Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 2

Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 2
HWWWWMWWWIWMWMWWHWIIWMiWIWMI MIMMMIWWWMMWWWWMtMWIMWIM«t***** Magnús F. Jónsson: Eftirmáli við endurminningar Til viðbótar nokkrum þáttum, sem ég hefi ritað í Sunnudags bláð Alþýðublaðsins um Borð- eyri og ýmsa menn, sem koma þar við sögu, vil ég láta fylgja lítinn eftirmála: Borðeyri var höfuðstaður þriggja sýslna fyrir og eftir aldamótin. V.-Húnvetningar, allmikill hluti af Strandasýslu, uppsveitir Dalamanna og efstu bæir í Norðurárdal verzluðu á Borðeyri. R. P. Riis kaup- maður mátti heita einvaldur á þessu stóra verzlunarsvæði. Þ.e.a.s. hann hafði allan verzl- unarhagnað, sem til féll, en bar líka ábyrgð á, að fólkið skorti ekki brýnustu lifsnauð- synjar. Riis kaupmaður flutti er- lendar vörur með seglskútum og gufuskipum, eftir því sem verkast vildi. Þessir aðdrættir voru nær eingöngu bundnir við tímabilið frá aprílbyrjvm til októberloka ár hvert. Svo mun hafa verið alla nítjándu öldina og jafnvel lengur. Eng- in vátryggingafélög vildu á- byrgjast skip og vörur til norðurstrandar landsins á vetrarmánuðum. Öll neyzlu- vara, sem Riis lagði vérzlun sinni til að haustinu, varð að endast til vordaga. Hann sigldi sjálfur með síðustu haustskipum til Kaupmanna- hafnar og dvaldi þar yfir vet- urinn, en fól verzlunarstjór- anum, sem lengst af var Theó- dór Ólafsson, verzlunina, að öllu leyti á hendur. Hann hafði því sjálfur engan vanda við að skipta neyzluvörum á sex vetrarmánuðum, en þá var þörfin mest hjá fátæku og ó- byrgu sveitafólki. Þetta tor- velda og vandasama verk varð Theodór verzlunarstjóri að leysa. Eftir hver áramót voru ná- lega allir viðskiptareikningar opnaðir til útlána. Ekki þó á þann hátt, að neinum tjáði að ætla að draga að sér til langs tíma. Theódór verzlunar- stjóri skammtaði alla úttekt hverju heimili með það tak- mark að leiðarljósi, að varan entist fram á vor. Kornvara var alltaf í knappasta lagi til þess að þetta mætti takast, ef vorskipi seinkaði, eins og oft vildi verða, ef ísar hömluðu. Almennt heyrði ég rómað, að Theódór færist þetta vel úr liendi, enda var hann gáf- aður maður og hafði hlýtt og samúðarfullt hjartalag. Þetta var þó eitt mesta vandaverk, sem ég vissi lagt fyrir nokkurn mann á þeim tíma. Páll Ólafsson, bróðir Theó- dórs, var prestur á Prestbakka við Hrútafjörð frá 1880— 1900. Hann skipti við Riis verzlun eins og aörir á þeim slóðum. Mér er kunnugt rnn, að hann varð að hlíta knappri vöruskömmtun bróður síns að vetrinum, eins og aðrir. Er það órækur vottur um óhlutdrægni þessa merka manns. Eg kynntist Theódór Ól- afssyni á hans efstu árum. Hann talaði við mig af ein- lægni og ljúfmennsku, þó ég væri þá lítt kominn á þroska- aldur. Hann var að upplagi léttur í lund og húmoristi. — Ilann var víst öfundaður af allvel launaðri stöðu, en fáir gerðu sér grein fyrir því, að hann hafði yfir sér kröfuharð- an húísbðnda annars vegar, en sárfátækt viðskiptafólk hins vegar. í fyrri þáttum mínum bi’á ég upp augnabliksmynd af nokkrum mönnum, sérstaklega þeim, sem komu mér fyrir sjónir, er ég kom í fyrsta sinn á Borðeyri. Tveimur þeirra vil ég lýsa nokkru nánar: Jén Andrésson var glaðlyndur og skemmtilegur í kynningu. Hann hafði fyndin og skýr svör á reiðum liöndum. Þó hann bæri álagaham fátæktar og umkomuleysis, duldust undir þeim kufli hæfileikar, sem aldrei höfðu náð að brjótast undan oki aldarfarsins. Þannig fór um mörg góð mannsefni á þeim árum. Böðvar á Sámsstöðum var stórbrotinn í sjón og reynd. Hann var hreinlyndur og hrein skiptinn. Örorður og örgerður. Hann var karlmenni til burða og hinn mesti víkingur til vinnu og átaka. Sonu hans þekkti ég tvo; þeir báru af flestum að afli og líkamlegu Frh.'á bls. 463. 442 SUNNUPAGSBLAÍ) - ALÞ'í&UBb&ÐID

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.