Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 14

Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 14
vægi og rólyndi, jafnvcl við að- stæður, sem hefðu gert mig óró- legan. Þær eru stóiskar Allar geðshræringar þeirra má lesa í augunum, sem eru mild og dökk brún að lit; þau endurspegluðu greinilega allar hræringar tilfinn- ingalífsins." Nýlega sagði dr. Albert Schweitzer í viðtali, að ekki þyrfti annað en ,,stara“ á villidýr; þá yrðu þau óttaslegin. Dr. Sehaller er hins vegar þeirrar skoðunar að hvasst og reiðilegt augnaráð æsi dýr og ýti undir árásarhneigð hjá þeim. að sjálfsögðu blandna ótta, en hvenær eru lífverur hættulegri en þegar þeim finnst þeim vera ógnað? wn w-p TC4TT í fiöllunum við Kabara. 'Regnið feliur í dembum og þéttur skósurinn er alltaf rennvotur. Dr. Schaller hafði þrek til að standast kuldann og stöðug ar þokur. sem síga niður með fjailahlíðunum og inn á meðal trjánna og byrgja fyrir alla útsýn. Hann svaf iðulega einn inni 5 myrkvtðnum í nágrenni við gór- iliuanana, og svaf rólega án þess að óttast að fíll eða hlébarði réð- ist á hann. Á þeinnan hátt kynnt- ist hann náið samtals ellefu gór- illuhópum. Þesar góriliurnar eru að snæðingi eða á ferð felast þær alltaf í skóginum; það heyrist til þeirra og öðru hverju sér í svart an, loðinn koll, en þær hvíla sig lengi um miðjan daginn og eru þá á opnari svæðum. Ef rannsak andinn er nálægt þeim allan tím- ann getur hann smám saman safn að í myndina af fjölskvldu1'fi þeirra. Dr. Schaller sá górilluap- ana eðla sig, búa sér náttból, vakna af svefni, snæða, le’ka sér, fá sér síðdegisblund, ferðast og halda hþpinn. Skoðun hans er sú, að górillur haldi hópinn fremur af vináttu en kynferðisástæðum. Þær eru lausar við afbrvðisemi, og forystuapi leyfir öðrum mót- mælalaust að n.ióta blíðu kvenna hans, jafnvel einstæðum flökku- öpum, sem af tilviljun bætast í hópinn. Kvenaparnir geta aðeins sinnt körlunum þrjá eða fjóra daga í mánuði, og aldrei þungaðar eða þegar ungi er á brjósti. Þetta þýðir að karlaparnir verða oft að búa við kynferðisbindindi í heilt ár eða jafnvel lengur í einu. Strax í frumbernsku byrja górill urnar að búa sér náttstað sjálfar og frá átján mánaða aldri sofa ungarnir venjulegast einir. Yngstu ungacnir sofa hjá móður sinni, stálpaðir ungar í trjánum, en forystuapinn ævinlega á jörðu niðri. Það virðist sem górillum þyki betra að sofa á jörðunni eftir þvi sem þær eldast, og af því dreg ur dr. Sehaller þá ályktun að gór- illubælin uppi í trjánum séu arfur frá þeim tíma, þegar górillur ferð uðust í trjánum, en ekki aðallega á jörðu niðri eins og nú. Þegar myrkrið skellur á fer hóp urinn að hægja ferðina. Það er þó eins og enginn vilii verða fyrstur til að búa sér til náttból. En þegar einhver tekur loks af skarið, fer allur hópurinn að hreiðra um sig. Mæður með litla unga gista helzt í trjánum, eins og eðlilegt má teljast; bólin á jörðu niðri eru strangt tekið órökræn, því að þau veita ekkert skjól. Nokkru eftir sólaruppkomu vakna aparn- ir svo aftur, kvenapamir þremur stundarfjórðungum eða klukku- tíma eftir dögun, en forystuap- inn stóri sefur talsvert lengur. Fyrsta verk nývaknaðra apa er að teygja sig eftir blöðum og jurt um, sem þeir éta, og morgunmál tíðin stendur fram undir hádegi. Þá tekur við miðdegishvíld, en það er eini tími sólarhringsins, sem ungviðið getur notað til leikja án þess að eiga á hættu að dragast aftur úr eða týnast. Ungarnir leika sér einir Dr. Schaller horfði eitt sinn á lítinn alvarlegan unga, sem setti stóra blómkrónu öfugg á höfuð sér og sat lengi kyrr, sæll yfir eð hafa eignazt þennan hatt. Stálpaðri ungar fara í eltingarleik eða reyna að ná yfirráðum yfir tré- stofni, en þá keppast þeir við að ýta hinum frá með höndum og fót uf. Tusk er einkar vinsælt Slags mál koma hins vegar sjaldan fyr ir og aldrei með alvarlegum af- leiðingum, þegar ungar eða kven dýr eigast við. Ef leikurinn fer að kárna, urrar forystuapinn, og ef það dugar ekki til, stendur hann upp og nálgast ólátabelgina! samstundis dettur allf í dúnalogn- Forystuapinn er ákaflega þolin- móður við ungviðið. Það kemur fyrir að hann fær lítinn fót í ant^ litið eða að ágengur ungi taki að klifra upp eftir honum. Hann hristir hann mjúklega af sér eða snýr aðeins höfðinu til Haldi hrekkjalómurinn áfram, urrar hann örlítið. Til verndar kyn' stofnunum hefur náttúran kom-ð fyrir vissum ,,hömlum“. Ef tveim ur öpum lendir saman, er kornið í veg fyrir alvarlegar afleiðing31’’ með því að sá veikari leggst nið- ur í uppgjafarstöðu með hendur og fætur undir sér. Um le;ð renn- ur bræðin af sigurvegaranum- Það er aðeins maðurinn. sem hef nr r>áð þeirri ..siðmenningu" að evðilegvia bessar mikílvætu liöml ur. Dr. Schaller varð aldrei vitm að alvarlegum slagsmálum milb górillna, en frétti þó af einum, en þar fannst annar aðilinn, stór karl api, dauður með annað augað eyð; lagt og slæm bitsár á handleggl' unum; líkskurður gat þó ekki kveðið upp úr um dauðaorsökina- En auk þess sem hömlukerf1 górillnanna er óspillt, andstaett því sem er hjá okkur, eru ÞeI1’ einnig ólíkir okkur að því leytb að þeir eru alveg lausir við f°x' vitni. Þeir lifa paradísartilveru, hafa allt, sem þeir þarfnast, við hendina, og áður en aukin rækt un fór að skerða land þeirra> þurftu þeir ekki að óttast anna® en veiðimenn. En paradísavist ^ ir ekki undir „menningarfrarnÞ1’0 un“. Forsendur hennar virðast miklu fremur vera forvitni — erfiðleikar. Dr. Schaller átti í fyrstu örðugt með að átta sig á aldri dýranna, en smám saman varð hann fær um það. Hann telur að ævileng þeirra sé um tuttugu ár. KarldJ0’ in vaxa mjög ört við sjo-átta ára aldur, og þegar þeir eru a bezta reki. eru þeir þrjú til fí°® ur hundruð pund á þyngd, og ^a þá út eins og jötnar á stuttum bognum fótleggjum, en me skrokk og handleggi eins og Þrir eða fjórir burðarkarlar til sanl" ans. 454 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.