24 stundir - 16.11.2007, Side 58
Playstation 3-eigendur ættu að
geta glaðst yfir því að nú hafa
náðst samningar á milli Sony- og
DivX-fyrirtækisins þess efnis að
tölvan styðji DivX-myndstað-
alinn. Það mun auðvelda PS3-
eigendum til muna að nota tölv-
una til að spila alls konar mynd-
bönd. vij
DivX loksins á
Playstation 3
58 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir
Misty, Laugavegi 178,
Sími 551 3366
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf
www.misty.is
Alveg splúnkunýr í
D,DD,E,F,FF,G skálum á
kr. 5.990,-
Ungur og flottur í
D,DD,E,F,FF,G skálum á
kr. 4.990,-
20% afsláttur
af öllum jökkum og úlpum
Opið í dag 13-18 og laugardag 10-14
GreenHouse, Rauðagerði 26,
S 588 1259
• Íslensk hönnun
• Fyrir 2ja–6 ára
• Frábær jólagjöf
Sólskinsbarn
www.solskinsbarn.is
24LÍFIÐ
24@24stundir.is a
Ég var að panta dansskó frá Frakklandi.
Það er fáránlegt hvað þeir hafa mikil
áhrif á hvernig ég hreyfi mig.
Íbúar Singapúr munu ekki fá að
spila leikinn Mass Effect þar sem
stjórnvöld þar í landi hafa bann-
að leikinn. Ástæðan mun vera sú
staðreynd að kynlíf milli tveggja
kvenkyns persóna kemur fyrir í
leiknum. Forsætisráðherra Singa-
púr sagði við bann leiksins að
ríkið ætti að halda í sín íhalds-
sömu gildi og ekki veita samkyn-
hneigðum nein sérstök réttindi.
vij
Ótti við lesbíur
„Þú ert að fara að sjá þrjú af
ferskari poppböndum landsins
saman í fyrsta og eina skiptið. Það
er ákveðið. Þetta er bara one time
only,“ segir Birgir Ísleifur Gunn-
arsson, hinn stimamjúki söngvari
hljómsveitarinnar Motion Boys,
um tónleika kvöldsins.
Sprengjuhöllin, Jeff Who? og
Motion Boys koma fram á Nasa í
kvöld og Birgir lofar mikilli keppni
milli hljómsveita. „Það er gaman
fyrir fólk að mæta til að geta gert
upp við sig hvaða band er það
besta af þessum þremur,“ segir
Birgir í laufléttum dúr. „Það er
rosalega mikil keppni á milli okkar.
Við tölumst ekkert við.“
Sprengjuhöllin, Jeff Who? og
Motion Boys eru gríðarlega áber-
andi í poppheimi Íslands um þess-
ar mundir, en þessi heilaga þrenn-
ing er tvímænalaust ein sú
heilagasta síðan Ný dönsk, Síðan
skein sól og Sálin hans Jóns míns
voru upp á sitt besta á síðari hluta
níunda áratugarins.
Ætla að fylla Nasa
„Við ætlum að reyna að fylla
Nasa og búa til rosa stuð,“ segir
Birgir. „Þetta verður algjört partí-
kvöld. Tónleikarnir byrja ekki fyrr
en hálftólf þannig að fólk fær sér
einn kokteil heima, skellir sér í
lakkskóna og svo kíkir það út og
dansar.“
Birgir Ísleifur hefur farið mikinn
undanfarna mánuði sem hinn
skeleggi forsprakki Motion Boys og
ætlar hann að vígja nýja dansskó í
kvöld. „Ég var að panta dansskó frá
Frakklandi. Það er fáránlegt hvað
þeir hafa mikil áhrif á hvernig ég
hreyfi mig,“ segir Birgir að lokum.
„Þetta eru skór sem ég ætla að vígja
í kvöld.“
atli@24stundir.is
Motion Boys, Sprengjuhöllin og Jeff Who? koma fram á Nasa
Birgir vígir franska dansskó
24stundir/SverrirStimamjúkir Motion Boys ætla að gera allt vitlaust í kvöld.
Leikkonan Salma Hayek hefur
viðurkennt að hafa beðið til Guðs
á unglingsárunum með það fyrir
augum að öðlast stærri brjóst.
Salma, sem reyndar er þekkt fyrir
allt annað en lítinn barm, segist
hafa stoppað í kirkjum á ferða-
lögum með móður sinni til þess
að biðja fyrir breytingum á barm-
inum og vill hún meina að óskin
hafi ræst á endanum. hþ
Bað Guð um
stærri brjóst
Sunnudaginn 18. nóvember
verða tvær síðustu sýningar á
barnaleikritinu Abbababb!, sú fyrri
klukkan 14.00 og sú síðari klukkan
17.00. Mikið er selt af miðum á
sýningarnar og ef menn vilja ekki
láta þetta leikrit fram hjá sér fara er
vert að drífa sig.
Abbababb! er söngleikur sem
skrifaður var af Dr. Gunna og
frumsýndur í febrúar á þessu ári.
Sýningin hlaut Grímuna sem
barnasýning ársins 2007. Verkið er
sett upp af leikhópnum Á senunni
í samstarfi við Hafnarfjarðarleik-
húsið. Leikstjóri er María Reyndal.
Sýningar verða alls 33 og gestir
rúmlega 7000.
Jóhann G. Jóhannsson, einn
leikara í sýningunni, segir að það
sé tregi í leikarahópnum að komið
sé að lokum, því þetta hafi verið
svo gaman. Ekki sé þó búið að
senda út boð um að henda bún-
ingunum og leikmyndinni enn, og
því sé ekki öll nótt úti um að leik-
ritið verði tekið upp að nýju á
komandi leikári. „Undanfarið hef-
ur verið leikið fyrir troðfullu húsi
og færri komist að en hafa viljað,
og því er verið að skoða þetta mál
aðeins.“ En er nokkuð verið að spá
í hringferðalag eða jafnvel útrás
Abbababb!? „Ja, þú segir nokkuð,
og hvernig myndi Abbababb! þá
útleggjast á ensku?“ spyr Jóhann.
„Annars verð ég að segja að það er
ekki alltaf skemmtilegt að fara í
sveittan búning klukkan 2 á
sunnudögum, og ég hef nú leikið í
nokkrum barnaleikritum, en það
er alltaf gaman að fara í búninginn
fyrir Abbababb! og leika þá sýn-
ingu.“
Miðasalan er opin í Hafnarfirð-
inum virka daga frá 3-6 en einnig
er hægt að nálgast miða á
www.midi.is. heida@24stundir.is
Síðasti séns á Abbababb!
Ljósmynd/Árni Torfason
Abbababb! Leikritið er sýnt í Hafn-
arfjarðarleikhúsinu.
Nokia N95 er einmitt sími sem
gerir bókstaflega allt. Nokia gengur
meira að segja það langt að halda
því fram að N95 sé ekki sími held-
ur margmiðlunartölva. Satt best að
segja er það fulllangt gengið. N95
er bara sími, sem er drekkhlaðinn
af fídusum en sími engu að síður.
Það má í raun fullyrða að eng-
inn sími á markaðnum státi af jafn
mörgum eiginleikum og N95,
fimm megapixla myndavél og
meira að segja GPS-tæki og svo er
þetta auðvitað 3G-sími líka, svo
það er hægt að hringja myndsímtöl
og þykjast vera Júdas.
N95 er svokallaður sleðasími
(slider) en takkaborðið rennur
undir símann þegar það er ekki í
notkun. N95 er nokkuð óvenju-
legur að því leyti að sleðinn rennur
í tvær áttir, hægt er að renna skján-
um niður og þá koma takkar fyrir
ofan skjáinn, sem gegna því eina
hlutverki að stjórna tónlistinni.
Þetta litla takkaborð er í raun ein-
staklega hentugt ekki síst vegna
þess að tónlistarspilarinn í N95 er
sérlega góður. En þrátt fyrir snið-
uga hönnun er síminn hálf-
klunnalegur, hann virkar stærri en
hann í raun er og oft hálf klunna-
legt að nota hann.
Síminn er með með þó nokkuð
góða myndavél, litlir fimm mega-
pixlar. Eini síminn sem státar af
svo mörgum megapixlum að und-
anskildum Sony Ericsson K850.
Myndvélin er mjög góð miðað við
myndavél í síma og rétt eins og
K850 skilar síminn myndum sem
eru fullkomlega prenthæfar. Það
verður þó seint sagt að símar geti
komið í staðinn fyrir venjulegar
myndavélar enn sem komið er.
Helsti galli símans fyrir utan að
vera klunnalegur er að hann getur
verið flókinn, aragrúi af tökkum er
framan á honum og oft leiðinlegt
að finna einfaldar aðgerðir. En þeir
sem kaupa þennan síma eru líklega
tæknisinnaðir og því er það ekki
stórt vandamál, hins vegar er það
vandamál að vinnsluminni símans
er ekki jafn mikið og það þarf að
vera. Maður lendir þó nokkuð oft í
að þurfa að loka forriti vegna þess
að minnið er búið. Það er þó rétt
að taka fram að Nokia eru komnir
með nýja útgáfu af símanum sem
lagar þennan tiltekna galla.
Litla tækniundrið Nokia N95
Með öllu nema
örbylgjuofni
Erfitt að týnast N95 er með
innbyggðu GPS-tæki
Munurinn á tölvu og síma
er sífellt að minnka,
gemsar nú til dags fara á
Netið, spila tónlist, sýna
vídeó og geta meira að
segja lesið og skrifað
word-skjöl.
NordicPhoto/Getty
Nokia N95
Eftir Elías R. Ragnarsson
elli@24stundir.is
GRÆJUR
PLÚS
MÍNUS
Með gjörsamlega öllum
fídusunum
Klunnalegur, skortir
vinnsluminni
Græjusjúklinginn
sem ratar lítið
FYRIR HVERN?