24 stundir - 16.11.2007, Síða 59

24 stundir - 16.11.2007, Síða 59
24stundir FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 59 Hljómsveitarmeðlimir rokk- hljómsveitarinnar Babyshambles eru miður sín eftir að myndband náðist af Pete Doherty, for- sprakka sveitarinnar, sprauta sig með heróíni. Pete hafði nýlokið við meðferð vegna fíknarinnar, sem fór greinilega ekki betur en svo að hann kolféll um leið og hann slapp aftur út á lífið. ,,Ég varð algjörlega miður mín þegar ég sá þetta. Hann er ennþá meira en líklegur til að ná sér hreinum og hann er á besta stað sem hann hefur verið á í langan tíma,“ sagði bassaleikarinn Drew McConnell, sem segir aðra með- limi sveitarinnar einnig furðu lostna. ,,En Pete skammast sín mikið fyrir þetta og myndbandið hefur komið honum úr jafn- vægi.“ hþ Hljómsveitin miður sín Aðdáendur Ghostbusters- kvikmyndanna ættu innan tíðar að geta endurnýjað kynnin við hina hressu draugabana þar sem verið er að vinna að framhaldi af myndunum tveimur um þessar mundir. Þetta framhald verður þó ekki í kvikmyndaformi heldur í formi tölvuleiks. Harold Ramis og Dan Aykroyd eru að semja handritið fyrir leikinn en allir að- alleikarar myndanna munu birt- ast í leiknum. vij Draugar ekki lengur óhultir Celine Dion gerir því nú skóna að fyrirhuguð tónleikaferð hennar um heiminn komi til með að verða hennar síðasta. Ástæðan ku vera sú að Celine vill einblína á móðurhlutverkið og sniðganga það álag sem fylgir endalausum ferðalögum. Söngkonan, sem fyr- ir á 6 ára dóttur, hyggst eignast fleiri börn, en segist þó vilja bíða þar til fyrirhuguð tónleikaferð hennar er yfirstaðin. ,,Ef ég myndi eignast barn núna myndi ég aldrei fara aftur að í svona ferðir,“ sagði söngkonan. hþ Síðasta tón- leikaferð Dion? Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Breska söngkonan Amy Wine- house skaust hratt upp á stjörnu- himininn árið 2003 þegar plata hennar Frank sló í gegn. Amy er þekkt fyrir einstaka sálar- og djass- tónlistarhæfileika, en fröken Wine- house virðist helst komast á síður slúðurblaðanna fyrir eitthvað allt annað en tónlist sína. Á leið til glötunar Nú er svo komið að óheilbrigt líferni hennar er farið að hafa áhrif á tónlistarferilinn, því áhorfendur bauluðu á hana á nýhafinni tón- leikaferð hennar, sem hófst í Birm- ingham. Þá hafa framleiðendur James Bond-kvikmyndanna end- anlega strikað hana út af lista sín- um sem flytjanda nýja Bond- lagsins, en það þykir mikill heiður að komast á þann lista. Stuttur ferill Winehouse er þó ansi skrykkjóttur, þegar horft er á hrakfarir hennar í einkalífinu og er árið 2007 ekki alveg hennar ár. Hún giftist Blake-Fielder-Civil í óvæntu skyndibrúðkaupi í Miami, en parið hafði slitið samskiptum tveimur árum áður, sem gaf Wine- house innblástur fyrir lög á plöt- unni Back to Black. Í ágúst fóru skötuhjúin í meðferð en entust að- eins í fimm daga, þangað til þau stungu af. Í kjölfarið af- lýsti hún fjölda tón- leika í Bretlandi og á meg- inlandinu og sagði ástæðuna vera heilsufars- legs eðlis. Í októ- ber voru Wine- house og maðurinn hennar handtekin í Noregi fyrir að bera fíkniefni á sér. Stuttu síðar náðust ljós- myndir af turtildúfunum, alblóðugum og tuskulegum á götum Lundúna, eftir að hafa slegist á hótelherbergi í borginni. Áttu upptökin að hafa verið þau, að eiginmaður Amy hefði séð hana neyta eiturlyfja með vændiskonu og orðið afbrýði- samur. Hann situr nú í varðhaldi fyrir knæpuslagsmál, en merkilegt nokk kom Amy hvergi þar nálægt. Fjölskyldan áhyggjufull Foreldrar Amy eru í öngum sín- um yfir örlögum dóttur sinnar og hafa sagst ætla að grípa til ör- þrifaráða komi til þess. Einnig hafa tengdaforeldar hennar gripið í taumana og hvatt aðdáendur Amy til að sniðganga plötur hennar í til- raun til þess að hægja á falli hennar með minnkandi innkomu. Óttast fjölskyldan að Amy og Blake séu svo samrýnd, að ákveði annað þeirra að taka eigið líf, fylgi hitt í kjölfarið. „Hún stefnir hraðbyri í átt að ræsinu. Það sem meira er, hún gerir það fyrir framan allan heiminn. Það sem hún þarf er heit kjúklingasúpa og góð rass- skelling,“ sagði einn aðdáandi Amy á tón- leikunum í Birm- ingham. Sjúskuð Amy verður seint talin til fegurstu fljóða. Breska söngkonan Amy Winehouse ræður ekki við frægðina Stefnir hraðbyri í átt að ræsinu Amy Winehouse fellur hratt af stjörnuhimninum en stuttur ferill hennar hefur einkennst af vanda- málum í einkalífinu. Aðdáendur baula nú á hana á tónleikum. ➤ Amy er 24 ára gömul ogfæddist í Southgate, London. ➤ Hún er af gyðingaættum meðlanga tónlistarsögu. ➤ Hún hefur hlotið 4 Brit-verðlaun, 6 MTV-verðlaun og 12 önnur verðlaun fyrir tón- list sína. AMY WINEHOUSE Það allra vinsælasta í dag eru endurkomur frægra hljómsveita sem sumar hverjar hafa verið hætt- ar svo áratugum skiptir. Frægasta endurkoman er eflaust Led Zep- pelin sem kemur saman á einum tónleikum þann 10. desember í London. Hljómsveitin Breeders hefur tilkynnt um endurkomu- tónleika þann 4. desember í Chi- cago og nú ætlar My Bloody Val- entine að spila á sínum fyrstu tónleikum í 16 ár. Tónleikarnir verða þrennir á næsta ári: Þann 20. júní í London, 28.júní í Manchest- er og 2. júlí í Glasgow. Miðasalan hefst í dag, 16.nóvember. re Allar komu þær aftur og engin þeirra dó ljósmynd/gettyimages Vígalegir Svona litu Led Zeppelin út er þeir stóðu við einkaþotuna sína í janúar árið 1975 Margar hljómsveitir að koma saman aftur Hasarhetjan Rambo, í túlkun Syl- vester Stallone, er aftur á leiðinni á hvíta tjaldið. Þetta verður fjórða myndin um stríðshetjuna en að þessu sinni er Rambo að bjarga trúboðum í Myanmar frá morðóðum skæruliðum. vij Aldrei of gamall fyrir blóðbað Nú er enn farið að gaspra um kvikmyndun tölvuleiksins Kane & Lynch: Dead Men. Fregnir í Hollywood herma að Bruce Will- is og Billy Bob Thornton séu orð- aðir við hlutverk hins siðblinda og morðóða tvíeykis. vij Siðblindir og morðóðir gaurar

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.