Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 5

Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 5
Þfiffar sjómennirnir voru ekki á vakt, urðu þeir aff stytta sér stundir neffan þilja. Mynd eftir J. C. Ibbc< ston, 1788. rtiunurinn á hluta yfirmanna og undirmanna mjög mikill. Þaff, sem kannski hefur þó haft ftiest áhrif í þá átt að fæla menn frá herskipaflotanum, var frelsis- skerðingin. Á stríðstímum var nær alveg tekið fyrir landgönguleyfi í köfnum af ótta við strok, og má nærri geta, að það var illa séð af ahöfninni. Á hinn bóginn var strok óttinn ekki ástæðulaus. Það sést Slöggt af þeim tölum, sem fyrir Þggja um fjölda liðhlaupa. Á ár- unum frá 1774-1780 voru 175.990 skráöir á brezk herskip; af þeim féllu 1243 í bardögum, 18.541 önd- uðust úr sjúkdómum, en 42.069 struku í ýmsum höfnum. Liðhlaup- arnir hefðu kannski orðið enn fleiri, hefðu landgönguleyfi verið Sefin, en á hinn bóginn hefur hetta samfellda leyfaleysi áreiðan- lega ýtt undir strok. Þess voru ■lafnvel dæmi, að áhafnir sumra herskipa fengju ekki einn einasta frídag i fjögur ár, og þótt þeim v®ri lofað orlofi í næstu höfn, var það svikið eins oft og hitt. Ýmsir málsmetandi menn gerðu sér vel ljóst að þetta var vandræða kerfi. Robert Tomlinson sjóliðs- foringi, sem varði miklum tíma og kröftum til að reyna að bæta kjör sjómanna, sagði árið 1774: „Ég held,að það sé óvéfengjanlegt, að ekkert getur fengið sjómenn til að fara af fúsum vilja um borð í konungleg herskip, ef þeir vita ekki, hve lengi þeir eiga að vera þar“. Það er hægt að þola margt, ef menn vita, hve lengi það varir. En sjómennirnir, sem voru telcn- ir með valdi og fluttir út í her- skipin, höfðu enga hugmynd um hvenær þeir losnuðu þaðan aftur. í upphafi var aðeins starfandi sjómönnum þröngvað til að gegna herþjónustu á flotanum. Það fól að sjálfsögðu í sér vítaliring, sem engin leið var að losna úr. Meira að segja Nelson flotaforingi kall- aði það „djöfullegt kerfi‘ö. Eftir því sem íleiri sjómönnum var þröngvað til starfa á flotanum, eftir því skorti kaupskipaflotann meiri mannafla. Og eftir því sem kaupskipunum gekk erfiðar að fá vana menn, eftir því hækkaði kaúp þeirra, sem fengust, og um leið jókst strokulöngun þeirra, sem voru á herskipunum. Á tímabill má segja, að þetta nauðungar- vinnukerfi hafi verið vel á veg komið með að drepa þá verzlun, sem flotinn hafði þó það hlutverk að vernda. Meðan aðeins tiltölulega fáa menn þurfti að taka nauðuga, störf uðu liðssmalarnir óvíða nema í nokkrum helztu hafnarborgunum. En umsvif þeirra jukust með auk- inni eftirspurn eftir mannafla, og að því kom um síðir, að þeir liöfðu vald til að taka menn af hverju einasta skipi, sem kom til heima- hafnar. Við allar strendur lands- ins voru heröflunarskip svo þétt, að aðeins fá kaupför sluppu til hafnar með óskerta áhöfn. Og þau, sem voru svo heppin að komast óséð i gegnum þennan ytri múr, ALÞYÐUBLAÐIÐ — SUNNUDAGSBLAÐ 3^7

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.