Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 9

Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 9
harðasta Nú eru demantar slípaðir í vélum eins og þeirri, sem sést hér á myndinni. Fyrst hafa þeir þó verið gróf- slipaðir í höndum, demantur með demanti Demantar eru kolefni, sem hefur kristallazt víð snögga kólnun og mikinn þrýsting. Þeir hafa orðið til fyrir mörgum milljónum ára, en ýmislegt jarð- lagarask hefur sums staðar flutt þá upp undir yfir- horð jarðar. Oft finnast demantar t. d. í gígum eða kolanámum. Hver kristall í demanti er örsmár og slípunin mtðar að því, að fá íram eins mikið glit og hægt er af liverjum einasta kristali. Það þarf því að athuga vandlega kristallagerð hvers einasta steins, áður en hann er slípaður. En strax og fyrsti flöturinn hefur verið lagður, verður ekki aftur snúið. Það er sagt, að einu sinni hafi ungur demanta- slípari í Antwerpen deilt við húsbónda sinn um, hvernig fara skyldi með sérstaklega fallegan óslíp- aðan demant. Deilan magnaðist og varð talsvert heit, en loks lét húsbóndinn undan og sagði: — Jæja, hafðu það eins og þú vilt. En ef þér mistekst áttu ekki afturkvæmt í demantabransann. — Slíparinn lét þetta hins vegar ekki hræða sig, heldur slípaði steininn eftir sínu eigin höfði, og fyrir þennan stein fékkst síðan of fjár — helmingi meira en húsbónd- inn hafði gert ráð fyrir. IÐNAÐARDEMANTAK, sem oftast eru úrgangur, écmantar óhæfir til að verða gimsteinar, eru hafðir í mörg mjög nauðsynleg tæki. Sú verksmiöja er naumast til, að ekki séu notaðir þar demantar af einhverju tagi. Demantar érU iiauucsa efni, sem til er, og þeirra hluta vegna til margs nytsamlegir. Borar, sem notaðir eru til að leita að olíu eða heitu vatni, eru með demantsoddi, svo að þeir geti unnið á hörðustu bergtegundum. Demantar eru einnig notaðir í margar vélar, einkum til nákvæmn- isvinnu, og þeir eru til, sem segja, að demantar hafi verið áhrifamesta vopn bandamanna í síðari heimsstyrjöldinni, og er þá kjarnorkusprengjan, sem varpað var á Hirósjíma, ekki undamskilin. Þessi síðasta staðhæfing þarf frekari útlistunar við. Öll stríðsárin drógu Bandaríkin að sér alla þá demanta, sem þau komust yfir. Þessir demantar voru notaðir í ýmisleg nákvæmnistæki, sem þurfti til hergagnaframleiðslu, en sú framleiðsla hefði óhjá- kvæmilega tafizt, hefði nægilegt magn demanta ekki verið fyrir hendi. Hitler fékk hins vegar aldi'01 nægi- legt magn af demöntum, og það er ein af mörgum orsökum þess, að hergagnaframleiðsla Þýzklands dróst aftur úr, þegar leið á styrjöldina. Til að ráða bót á þessu varði Hitler stórfé til að finna aðferðir til að framleiða demanta í verksmiðjum. Þær til- raunir tókust ekki, fyrr en of seint. Þá voru banda- menn þegar komnir að því að gjörsigra Þýzkaland, svo að uppfinningin hafði enga verulega þýðingu þá. Nú eru gervidemantar þó mikið notaðir til iðn- aðarþarfa. Slikir tilbúnir demantar hafa jafnmikla ALh'ÝÐUBLAEÚB - SUtfNWAGSÉÍAb 449

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.