevin Garnett er að stúta allri samkeppni um MVP, eða besta leikmann mótsins, og sagan sýnir að að- eins tveir sem hlotið hafa þann heiður síðustu tíu árin hafa farið alla leið í úrslit og unnið dollu. Álög í Boston Næstsíðasti leggur heims- meistarakeppninnar í rall- akstri hófst óformlega í gær- kvöldi á götum Belfast á N-Írlandi en sjálf keppnin hefst í dag hinum megin á landinu græna. Niðurstaða þessa móts getur ráðið úrslit- um um hvort Sebastien Loeb eða Marcus Grönholm hampa titlinum en að þessari keppni lokinni er aðeins einn leggur eftir í Bretlandi eftir tvær vik- ur. Bróðurlegt Það eru fleiri en hinn íslenski herra Seðlan í útrás í veröld- inni. Yfirstjórn Formúlu 1 hefur tekið ákvörðun um að keppt verði á indverskri grundu frá og með árinu 2010 og verður keppt á braut í Nýju Delí. Hefur alveg áreiðanlega ekkert með það að gera að einn indverskur mill- jarðamæringur fjárfesti nýlega í einu keppnisliðanna. Útrás F1 Tjaldið að falla Um helgina er síðasti mögu- leiki stórstjörnunnar Anniku Sörenstam að vinna mót á kvennamótaröðinni banda- rísku þetta árið en lokamót ársins fer fram í Flórída. 69 sigrar síðustu árin en ekki einn árið 2007 ef hún stendur sig ekki nú. Tjaldið fellur SKEYTIN INN Þrír skollar á fyrri níu eyðilögðu annars ágæt- an dag hjá Birgi Leif Hafþórssyni kylfingi sem nú stendur í ströngu á úrtökumóti til að komast aftur inn á Evrópumótaröðina á næstu vertíð. Leiknir eru sex hringir alls á mótinu en 30 efstu menn hljóta eftirsóttan keppnisréttinn. Var Birgir Leifur í 32. sæti af 154 keppendum eftir fyrsta daginn á 71 höggi og þarf að gera betur. Er hann þó nokkuð öruggur um að komast gegnum niðurskurð- inn að því gefnu að hann spili áfram þétt golf en merkilegt nokk hefur hann spilað miklu betur nú undanfarið en hann gerði síðustu mánuðina á móta- röðinni sjálfri. Birgir Leifur í ágætum málum eftir fyrsta dag Fundarhöld stóðu langt fram á kvöld hjá Al- þjóða akstursíþrótta- sambandinu, FIA, en lögfræðingar þess og spekingar aðrir tóku þá fyrir kæru McLaren- liðsins á hendur BMW og Sauber vegna notk- unar rangs eldsneyt- isgjafa í kappakstrinum í Brasilíu. Verði krafan tekin til greina verður Lewis Hamilton krýndur heimsmeistari í stað Kimi Raikkonen enda fengju fyrrnefnd lið engin stig fyrir þátttöku sína og Ha- milton færðist því ofar, úr sjöunda sæti í það fjórða. Úrskurður lá ekki fyrir þegar 24 stundir fóru í prentun en talsmaður FIA sagði ákvörðunar ekki að vænta fyrr en í dag. Dóms að vænta í dag í klögumáli McLaren Nýr búnaður virkaði ekki sem skyldi Fannst mörgum súrt að keppa með rafrænar hlífar sem svo virkuðu illa eða alls ekki þegar til kom. Peppið Auk þjálfara og liðsstjóra fóru allnokkrir foreldrar með í ferðina og vantaði ekkert upp á stuðning. Fyrsta ferð Miðað við að ferðin var sú fyrsta fyrir fjöl- marga keppendur er árangurinn enn glæsilegri.

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.