Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Side 10

Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Side 10
OGJONADAB og fleirum á Borðeyrl NAFNIÁ VA LDA STEINSSTÖÐUM ÞAÐ VAR NÆSTUM því háfjara, svo við gátum stefnt beint á stóra steininn, sem er í fjörunni fyrir utan Fjarðarhorn. Það var ekki djúpt á hestunum, en mikill grunn vaðall á pörtum. Þegar við kom- um vestur yfir, riðum við fyrst á mjúkum sjávarsandi. Ekki liöfð- um við langt farið, er við heyrð- um þeysireið á eftir okkur. Við litum við og sáum mann koma ríð- andi á harðaspretti, hann teymdi hest, sem á voru einhverjar fögg- ur og þó ekki snyrtilegar, því þær flöktu alla vega út í loftið eins og óregluleg vængjatök á fugli, sem nær ekki fluginu. Að lítilli stundu liðinni var maðurinn kominn að hliðinni á afa mínum. Þeir heilsuðust kunnuglega og kölluðu hvorn annan nafna- Síðar heyrði ég að maður- inn héti Jón. Hann bjó á Valda- steinsstöðum- Hann kallaði alla er hann átti tal við nafna og allir gerðu eins. Hann var ávallt kallað ur: jtNafni á Valdasteinsstöðum." Hann var svo glaðlyndur, að hann gerði sér nær allt að gamni. Hann fór að segja afa mínum hvernig stæði á ferðum sínum: Þannig væri ástatt, að allt fólkið á Fögru- brekku lægi í skarlatsótt, svo að heimilið væri í strangri sóttkví, því þetta væri bráðsmitandi veiki, langvinn og lífshættuleg. Engum leyfðist að fara út af heimilinu og enginn afbæjarmaður mætti koma þangað nema hann, en sýslumaður- inn hefði skikkað sig til að færa hinu sýkta heimili nauðsynjar og líta eftir því að samgöngubannið væri haldið. Hann útmálaði, að þetta væri ákaflega mikið vanda- verk og sýkningarhætta nokkur fyr ir sig, sem alltaf yrði að koma heim á bæinn á hverjum degi. En hann kvaðst hvergi hræddur, því 'hann hefði fengið varnir hjá kuklfróðum mannr, sem væru svo til óyggjandi. Nafni sagði að sér væri mestur vandi á höndum að ,hafa gát á vinnukonu, sem ætti heima á næsta bæ við Fögrubrekku, en ætti kærasta meðal hins sýkta fólks. Hún væri friðlaus að kom- ast til unnustans, svo eiginlega hefði hann tvö heimili að vakta. Ekki var nafni búinn aS verða okkur samferða nema drykklanga stund, þegar hann kastaði á okk- ur kveðju og hleypti hestunum á harðasprett, en tuskurnar á trússa- hestinum flöktu og slógust í allar áttir, með mikilli vængjaferð og ótótskap. k BJÖRN Á KOLLAFOSSI Við riðum dálítið greitt út með firðinum. Það voru allsléttar mel- götur útfyrir Háumela, sem eru fyrir utan og neðan Valdasteins- ÞRIDJA FRÁSÖGN 322 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.