Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 13
stað, því hann var kjarkmaður,
sem margt hafði reynt. Sagt var að
Teódór hefði verið Jóni þakklát-
Ur fyrir að hann hlífði honum við
Því að hafa hönd á þessum hörmu-
tega óhugnaði. Þessi atburður var
lengi í minnum hafður, því Krist-
Jáns Hall var saknað, en hann
Var vinsæll og þótti hin bezti
Örengur. Yfir herberginu, þar sem
^ann tók af sér lífið, hvlldi alltaf
'bmmur skuggi. Það var aldrei
t>aft til íbúðar eftir að Hall lét þar
t*f sitt, þó var aldrei talað um
reimleika í sambandi við það.
Torgið, sem var umgirt af þrem-
Ur húsum og girðingu götumegin,
Var stórt og rúmmikið. Það var
hinn ákjósanlegasti staður fyrir
ferðamenn að búa upp á lestir sin-
ar- Torgið var í þann tíð venju-
iega kallað portið. Það var alltaf
hfeint, þurrt og þokkalegt og kaup
staðarprýði. Fyrir austan sölu-
t’úðarhúsið var Bryðeshús, stórt og
Veglegt og mest allra húsa í borg-
lnni. þag var ag VJ'SU okki nema
G>n hæð á kjallara, en rismikið og
v>ðasterkt. Það var eign Riisverzl-
únar og notað til margskonar
tarfa eftir kringumstæðum. í því
ieigði fyrsta landsímastöðin á
Borðeyri. Seinna bjó þar Halldór
Jnlíusson sýslumaður. Stafnar
a_ilra þessara húsa voru í beinni
l'nu, eins og þau hefðu verið stað-
sett og skipulögð af arkitektum
mi5rar tuttugustu aldar. Fyrir
framan þessi hús, sjávarmegin,
Var Boulevarð eða breiðgata, slétt
alltaf hreinleg. Á öllum tímum
ars var þar umferð, þó einkum
aust og vor. Á kyrrum sumar-
völdum spásseruði þar fyrirfólk-
i borginni, en almúginn horfði
a bað með lotningu og aðdáun.
Fyrir framan breiðgötuna var
Ja>'an eða flæðarmálið undurfínn
regisandur, sem var eins og glitr-
ar,cii gullbreiða í sumarsólinni
lafnóðum og hún hellti á það
Seislum sínum í útfallinu. Fyrir
ranian smágerðan fjörusandinn
^ar sjálf höfnin, sem í þann tíð
talin einhver sú bezta á öllu
andinu. Alltaf kyrrlát, saklaus og
m U§8 á hverju, sem gekk um veð-
r ar. j>ar er aj(jrej þrjmóiga eða
^amfarjj. jjjns stórbrotna úthafs,
engu eirir. Aðeine í sunnan
Jónadab Guðniundsson á Borðeyri
stórviðrum, flykkjast upp að sand-
inum óspjallaðar og saklausar
Ægisdætur, bláklæddar að neðan,
en með hvítt höfuðtraf.
JÓNATAN OG JÓNADAB
Afi minn reið kempulega ofaneftir
breiðgötunni og teymdi áburðar-
hrossið, sem gekk rismikið við
lilið hans. Hestarnir hans voru
hans mikla reisn og sómi, sem
ekki varð frá honum tekið. Ég
skokkaði á eftir honum, feiminn
og óhurðugur í minni minnstu
smæð. Við stigum af baki í port-
inu. Upp við grindverkið meðfram
götunni stóð maður og studdi sig
við það. Hann var hár og digur og
hinn vörpulegasti. Andlitið var
rautt og mikilúðlegt, óhreint og
lilaðið að neðan skeggbroddum,
sem stóðu út í loftið eins og tenn-
ur á ullarkömbum. Augun í hon-
um stóðu föst eins og í fiski, sem
dreginn hefur verið á þurrt land
og má ekki sig hræra.
„Sæll vertu, Tani minn”, sagði
afi minn og rétti honum höndina.
Hinn digri þjór rétti fram hönd-
ina og sagði eitthvað, sem ekki var
skiljaniegt, en líktist lágri stunu
í gömlu og meinlausu nauti, sem
vill sýna lífsmerki á sínum af-
markaða bás.
„Nú, hann er þá svona núna“,
muldraði afi minn í skeggið.
Tani var á miðjum aldri þegar
þetta var. Hann var fyrirvinna for-
eldra sinna, sem bjuggu í litlum
timburkofa, sem var kölluð Knall-
ettan og stóð á eyrinni- út með
melnum, sjávarmegin. Tani gekk
fyrir allri sérstakri skamvinnu,
sem til féll hjá verzluninni. Hann
var jafnan í strigafötum, sem voru
að framan glasandi af fjörubiki
og áþrykktum óhreinindum, en að
aftanverðu voru þau allavega lit-
förótt. Tani var drykkjuþjór
mikill. Honum var leyfilegt að
sötra eftirhreytur úr brennivíns-
málum ef fámennt var í búðinni,
cn svo hafði hann einkarétt á
brennivíns-lekabyttunni, sem aldr-
ei var tóm, þessvegna gat hann
verið fullur á hverju kvöldi, ef
hann kærði sig um og oft um
miðja daga.
Faðir Jónatans hét Jónadab.
Honum kynntist ég þegar hann var
kominn á gamalsaldur. Þetta var
reglulegur stórgripur að vexti,
beinamikill, baraxlaður, án efa
þriggja álna maður áður en hann
krokaðist í hrygg og herðum af
brennivínsneyzlu og kærulausri
meðferð á líkama sínum.
Þegar hann var ungur maður,
fóru spekúlanta skip að sigla inn
á Hrútafjörð. Þau vöx’puðu atker-
um á Borðeyi-arhöfn, sem var eins
og hyldýpis stöðuvatn langt inni
í landi. Brimalda Atlantshafsins
hreyfði þar aldrei báru. Fólk úr
nálægum sveitum þusti i hópum
til Borðeyrar til þess að kaupa
kramvöru og nauðsynjar um borð
í hinum dönsku verzlunarskipum.
Jónadab átti litla skekktu og
gerðist ferjumaður þessa fólks út
i spekúlantaskipin. Hann varð
brátt vinsæll af skipstjórnarmönn-
um og þá ekki síður af fólkinu,
sem hann ferjaði. Stárf Jónadabs
var nokkuð volksamt því hann
hlífðist ekki við að bera húsfreyj-
ur og heimasætur út í bát sinn
og upp úr honum. Spekúlantarnir
sáu sér fi-amtíðarhag í því að
tryggja líf hans og heilsu gegn
vosbúðinni og gáfu honum for-
láta rosabullur, svo hann vætti
ekki fót úr því. Þessi stígvél voru
úr vfsundaleðri, þung, óþjál og
óforgengileg. Þá átti alþýða
manna ekki eitt einasta par af út-
lendum skófatnaði. Skinnsokkar
þvættulegir og endingarlitlir voru
þau einu vosklæði, &em menn
höfðu til fótahúnaðar. Rosabullur
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — SUNNUDAGSBLAÐ J25