Sunnudagsblaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Qupperneq 22

Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Qupperneq 22
gripir, dúkatar og heil gullstykki. En einhver merkilegasti fundur- inn er þó fáeinir bollar úr kín- versku postulíni, óbrotnir að mestu. Þessir bollar hafa lagt upp í langa ferð, en aldrei komizt á leiðarenda. Fyrst hafa þeir verið fiuttir frá Kína til Filippseyja; þar ’hafa Spánverjar tekið við þeim og flutt þá til Aeapulco; þar hef- ur þeim verið komið fyrir í klyf j- um, sem múldýralest var látin bera yfir Panamaeiðið til Vera- cruz; og þar hefur þeim loks verið skipað út í eitt af hrakfallaskip- unum og þeim ætlað að prýða borð einhvers spænsks höfðingja. V. KIP WAGNER telur sig nú bú- inn að ná upp meira en milljón bandaríkjadala virði af spönsku silfri og gulli. Og enn liggur mik- ið neðan sjávar, þótt ötullega hafi verið haldið áfram um nókkurra ára skeið. Flokkur Wagners hefur þó verið heppnari Spánverjunum, sem þarna unnu að björgun hálfri þriðju öld áður, að því leyti, að þeir hafa verið lausir við sjóræn- ingja. En höfuðskepnurnar hafa stundum viljað leggja orð i belg. Vindar og straumar hafa iðulega flutt til meiri sand á einni nóttu en menn Wagners á mörgum vik- um. Oft hefur það verið leitar- mönnunum í hag, en stundum hafa ofviðri gert að engu mikið erfiði þeirra. Síðastliðið sumar var þeim sérstaklega erfitt. Hvirfil- vindar voru þá óvenju tiðir og skæðir og þeir skildu eftir þykkt sandlag yfir sjávarbotninum, sem þeir voru þá að kanna. En þeim sandi verður mokað eða dælt burt, og þráðurinn tekinn upp að nýju við að bjarga einhverjum merki- legust minjum, sem til eru um silfurflota Spánverja, skipin, sem fluttu dýrmætasta farm s-'ns tíma yfir ólgandi Atlantshafið. -x 462 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLADI0

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.