24 stundir


24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 62

24 stundir - 16.11.2007, Qupperneq 62
62 FÖSTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2007 24stundir Hreinasta snilld www.irobot.is JÓLAGJÖF ÁRSINS! Fæst hjá iRobot Hólshrauni 7 –sími 555 2585 Byko – Max – Ljósgafanum – Ormsson verslunum – Byggt og búið 24FÓLK folk@24stundir.is a Jú. Við erum súrir og vörurnar líka! Er málið ekki frekar súrt í broti Magnús Ólafsson er aðstoðarforstjóri Mjólkursamsöl- unnar, sem sendi mjólkurvörur sínar á mjólkursýningu í Danmörku, með millilendingu í Svíþjóð. Þar voru vörurnar þó stöðvaðar og komust ekki í gegnum tollinn. Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 1 5 9 6 8 3 2 7 4 6 2 7 4 5 1 3 8 9 8 3 4 2 7 9 1 5 6 9 6 3 8 1 7 4 2 5 2 4 8 5 3 6 9 1 7 5 7 1 9 2 4 6 3 8 7 8 6 1 4 2 5 9 3 3 9 2 7 6 5 8 4 1 4 1 5 3 9 8 7 6 2 Hart í bak? Geturðu ekki talað íslensku maður? „Á vinnustað mínum er komin fram krafa um að hengja upp jólaljós. Æðstráðandi er mótfall- inn því og ég tek undir af því að ég vil ekki hengja upp jólaljós fyrr 20. desember og ég vil taka þau niður 2. janúar.[…] Maður gæti líka komist í gott skap ef þau héngju uppi of lengi.“ Björgvin Valur eyjan.is/goto/bjorgvin „Brúðkaup aldarinnar“ – hvað á að gefa fólki sem á allt? 1. Sérsmíðaðan, gullhúðaðan iPod, 2. Segl fyrir lystisnekkju. 3. Gjafabréf í Nóatúni. 4. Fjarðarkaup. (Kaupa versl- unina, setja bleikan borða utan um hana og gefa þeim hana) “ Friðrik Skúlason blogg.gattin.net „Ég vann smá monns um síðustu helgi og […]ákvað ég að kaupa mér eitthvað fallegt en ekki týna aurunum í einhverri every day- neyslu. Ég skoðaði í allar fínustu búðirnar og endaði með að kaupa mér ó svo fínan kjól í tríló- gíu … nú vantar mig bara tæki- færi til að notann! “ Katrín Atladóttir katrin.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Mér finnst mjög ólíklegt að hann hafi vitað af okkur. Við reyndum að halda verkefninu leyndu svo að stóru leikhúsin myndu ekki stökkva til og setja þetta upp,“ seg- ir Ívar Örn Sverrisson, leikari, en hann ætlar í félagi við aðra að setja upp leikritið Óþelló eftir Shake- speare á næsta ári. Undirbúningur hefur staðið í rúmt ár. Tilviljun ein réð því að Baltasar Kormákur ætlar að setja upp sama verk í London og á Íslandi árið 2009, en þar fer Óskars- verðlaunahafinn Forest Whita- ker með aðalhlutverkið ásamt Ingvari E. Sigurðssyni. Síðast fyrir 15 árum „Við vorum frekar varir um okkar, þannig að ég held að þetta sé tilviljun,“ segir Ívar. „Það er kominn tími á að setja verkið upp. Það er alveg magnað.“ Óþelló var síðast sett upp á Íslandi af Nemenda- leikhúsinu fyrir 15 árum. Þá fóru hinir ungu og upprennandi Baltasar Kormák- ur og Ingvar E. Sigurðsson með hlutverk í leikritinu. „Baltasar fer aðra leið en við. Hann er að tefla fram tveimur stjörnum,“ seg- ir Ívar. „Við ætl- um ekki að fara þá leið. Við verð- um með prufur í mars þar sem eng- in hlutverk eru fyr- irfram ákveðin, það hafa allir jafnt tækifæri til að sanna sig.“ Baltasar Kormákur hafði ekki heyrt um uppsetningu Ívars og fé- laga þegar 24 stundir náðu í hann í gær. „Þú ert að segja mér fréttir, þetta er í fyrsta skipti sem ég heyri um þetta,“ sagði hann. „Þetta er búið að standa til svolítið lengi hjá mér. Við byrjuðum að ræða þetta stuttu eftir að hann [Forest Whitaker] fékk Óskarinn.“ Meira gaman Baltasar segir verkið sér hug- leikið þar sem hann hafi leikið í því á seinni hluta níunda áratugarins. Spurður hvort hann sé hissa á því hvernig þetta hittist á segir hann svo ekki vera. „Er þetta ekki bara skemmtilegt? Verður þetta ekki bara meira gaman?“ Ívar Örn Sverrisson og Baltasar Kormákur setja báðir upp sama verk Ívar og Balti setja báðir upp Óþelló Tilviljun ein réð því að tveir aðilar hyggjast setja upp Óþelló eftir Shake- speare á næsta og þar næsta ári. Allir fá tæki- færi hjá Ívari, en Baltasar er búinn að ráða Ósk- arsverðlaunahafa. Ívar Örn Ætlar að setja upp Óþelló á næsta ári. Baltastar Kormákur Setur upp Óþelló árið 2009. HEYRST HEFUR … Vinsældir Björgvins Halldórssonar eru með ólík- indum. Nú er uppselt á þrenna jólatónleika hans í Laugardalshöll. 9.000 miðar hafa selst til samans, en karlinn er að endurtaka leikinn frá því fyrra og hef- ur því selt samtals 18.000 miða í Laugardalshöll rúmu ári. Árangurinn þykir sérstaklega magnaður í ljósi þess að erlendir listamenn eiga oft í miklum vandræðum með að fylla höllina einu sinni. afb Bubbi Morthens lætur ekki sitt eftir liggja og hyggst koma fram í Laugardalshöll 5. janúar. Tón- leikarnir verða sérstakir því lög Bubba verða útsett fyrir Stórsveit Reykjavíkur og kóngurinn hyggst koma fram í smóking. Bubbi má ekki vera minni maður en Bó og samkvæmt heimildum 24 stunda eru skipuleggjendur tilbúnir að bóka Höllina undir fleiri tónleika kóngsins verði uppselt á þá fyrstu. afb Margir hafa áhyggjur af tónleikahaldi á Íslandi og telja að stórfyrirtæki hirði bestu miðana áður en al- múginn fær tækifæri til að kaupa. Áhyggjurnar virðast ekki vera á rökum reistar, miðað við tón- leika Bós í Höllinni. Ísleifur Þórhallsson hjá Con- cert fullyrðir að rétt rúmir 1.500 miðar af 9.000 hafi farið í hendur stórfyrirtækja og að almúginn fái ætíð tækifæri til að kaupa miða á fremsta bekk. afb Það hefur varla farið fram hjá neinum að kvikmyndin Foreldrar sópaði að sér verðlaununum á ný- liðinni Edduhátíð. Kvikmyndin Foreldrar hlaut flest Edduverðlaun á verðlaunahátíð Íslensku kvikmynda- og sjónvarps- akademíunnar eða sex talsins. Myndin var valin kvikmynd ársins, Ragnar Bragason leikstjóri ársins, Nanna Kristín Magnúsdóttir leik- kona ársins og Ingvar E. Sigurðs- son leikari ársins. Handrit myndarinnar Foreldrar var valið handrit ársins og Berg- steinn Björgúlfsson hlaut Edduna fyrir kvikmyndun á Foreldrum. Vegna fjölda áskorana hefur kvik- myndin nú verið tekin aftur til sýninga hjá SAM-bíóunum. Alfreð Ásberg Árnason, fram- kvæmdastjóri SAM-bíóanna, sagði að sér fyndist frábært hvað íslensk- ar myndir væru að verða betri og betri með árunum, og sjálfur sagð- ist hann að sjálfsögðu vera búinn að sjá Foreldra og líkaði hún mjög vel. Fyrsta endursýning á Foreldrum var síðasta miðvikudag og fór hún fremur hægt af stað en búist er við að fjöldi manns skelli sér á hana nú um helgina. Alfreð sagði að á þess- um tíma árs væri helgaraðsókn í kvikmyndahús iðulega mun meiri en á sumrin væri þessu öfugt farið og aðsókn í kvikmyndahús jafnari yfir alla vikuna. Um það bil 8000 manns höfðu séð myndina Foreldra áður en hún var tekin til sýninga að nýju en hún var frumsýnd þann 19. janúar síðastliðinn og sýnd í um einn og hálfan mánuð. Kvikmyndin Börn fékk töluvert meiri aðsókn. Mynd- in Foreldrar er sýnd í SAM- bíóunum í Reykjavík og Akureyri og sýningafjöldi er takmarkaður. heida@24stundir.is Vegna fjölda áskorana Foreldrar teknir aftur til sýninga 24 stundir/G.Rúnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.