Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 3
brezka
Þrælahaid
flotans
ÞEIR, sem lesið hafa æfintýrasög-
ur Marryats kafteins og aðrar sög-
ur, sem fjalla um enskt sjó-
mennskulíf áður fyrr, munu án
efa minnast þeirra aðferða, sem
þar eru taldar notaðar til að
manna herskipaflotann: Sjóliðar
voru sendir í land í höfnum og
þeir látnir smala mönnum úr
krám og gististöðum og flytja þá
nauðuga um borð í herskipin, þar
sem þeir urðu að gjöra svo vel og
vera um óákveöinn tíma og vinna
vel, annars fengu þeir að kenna
á kaðalsvipum yfirmannanna. —
Þessar frásagnir sagnaskáldanna
eru engar ýkjur, engin „skálda-
leyfi“, heldur jafnharður veruleik
inn. Brezki flotinn var um langt
skeið að mestu mannaður með
fólki, sem var þröngvað til starfa
um borð í herskipunum.
Þetta var að sjálfsögðu ekki
gert að ástæðulausu. Bretland var
um aldir mesta sjóveldi veraldar,
og bæði kaupskip og herskip fóru
um öll heimsins höf. Bretar áttu
tilveru sína að verulegustu leyti
undir þvi komna, að þeir gætu
haldið uppi siglingum og víðskipt-
Um sem allra viðast En til þess
að tryggja, að kaupskip þeirra
gætu siglt i friði, jafnvel á ófriö-
artiraum, urðu þeir að hafa mik-
inn og mannfrekan flota, svo að
þeir gætu rauhverulega ráðið sigl-
ingum um heimshöfin.Og þótt þeir
gætu látið herskipin liggja bundin
í höfn tímunum saman, þegar
friður ríkti, var það ekki hægt
i styrjöldum, en einmitt á þeim
tíma, þegar mest brögð voru að
því, að mönnum væri þröngvað til
starfa á herskipunum, áttu Bretar
i nær stanzlausum ófriði. Friðar-
árin voru um helmingi færri en
styrjaldarárin allan síðari helmíng
18. aldar og fram til 1815, er
Napóleonsstyrjöjdunum loksins
lauk.
Á þessu tímabili var þörf brezka
flotans fyrir mannafla nær ómett-
andi og óx með hverju árinu. Árið
1740 þurfti 35 þúsund menn, árið
1760 70 þúsund, árið 1780 85 þús-
und og árið 1802 var ekki hægt að
komast af með færri en 129 þús-
und. Einhvern veginn varð að ná
í þessa menn. Flotinn réð ekki
yfir neinum föstum sjóliðum, öðr-
um en foringjum. Þegar hverri
för ákveðins herskips var lokið,
var mönnum borgað og þeir látnir
fara i land, alveg eins og áhafnir
kaupskipa, sem réðu sig til einn-
ar ferðar i senn. Þetta stafaði af
tveimur ástæðum. í fyrsta lagi
töldu landsfeðurnir það of kostn-
aðarsamt fyrir ríkið áð hafa fjöl-
mennan sjóher á launum, lika
þegar hans var ekki bein þörf. Og
í öðru lagi er vafasamt að þing og
þjóð hefðu leyft, að slíkur her væri
hafður í landinu á friðartímum,
þótt yfirvöldin hefðu viljað það,
þv£ að á það var og hafði lengi
verið lögð áherzla, að konungur
og ríkisstjórn mættu ekki hafa
her í landinu á friðartímum. Þar
við bættist svo, að munurinn á
störfum á herskipa- og kaupskipa-
flotanum var svo lítill, að sjómenn
vanir kaupferðum gátu tekið við
störfum á herskipum án nokkurr-
ar sérstakrar þjálfunar. Mörg
kaupför voru t. d. vopnuð, þótt
þau væru fæst jafngrá fyrir járn-
um og skip indverska verzlunar-
félagsins, sem oft voru tekin fyrir
herskip úr nokkurri fjarlægð. Sjó-
menn á slíkum skipum voru því
vanir að fara með fallbyssur, og
önnur störf voru yfirleitt hin
sömu; á seglaútbúnaði herskipa og
kaupfara var t. d. enginn munur.
Hins vegar voru mun fleiri menn
á herskipum en á kaupförum af
sömu stærð, eins og eðlilegt má
teljast. Þessir aukamenn voru að
sjálfsögðu til að berjast ef skipið
lenti í höggi við skip andstæðing-
anna.
Ýmissa ráða var leitað til að
manna flotann, þegar á þurfti að
halda. Sjálfboðaliðar voru hvatt-
ir til að gefa sig fram og þeim var
heitið árlegum launum, þegar
þeir væru í landi, og herfangs-
launum til sjós. En á þetta agn
bitu fáir, og þetta var ekki notáð
nema um stuttan tíma síðast á
17. öld og í byrjun þeirrar 18. En
hvers vegna sinntu menn ekki þess
um ágætu boðum? Til þess að
svara því, verður að fara nokkr-
um orðum urn kaupíörin og bera
saman störfin þar og á herskipun-
um.
Það var almennt viðurkennt, að
störf háseta á kaupförum væru
erfiðari en á herskipum, einfald-
lega vegna þess, að þar voru færri
menn. Á herskipi var t. d. hægt
að sinna öllum seglum samtímis,
en til þess höfðu kaupförin sjaldn
í öllum höfnum Bretaveldis störfuðu sveitir
manna, sem tóku sjómenn nauðuga og fluttu um
borð í herskip Hans Hátignar. Og þar urðu menn
að dúsa svo lengi sem yfirvöldunum þóknaðist og
búa við léleg laun og strangan aga og fengu meira
að segja stundum ekki orlof árum saman.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
SUNNUDAGSBLAÐ 3^5