Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 4
Liðssmalar að störfum. Teikninií eftir Thomas Rowlandson.
ast mannafla, og fyrir bragðið
yoru herskipin yfirleitt fljótari í
förum. En á hinn bóginn fóru
þrengslin í herskipunum ákaflega
illa með heilsu sjómannanna. Þeg-
ar brezki flotaforinginn Anson
sigldi umhverfis jörðina á árun-
Um 1740—’44 létust mjög margir
skipverja úr skyrbjúg á leiðinni,
en í litlu kaupfari, sem aðeins
sextán menn voru á og fylgdi
skipi lians í ferðinni, lifðu nær
því allir af, og höfðu þeir þó búið
við sama nýmetisskort og lent í
sömu hrakningum og flaggskipið.
Hvað snerti meðferð og gaa
mátti búast við örlítið mildari að-
ferðum á kaupskipum. Munurinn
var þó ekki miklll. Hýðingar voru
tíðkaðar um borð í mörgum kaup
förum, einkum á skipum indverska
verzlunarfélagsins. Auk þess fór
mikið orð af þeirri hörku, sem
sýnd var á kolaflutningaskipum.
En það sem réð úrslitum um, að
menn kusu heldur að sigla með
kaupförum . en herskipum, voru
laun herskipamanna og sá háttur,
sem hafður var á um útborgun
þeirra. Laun sjómanna á herskip-
um voru óbreytt frá 1653 til 1797,
en á sama tíma hafði framfærslu-
kostnaður þrefaldast. Sjómennirn-
ir misstu þar að auki laun, ef þeir
veiktust, og þeir urðu að kaupa
sér bæði vinnuföt og rúmföt af
bryta skipsins. Frá laununum var
einnig dregið lífeyrissjóðsgjald,
sem rann í sjóð, er sjóhetjan Fran-
cis Drake hafði stofnað og verja
átti til að styrkja óvinnufæra sjó-
menn. Þegar þetta allt hafði verið
dregið frá laununum, var oft ekki
eftir nema tíu skildingar á mán-
mánuði.
Við þessi lágu laun bættist svo,
hvernig þau voru greidd. Sjómenn
fengu aldrei reiðufé um borð í
skipunum, þvf að það hefðl getað
ýtt undir strok og liðhlaup. Þegar
skipið kom til heimahafnar og því
var lagt, fengu þeir ávísun á þau
laun, sem þeir áttu inni, en þeirri
ávísun var ekki hægt að fá skipt
nema í fáeinum höfniun í Bret-
lapdi sjálfu, Um þetta v«r reyndar
rýmkað dálítið með lögum frá
1758, en engu að síður var svo
erfitt að koma ávísununum í verð,
að sjómennirnir neyddust oft til
að selja þær ékveðnum milliliðum
með geiplmiklum afföllum. Þetta
kerfi leiddi einnig auðveldlega til
þess, að launagreiðslur drógust á
langinn. Árið 1796 áttu brezkir
sjómenn t. d. inni 1.400.000 pund
hjá flotamálastjórninni.
Og þótt reynt væri að lokka
menn til starfa með fyrirheitum
um herfang, reyndist það ekki
alltaf mikið. Því fé,. sem þannig
aflaðist, var harla misskipt milli
manna. Þegar brezk herskip tóku
Havana árið 1762 fékkst mikið
herfang, en þvi var skipt þannig
að aðmírállinn og hershöfðinginn
fengu 122.690 pund hvor, skip-
herrar á flotanum 1600 pund hver,
liðsforingjar 17 pund og 5 skild-
inga og óbreyttir liðsmenn 3 pund.
14 skildinga og níu peninga hver.
Þessu hlutfalli var að visu breytt
nokkuð undirmönnum í hag seint
á öldinni, en engu að síður var
316 sunnudagsblað - alþýðubláðið