Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 9
Og brá fingri fyrir munninn. „Uss!“ „Má bjóða yður kaffisopa,“ spurði ég. „Já takk, ég er alveg skraufþurr i hálsinum“, jánkaði hann og kink aði kolli. Ég benti honum að koma með niér. Þessi viðbjóðslega, úttroðna brúða virtist magna andrúmsloft- ið þarna inni. Hann læddist á eft- ir mér á tánum og lokaði dyrun- um hljóðlega. Meðan ég hitaði vatnið á gasvélinni gaf ég honum gætur. Hvað eftir annað skaut hann upp öxlum, bretti brýrnar og hlustaði. Að stundarkorni liðnu sagði hann snögglega: „Þér hald- ið auðvitað, að ég sé ekki með öll- um mjalla”. „Nei, alls ekki”, sagði ég, „en þér virðist ótrúlega samrýmdur þessari brúðu sem þér eigið“. „Ég hata hana„ sagði Eceo og hleraði aftur. „Já, en hvers vegna brennið þér henni þá ekki?“ „i guðs bænum!” hrópaði Eccó og tók fyrir munninn á mér. Mér leið illa — návist þessa litla tauga veiklaða náunga hafði þannig áþrif á mann. Við drukkum kaffið, °g ég reyndi að láta ekki á neinu bera. „Þér hljótið að vera óvenjulega faer búktalari”, sagði ég. „Ég? Nei, ekki sérstaklega. En faðir minn, hann var snjall. Hann var afburðamaður. Þér hljótið að hafa heyrt talað um prófessor V°X? Jú, sjáið þér til, það var faðir minn”. „Jæja, einmitt!” „Hann kenndi mér allt sem ég kan«, og meira að segja núna .... eS á við .... þegar hann er ekki lengur, skiljið þér .... ekkert! Éann var séní. En ég, mér tókst aldrei að ná valdi á taugunum í andlitinu og hálsinum. Svo hann varð, skiljanlega, fyrir miklum vonbrigðum með mig. Jú, sjáið þér til, hann gat étið nautasteik a meðan Micky sat hjá honum við b°rðið og söng Je crois entendre eocore. Það var stórkostlegt. Hann þröngvaði mér til að æfa mig dag- |nn ut og daginn inn — B-F-M-N- P'v — án þess að hreyfa varirnar. Én mér gekk illa. Ég gat það ekki. Gat það alls ekki. Þá ætlaði hann alveg að ganga af göflunum. Meðan ég var lítill reyndi mamma auðvitað að bera blak af mér. En seinna! Það varð eilíf barsmíð — ég var helblár um allan skrokk inn. Hann var hroðalegur. Allir voru hræddir við hann. Þér eruð of ungur til að muna eftir honum. Hann leit út — nú, sjáið sjálfur!” Eccó dró upp veski sitt og kom með ljósmynd. Hún var gulnuð og máð, en andlitsdrættirnir voru enn lifandi. Vox var ógeðugur að sjá; sterkur, en illilegur — feitur, dökkur yfirlitum, skeggjaður og viðurstyggilegur. Þykkar varirnar voru samanbitnar undir miklu, svörtu yfirskeggi sem náði alveg upp í nasir á flötu og digru nefinu. Hann var samrýmdur og brýnnar mjög loðnar, augun stór, kringl ótt og glampandi. Frh. á bls. 327. ALPÝOUBLADID — SUNNUDAGSBLAD

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.