Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 7

Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 7
sér einnig stað umfangsmikil verzl un með fölsuð verndarbréf. Sjómennirnir voru heldur ekki einir um að beita öllura aðferðum Ul að sleppa. Útgerðarmenn og skipstjórar kaupfara aðstoðuðu þá ^yggilega, því að þeim var hagur 1 að geta haldið mönnunum. Þetta varð til þess, að ný atvinnugrein spratt upp: milliliðir, sem tóku að sér að fela sjómenn fyrir liðs- smölum flotans og flytja þá á laun borð í kaupskip, sem vantaði nienn. Og þeir útveguðu þeim, sem þess þurftu með, fölsuð skil- ríki. Þessir milliliðir höguðu störf- nm sínum oft svo, að þeir héldu á laun út fyrir lierskipagirðinguna °S höfðu með sér menn, sem voru líkamlega ófærir til langferða, þótt tmir gætu hæglega siglt skipi í höfn. Þessir menn voru látnir taka við skipinu síðasta áfangann, en áhöfnin var flutt yfir í annað skip eða í fylgsni á landi, áður en liðssmalarnir komu á vettvang. Kaupskip lögðu sig oft í mikla h*ttu við að reyna að sleppa und- an herskipum stjórnarinnar, því að það þótti mörgum lítið betri Örlög en að verða tekinn herskildi aí óvinaskipi. Og eftir því sem stundir liðu fram og mannþörf úotans jókst, eftir því versnaði astandið. Tomlinson, sem fyrr var nefndur, taldi það ráð til mikilla örbóta, að tími sá, er hægt væri að þröngva mönnum til að starfa 1 flotanum, væri takmarkaður. Það var þó ekki gert fyrr en 1835, þá voru samþykkt lög þess efn- ls að engum mætti halda nauðug- Um 11 m borð í herskipum lengur °n fimm ár í einu. En þessi lög af- mímu ekki þann sið að taka menn nauðuga, og hann var reyndar aldrei afnuminn með lögum. En lann dó út sjálfkrafa eftir að far- 'ð var að fastráða sjóliða til tíu ara í senn árið 1853. Hundrað ár- um áður hefði tæpast verið hægt að fá nokkurn mann til að ráða Slg á herskip til svo langs tíma, en nm miðja 19. öld höfðu kjör s.lóli3a batnað svo mjög, að þetta .Var Unr>t. Og þá hvarf líka úr sög- Unni sá gamli siður, að þröngva mónnum til starfa á herskipum, °g er víst óhætt að segja, að hann afi verið fáum harmdauði. BÍLABÓK Þessi mynd hér að ofan er tekin úr nýútkominni handbók fyrir bíl- eigendur, en það ætti samt ekki að yera mikil hætta á að Iesendur almennt hefðu þá bók undir höndum, því að hún er dönsk (og auk þess alveg nýkomin út, svo að hún mun tæpast komin í verzlanir hér). Höfundurinn heitir Harry Jensen, auknefndur Mótor, en hann hefur um langt skeið annast bílaþætti í víðlesnu dönsku blaði. Þessi bók er yfirleitt skrifuð í heldur léttum tón, og í henni er margt ,.til skemmtunar og fróðleiks", eins og það mundi heita á voru máli. í formálanum segir t.d.: — Minnizt þess, að þegar hraðinn er orðinn yfir 100 km stýrið þið ekki bílnum lengur — þið reynið bara að gera það. Teiknari bókarinnar lieitir Franz Fijchsel, en hann mynd skrcytir líka bílaþætti Jensens. Fyrir það fær hann svo vel borgað, segir hann, að það hrekkur næstum fyrir stöðumæla- sektunum, sem hann fær á sig, meðan hann skreppur upp á ristjórnina til að sækja peningana. Annars kennir margra grasa í bókinni. Þar er mönnum t. d. kennt, hvernig á að aka fram hjá skólum: — Þegar þið nálg izt skóla, skuluð þið fara eins og börnin — hægt. Og Jensen er meira að segja ekkert feiminn við að skjóta örlítið á konu sína: — Þegar konan mín hefur Iagt bílnum, veit hún aldrei í hvorn stöðumælinn hún á að borga! — En frú Jcnsen lætur ekki eiga hjá sér, og af því að Harry er bifvéla- virki að atvinnu, segir hún á móti: — Hvernig farið þið bifreiða virkjarnir að, þcgar ekki verða lengur til nein stýri sem þið getið þurrkað ykkur um hendurnar á? Og svo að lokum: Jens Jensen dreymdi draum árið 1954, og nú var sá draumur að rætast rétt í þessu. Hann dreymdi, að hann kæmist yfir bíl af árgerð 1954. MIMtMtMMtMUIMMMMUMMMMIMMMUUWHMMMtMMIVO ALÞÝÐUBLAÐIÐ — SUNNUDAGSBLAÐ 3 J g

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.