Sunnudagsblaðið - 25.04.1965, Blaðsíða 14
Jðnadabs voru honum meira vlr5i
en Dannebrogskross, því bæði
skýldu þau honum fyrir vatni og
kulda, en hitt var litlu minna um
vert, að þau voru tignarmerki,
sem enginn íslendingur bar á
staðnum nema hann.
Þegar fastaverzlun var sett á
Borðeyri, var Jónadab orðinn
nokkuð við aldur. Margra ára
ferjuslark hafði sett mark á hans
hrausta skrokk. Hann hafði tekið
slíku ástfóstri við rosabullurnar,
að hann hafði aldrei dregið þær af
fótum sér allt vorið á meðan verzl-
unarskipin lágu á höfninni. Var
það jafnt um nætur sem daga.
Hann liafði heldur aldrei borið á
stígvélin neinn mýkjandi lög eða
feiti svo þau urðu með tímanum
hörð eins og tréstokkar.
í lok síðustu vertíðar, sem hann
stundaði ferjuna, fékk hann með
engu móti komizt úr rosabullun-
um. Þá kom honum til hjálpar
góðvinur, sem skar þær eftir endi-
löngu utanaf fótum hans. Þá kom
í ljós, að fætur hans voru eins og
kvistótt brimsorfin rekatré, sem
varla voru fær um að bera búk-
inn með eðlilegum hætti. Hann
var því orðinn hálf örkumla og
hætti öllu sjóvolki, en settist að
mestu að hjá frændum og vinum
í nálægum .sveitum og varð gam-
all maður.
Jónadah hafði á sínum upphefð-
ar og velgengnis árum byggt
Knallhettuna. Það var ein herberg
iskytra, með tveimur rúmstæðum.
Svo var eldhúskompa með ofurlít-
illi kamínu, sem var tengd við
skorstein, sem var hlaðinn úr
dönskum múrsteini. Spekúlantarn
ir höfðu gefið Jnnadab spvturnar
i kofann og múrsteina. en ein-
hver lagtækur maður smíðað þessa
vistarveru. Kona hans hét Ingi-
björg. Ég man 'vel eftir henni.
Hún var kona í lægra iagi, en gild-
vaxin. Ekki var hún talin brifin,
bar hún utan á sér, að hún var
ekki nostursöm.
Jónatan Jónadabsson bjð lengl
! Knallhettunni ásamt móður
sinni, en faðir lians var Iöngum
fjarvcrandi. Búðarmenn hjá Eiis
verzlun voru sumir gáskafullir og
höfðu Tana að leiksoppi þegar
þeim bauð slíkt í skapi, einkum ef
hann var fullur. Eitt sinn 'sögðu
þeir honum að eldur væri laus í
Knallhettunni og nú riði honum á
að flýta sér heim til þess að
slökkva í kofanum. Þeir fengu
honum tvær fötur og lögðu ráðin
á, að hann skyldi bera 5 beim sjó
upp á þak Knallhettunnar og hella
úr þeim ofan í eldhússtrompinn.
Tani hraðaði sér heim og gekk
að þessu verki með ákafa. Þegar
hann hafði hellt úr báðum fötun-
um, kallaði hann ofan í reykháfs
opið:
„Viltu meira vatn, marama?"
Ingibjörg gamla afþakkaði það
og bað guð í himninum að hjálpa
sér í þessum svávarháska.
Tani var rammskygn, en hafði
þó ekki mikið orð á þessari dular-
gáfu sinni. Fyrir og eftir aldamót
mátti heita að Sólheima-Móri
væri daglegur gestur á Borðeyri.
Ennisætt var þá fjölmenn þar i
grennd, en draugurinn fylgdi hverj
um trúlega, sem var af þeim ætt-
stofni, og var ekki sporlatur. Oft
var það þegar Tani var til aðstoð*
ar í pakkhúsi, að hann þreif mottu
og hýddi frá sér og hafði Ijótan
munnsöfnuð uppi, sagðist hann þá
vera að reka Sólheima-Móra á dyr,
því ekki vildi hann hafa hann fyrir
fótum sér. Aldrei brást það að
einhver af Ennisætt kom í kaup-
staðinn og átti erindi í pakkhúsið
þegar Tani hafði nýverið ráðizt að
Móra.
Ekkert skipti Tani sér af því þð
að Móri slæptist í sölubúðinni,
enda hafði hann litla umgöngu
um hana, aðra en þá að vitja um
lekabyttuna, þegar hann vildi
minnast við hana.
ÁRNI BÓNDI OG
LEKABYTTAN
Fleiri voru það en Tani, sem
Borðeyrarmenn höfðu að skot-
spæni þegar þeim þótti tilbreyt-
ingar vant. Bóndi einn sem Árni
hét var þar í grenndinni. Hann
bjó allgóðu búi, var gleðimáður og
nokkuð vínhneigður. Honum var
tíðfarið til Borðeyrar enda átti
hann vinum að mæta í verzluninni,
því búðarmönnum þötti hann
skemmtilegur og upplífgandi. Það
var venja þeirra er hann kom I
búðina, áð rétta honum hálffult
brennivlns-mál og byrjaði þá glefis
og gleðskapur ef litið var að gera.
Eitt sinn um vetur var fáförult
í kaupstaðnum vegna ótíðar. Nó
var það nær miðjum degi, að búð-
armenn sjá að bóndi kemur ríð-
andi sunnan með firðinum. Þeir
taka nú ráð sín saman, losa alla
slatta úr brennivíns málum, fara
svo inn á kontór og láta búðina
vera mannlausa. Þegar bóndi hafði
komið hesti sínum í hús, gekk
hann rakleitt inn í búðina, en þar
var engan mann að sjá. Hann fór
þá inn fyrir búðarþorðið og
skygndist í pjáturmálin, sem vorU
honum kunnug. en þau voru öU
þurr í laggir. Nú þótti honum iUt
x efni og þó að hann væri hinn.
frómasti maður, gat hann ekki
stillt sig um að Iosa um tunnu-
krana og láta brennivín irenna *
pelamál, sem fylltist á nokkrum
augnablikum. En hann kunni ekki
að skrúfa fyrir rennslið, svo vínið
flóði út á búðargólfiö. En hér
sannaðist sem oftar, að þegar neyð
in er stærst er hjálpin næst. VerU
unarmennirnir höfðu staðið við
skyggnigluggann á kontórshurð-
inni og sáu hverju framfór un»
fyrirtektir Árna. Þeir hlupu v&
til og skrúfuðu fyrir kranann svo
lítið eitt fór til spillis af víninu.
Svo leiddu þeir Árna inn á kontór,
ekki sem neinn stórhöfðingía>
heldur sem glæpamann, sem stað
ínn hafði verið að verki svo senx
merkin sýndu á búðargólfinu. Þeir
létu Árna setjast á stól, en ekki
þurfti hann að híma þar þurJ>
brjósta. Svo hófust miklar bolla-
leggingar um ægilegar refsingaÞ
sem hann aétti í vændum. Einhver
gizkaði á, að hann myndi verða
dæmdur til Brimarhólmsvistar og
ætti þaðan ekki útkvæmt. Annar,
sem taldi sig kunna nokkuð í lðg
um, þótti líkur til þess, ef l°8'
krókum yrði beitt, að hann slyppj
mcð 27 vandarhagga hýðingu. Ární
bar sig furðu vel. þó að fram-
tíðarhorfur væru ískyggilegar. —
Ríflegar vínveitingar hresstu upP
á skapsmunina. Lögvitri búðar-
þjónninn, sagði að úr því sen»
komið væri, bætti það mjög raál'
stað hans, að hann færi þá sam-
stundis á fund sýslumanns, sem þa
bjó i Bæ við utanverðan Hruta-
fjörð, játaðj fyrir honum gl^P
feinn og bæðisfc þess, að hanfi véP
326 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUELAÐXÐ