Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 15

Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 15
MMHMMHHMMMMMHMIW Sunnudagsblað Al- þýðublaðsins heíur alltaf not fyrir goit aðsenf efni. mmhmwmmhimmmmww arsamlegast mætti þá þegar taka út refsinguna. Mest bætti það þó málstað sökudólgsins, ef hann hefði hrísvönd með sér, því ekki vseri víst, að yfirvaldið hefði refsi- tækið þá við hendina. Allir við- staddir, ásamt Árna sjálfum, tóku þessari uppástungu með fagnaðar- látum og skálaskvaldri, var nú farið að hugsa til ferðar. Nokkrir. hríslukvistir fundust í pakkhúsinú, voru þeir hundnir saman snyrti- lega í vönd, sem Áma var feng- inn í hendur. Svo lagði öll hers- ingin á stað upp plássið, því búð- armenn vildu ekki skiljast við vin sinn í nauðum, en sögðust mundu fylgja honum á fund dómarans og veita honum lið svo sem þeir nxættu viö koma. Ekki komst þó þessi fylking iengra en út á mel- inn fyrir utan og ofan kauptúnið, þá þóttist sá lögvísi allt í einu nxuna eftir lagakrók sem gæti bjargað deliqventinum frá öllum rcfsingum, var þá snúið við og haldið heim á kontórinn á ný og sezt að drykkju við mikinn gleð- skap og fögnuð yfir úrræðum lög spekingsips. s Ritstjóri: Kristján Bersi Ólafsson Útgefandi: Alþýðublaðið Pretun: Prentsmiðja AlþýðuWaðsins. Búktalarabrúðan Frh. af síðu 321. ,,Þér getið ekki gert yður neina hugroynd um hann eins og hann var”, sagði Eccó, „en þegar hann skálmaði fram á sviðið í svartri kápu með rauðu silkifóri, var eins og sjálfur djöfullinn væri þar kom inn. Hann bar Micky með sér, hvert sem hann fór — þeir töluðu saman á almannafæri. En hann var snjall búktalari — sá mesti sem uppi hefur verið. „Ég skal gera þig að búktalara", var hann vanur að segja", þótt það verði það síðasta sem ég geri í þessu lífi. „Ég varð að fylgja hon- um eftir, hvert sem hann fór, um allan heim, og standa að tjalda- baki og horfa á, og síðan varð ég að fara heim með honum á næturn ar að enduðum sýningum og æfa upp aftur: B-F-M-N-P-V, aftur og aftur, stundum fram á rauðan morgun. Haldið þér að ég sé vit- skertur?” „Hvers vegna skyldi ég halda það?“ „Ja, ég vejt ekki .... Þannig gekk þeita til, alveg .... Uss! .... Heyrðuð þér nokkuð?” „Nei, það var ekkert. Haldið þér áfram! ” „Eina nóttina fórurn við .... varð slys, ætlaði ég að segja. Ég .... hann hrapaði niður í lyftu- grófina á Hótel Dordogne í Mar- seilie. Einhver hafði skilið grind- ina eftir opna. Hann dó á stund- inni“. Eccó þurrkaði svitann af enninu. „Og þá nótt svaf ég vel í fyrsta skiptið á ævinni. Ég var tvítugur, þegar þetta var. Ég sofn- aði og svaf vært. Og síðan drcymdi mig Ijótan draum. Hann varð kyrr hjá mér þrátt fyrir allt, skiljið þér. Að vísu ekki lífslifandi, bara röddin. Og hann sagði: „Upp með þig, upp með þig, upp með þig og reyndu aftur, fjárans leti- blóðið! Upp með þig, segi ég! Ég skal gera þig að búktalara, þótt það verði það síðasta sem ég geri! Vaknaðu!“ Ég vaknaði. Þér baldið sjálfsagt, að ég sé galinn. En ég sver, að ég hélt áfram að lieyra röddina, og hún kom frá ....” Eccó þagnaði og kingdi. „Micky”, skaut ég inn í. Hann kinkaði kolli. Það varð þögn eitt andartak, svo sagði ég: „Og hvað svo?” „Svo var það ekkert meira“, sagði hann. „Röddin kom frá Mic- ky. Og síðan hefur þetta haldið ófram, dag út og dag inn. Hann lætur mig aldrei í friði. Það er ekki ég sem læt Micky tala. Það er Micky sem lætur mig tala. Hann þröngvar mér ennþá til að æfa mig .... dag og nótt. Ég þori ekki að yfirgefa hann. Hann gæti sagt frá .... hann .... guð minn góður. nóg urn það, ég get ekki yfirgefið hann .... get ekki”. Ég hugsaði: „Þessi vesalings maður er ábyggilega vitskertur. Hann er orðinn svo vanur aö tala viff sjálfan sig, aff nú ímyndar hann sér aff .... Þá heyrði ég rödd, ski-æka, vonzkulega og spottandi rödd sem virtist koma úr herbergi Eccós. Hún kallaði: „Eccó!“ ! . Ecco spratt upp og stamaði í skelfingu: „Þarna heyrið þér! Það er hann. Ég verð að fara. Afsakið. Ég er ekki galinn, ekki raunveru- lega. En ég verð að ....” Hann þaut út. Ég heyrði dyrnar opnast og lokast. Svo kom eins og ómur af samtali, og einu sinni fannst mér ég heyra rödd Ecós, skjálfandi og með grátstaf. „B-F- M-N-P-V ....“ Hann er vitskertur, hugsaði ég. Já, þessi náungi hlýtur aff vera alveg kolvitlaus. .... Og áffur en .... breytti hann um rödd .... og kallaffi á sjálfan sig. En ég þurfti tvær klukkustund ir til að telja mér trú um það; og ég iét lifa ljós hjá mér alla nótt- ina. Og ég sver, að aldrei hef ég fagnað því eins að sjá birta af degi. Geir Kristjánsson þýddi. ALi'VuuBLAUiu - sunnudagsíjlÁo 327

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.