Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 12
Jón Andrésson á Valdasteins
stöðum
brúna myrkri. Gráni vildi fara yfir
ána, rétta va6i8 á brotinu fyrir
neðan Norðlingafljótið, eins tíg
venjulega. En þá datt í Björn ein-
hver mikilmennskudyntur. Hon-
um kom í hug að ríða yfir ána á
forboðna staðnum, þar sem engir
höfðu komizt lífs af, svo sem
annálar hermdu. Hann sýndi því
hestinum sitt ótakmarkaða hús-
bóndavald og knúði hann fram af
bakkanum, út í hylinn, sem hafði
orðið 19 manns að fjörtjóni. Það
fór fyrir Grána, eins og öðrum á
þessum stað, hann steyptist yfir
sig, er hann missti fótana, og
Björn losnaði við hann, en missti
þó ekki tak af beizlistaumnum. En
hesturinn rétti sig við í vatninu og
synti upp í eyrina að austanverðu
og dró þangað eiganda sinn, sem
brölti á fætur er hann kenndi
landsins. En svipa og höfuðfat urðu
eftir í ánni.
Björn sagði oft að Gráni myndi
bjarga sér úr hvers konar hættum,
sem hann kæmist í á ferðalögum.
Milli þeirra var samband, sem eng-
inn skildi nema þeir tveir.
Björn var ákaflega góður við
hestinn og unni honum mikið. —
Hann stóð oft langa tíma hjá hon-
um, gældi við hann og kjassaði
hann og talaði við hann miklar
langlokur, sem enginn skildi nema
hesturinn,
í „BORGINNI” VIÖ
HÚNAFLÓA.
Við afi minn riðum frá Stúfs-
eyrinni út f jöruna, fram með lágu
klettabelti. Fyrir neðar klettarið-
ið, var mikið lausagrjót, sem hafði
hrunið úr þvi. Þar sá ég síðar
menn af litlum seglskipum, sem
komu með vörur til verzlunarinn-
ar, taka kjölfestu-grjót og flytja
á smábátum til skipanna, sem
lágu á höfninni.
Loks komum við inn í hinn mikla
stað, höfuðborg þriggja sýslna, sem
var sterkur og óbilandi tengiliður
milli fólksins, og allrar veraldar-
innar. Borgin var einsett húsaröð,
á sléttri eyri sunnanundir háum
og fíngerðum mel, sem skýldi
henni fyrir nístandi norðanáttinni,
sem á mörgum tímum herjaði
vægðarlaust öll héruð á strönd-
inni að vestanverðu við Húnafló-
ann. Gróin brekka var sunnan i
melnum. Þar þótti fyrirfólkinu
gott að sitja á hlýjum sumarkvöld-
um og horfa yfir bæinn og höfn-
ina. Vestan við melinn er djúp
lægð eða gilskomingur, sem er
gróinn upp á barma. Eftir lægð-
inni rennur lækur hýr og vingjarn-
legur. Hann var á þeim tíma vatns-
ból borgarbúa. Næst læknum að
austanverðu var veitingahús Jóns
Jasonarsonar. Fyrir austan það var
torfbær allgóður, voru ýmsir eig-
endur að honum fyrr og siðar.
Nokkru neðar var annar torfbær,
sem var eldri og fornfálegri. Ekki
var búið í honum, en að haustinu
var hann hafður fyrir verkamenn,
sem unnu við sauðfjárslátrun. —
Næsta hús var á þessum tlma
kennt við verzlunarstjórann og
kallað Teódórshús. Það var einlyft
með háu risi og þótti mikil fyrir-
mynd að öllu sniði. Á milli íbúð-
arhúss verzlunarstjórans og sölu-
búðarinnar var stórt svæði eða
torg, með rimlagirðingu sjávar-
megin. Á girðingunni var bagga-
fært hlið búðarmegin. Sölubúðin
var syðst í löngu tvílyftu húsi, sem
sneri stafni að sjónum, eins og
raunar öll húsin á eyrinni gjörðu.
Fyrir norðan aðalverzlunarhúsið
var lágt hús, sem girti fyrir portið
að norðanverðu, alla leið að Teó-
dórshúsi. í þvi var geymt salt og
kjöt og þar var höggvið spaðkjöt
að haustinu. Til margs fleira var
þetta hús notað, sem oflangt er
UPP að telja. Eins og fyrr er frá
sagt, var sölubúðin syðst í löngu
húsl. Næst við hana að norðan-
verðu var skrifstofa. Þar fyrir
norðan var kornvörupakkhús. Upp
á loftinu yfir því var kornvaran
geymd í stíum, en úr botni þeirra
var rennustokkur, sem náði niður
undir góif á neðri hæðinni. Fer-
hymt op var á einni hlið rennunn-
ar, með hleypiloki fyrir; þaðan
rann kornið í ílát viðskiptamanna,
sem voru pokar og hærusekkir.
Á loftinu yfir búðinni voru tvö eða
þrjú herbergi. í einu þeirra hafði
Kristján Hall verzlunarmaður
framið sjálfsmorð. Hann skaut sig
með haglabyssu gegnum höfuðið,
seint um kveld 20. júní 1848. Um
háttatíma fór kona hans að verða
áhyggjufull og leitaði til Teódórs
verzlunarstjóra og bað hann að
grenzlast um hvar Hall héldi sig.
Teódór grunaði strax, að eitthvað
óvenjulegt hefði hent Hall, er
hann fannst hvergi í íbúðarhúsun-
um. Hún fékk Jón Jasonarson vert
til þess að leita með sér. Þeir fóru
í öll útihús, en seinast fóru þeir
upp á loftið yfir búðinni. Jón gekk
á undan Teódóri. Þegar hann opn-
aði annað hei'bergið á loftinu
hrökk hann eitt eða tvö skref aft-
ur á bak og sagði við Teódor:
„Hingað inn hefur þú ekkert að
gera”.
Svo fór hann ínn og lét hurðína
aftur á eftir sér og hagræddí líki
Halls, sem lá á gólfinu í blóðpolli-
Jón starfaði einn að því að hreinsa
herbergið og koma líkinu á annan
Pétur Eggerz, stofnandi Borff-_
eyrarverzlunar
’324 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ