24 stundir - 16.11.2007, Side 55

24 stundir - 16.11.2007, Side 55
AUGLÝSING UM SKIPULAGSMÁL Í UPPSVEITUM ÁRNESSÝSLU Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða-og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi Samkvæmt 1.mgr 21.gr. skipulags-og byggingar- laga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugas- emdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar: 1 Skálabrekka í Bláskógabyggð. Landbúnaðar- svæði í stað frístundabyggðar. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Þingvallasveitar 2004-2016 í landi Skálabrekku. Í breytingunni felst að um 4 ha svæði sem liggur upp að þjóðvegi breytist úr svæði fyrir frístundabyggð í landbúnaðarsvæði. Á umræddu svæði er í gildi deiliskipulag fyrir frístund- abyggð og er tillaga að breytingu á því auglýst samhliða. 2 Ásólfsstaðir 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Svæði fyrir frístundabyggð og opið svæði til sérstakra nota. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skeiða- og Gnúpverjahrepps í landi Ásólfsstaða 2. Í breytingunni felst að á um 56 ha svæði í landi Ásólfsstaða 2 breytist landnotkun úr landbúnaðarsvæði í blandaða landnotkun svæðis fyrir frístundabyggð og opins svæðis til sérstakra nota. Á svæðinu er gert ráð fyrir skógrækt auk þess sem fyrir liggur að skilgreindar verði um 8 frístundahúsalóðir á svæðinu. Samkvæmt 1.mgr. 25.gr. skipulags-og bygg- ingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulags- tillögur: 3 Bergsstaðir í Bláskógabyggð. Deiliskipulag 3 frístundahúsalóða við Bergás. Tillaga að deiliskipulagi 3 frístundalóða við Bergás, spildu (landr. 167203) úr landi Bergsstaða í Biskups- tungum. Gert er ráð fyrir þremur 5.000 fm lóðum, þar af er ein utan um þegar byggt hús. Heimilt verður að reisa allt að 150 fm frístundahús og allt að 25 fm aukahús á hverri lóð. 4 Birtingaholt í Hrunamannahreppi. Deiliskipulag bæjartorfu. Tillaga að deiliskipulagi umhverfis bæjartorfu Birt- ingarholts. Skipulagssvæðið er um 6,3 ha og nær yfir íbúðarhús og útihús. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir byggingarreit fyrir allt að 1.200 fm véla- og verkfærageymslu (reitur A), fyrir allt að 100 fm starfs- mannahús (reitur B), fyrir bílskúr við íbúðarhús (reitur C) og fyrir sólstofu við íbúðarhús (reitur D). Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og bygg ingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulags- breytingar: 5 Helludalur í Bláskógabyggð. Fjölgun frístun- dahúsalóða. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístunda- byggðar í landi Helludals í Bláskógabyggð. Í breytingunni felst að 13 lóðir bætast við á tveimur svæðum. Annarsvegar er gert ráð fyrir 9 lóðum við götu sem kallast Engjagil og hinsvegar verða til 4 lóðir við götu sem kallast Giljastígur. Hámarksstærð húsa má vera 100 fm. 6 Úthlíð í Bláskógabyggð. Nýjar frístun- dahúsalóðir við Vörðuás. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístunda- byggðar í landi Úthlíðar. Í breytingunni felst að gert er ráð 10 nýjum frístundahúsalóðum á bilinu 1,6 til 1,8 ha við Vörðuás í framhaldi af þeim lóðum sem fyrir eru við götuna. Þá er gert ráð fyrir að á þessu svæði verði heimilt að reisa allt að 450 fm frí- stundahús og allt að 30 fm aukahús, en nýtingar- hlutfalla má þó ekki vera hærra en 0.03. 7 Úthlíð í Bláskógabyggð. Breyting á afmörkun og stærð nokkurra frí- stundahúsalóða. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístunda- byggðar í landi Úthlíðar. Um er að ræða breytingar á afmörkun og stærð lóða við Mosaskyggni 6, Skútaveg 2-4 og Skútahvammi 1. Ekki eru gerðar breytingar á skilmálum, eingöngu afmörkun og stærð lóða. 8 Skálabrekka í Bláskógabyggð. Breyting á deiliskipulagi frístundabyggðar. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi frístunda- byggðar í landi Skálabrekku í Þingvallasveit, Bláskógabyggð. Breytingin nær til lóða 1a og 3 við Skálabrekkugötu og er gert ráð fyrir að þær verði skilgreindar sem landbúnaðarlóðir í stað frí- stundahúsalóða. Þegar hafa verið byggð hús á lóðunum og verða þau nú skilgreind sem íbúðar- hús í stað frístundahúsa. Þá er gert ráð fyrir að heimilt verði að reisa allt að 200 fm skemmu á hvorri lóð auk þess sem aðkoma að lóð 1a breytist frá því sem nú er. Breyting á aðalskipulagi svæði- sins er auglýst samhliða. 9 Ásgarður í Grímsnes- og Grafningshreppi. Breyting á skilmálum íbúðarsvæðisins Ásbor- gir. Tillaga að að breytingu á deiliskipulagi íbúðar- svæðisins Ásborgir í landi Ásgarðs. Í breytingunni felst að leyfilegur þakhalli íbúðarhúsa verður 0-45 gráður í stað 14-45 gráður. 10 Vaðnes í Grímsnes- og Grafningshreppi. Stækkun frístundahúsalóðar við Mosabraut. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi 3. áfanga frístundabyggðar í landi Vaðness í Grímsnesi. Í breytingunni felst að lóð nr. 11 við Mosabraut stæk- kar úr 7.421 í 10.591 fm á kostnað leik- og útivistars- væðis. 11 Nesjar í Grímsnes- og Grafningshreppi. Frístundabyggð í Nesjaskógi. Tillaga að breytingu á skilmálum frístundabyggðar í Nesjaskógi landi Nesja í Grafningi. Í breytingunni felst að heimilt verður að byggja allt að 250 fm frístundahús á hverri lóð í stað 40 til 60 fm auk þess sem hámarks mænishæð frá aðalgólfi verður 6 m í stað 4,5 m. Eins og áður verður heimilt að vera með steyptan kjallara / jarðhæð en hámarks mænishæð frá jörðu má ekki vera meiri en 7 m. Upphaflegum skilmálum hefur þegar verið breytt fyrir þrjár lóðir á svæðinu, en gert er ráð fyrir að nýjir skilmálar nái einnig yfir þær. 12 Nesjavellir í Grímsnes- og Grafningshreppi. Nesjavallavirkjun, jarðstrengur og svæði fyrir niðurrennslisholu. Tillaga að breytingu á deiliskipulagi iðnaðarsvæði- sins á Nesjavöllum. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýjum jarðstreng sem mun liggja frá stöðvarhúsi upp með Nesjavallaæð og þaðan meðfram Nesja- vallavegi að mörkum deiliskipulagssvæðisins. Þá er gert ráð fyrir viðbótarsvæði fyrir niðurrennslisholur sunnan aðkomuvegar að starfsmannahúsi og vestan aðkomuvegar að stöðvarhúsi. Tillagan er í samræmi við áður auglýsta breytingu á Aðal- skipulagi Grímsnes- og Grafningshrepps 2002- 2014. Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags og hjá embætti skipu- lagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 16. nóvember til 14. desember 2007. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 28. desember 2007 og skulu þær vera skrifle- gar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Pétur Ingi Haraldsson Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu Vallý s.510 3728 Böddi s.510 3726 BLAU ÐIÐINNATVINNUBL AÐIÐ atvinna@24stundir.is

x

24 stundir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.