Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Page 3

Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Page 3
ig langar til að skrifa um sorg legan atburð, en þegar ég byrja get ég ekki varizt því að mér finnst andlit br. Vojtisek horfa á mig eins og ixr lýstum upp- hafsstaf sögunnar. Andlit, sem geislar af heilbrigði, rjótt eins og sunnudagsbrauð með nýju smjöri. Á laugardögum — því að hr. Vojtisek rakaði sig á; sunnudögum — þegar hvítt skeggið stóð í allar áttir af bjúgri hökunni og glamp- aði á það eins og ^þeyttan rjóma, fannst mér hann jafnvel ennþá sællegri. Mér þótti hárið á honum líka fallegt. Það var ekki mikið, óx frá gagnaugunum í .hálfhring um hnakkann. Hárið var ekki leng JAN NERUDA fæddist í Oujczd 9. júlí 1834 í Litla hverfi í Prag, nánar tiltekið í einum hcrmannaskálanna, sem um get- ur í eftirfarandi sögu. Hann var sonur Antoníns Neruda, upp- gjafahermanns, sem síðar setti upp kaffistofu í hermannaskál- unum, og konu hans Barböru, sem reyndi að drýgja tekur heim- ilisins með því að ganga í hús og þvo gólf. Síðar ráku þau svo litla búðarliolu í Sporastræti, sem nú heitir Nerudastræti. í 37 ár ól Jan aldur sinn í Litla hverfi, sem hann þekkti eins og lóf- ann á sér. Hann lék .sér þarna með hinum börnunum, deildi kjör um með fólkinu og kynntist Iífinu, sem bar svip af smábæjar- brag. Kunningsskapur, krítur og slúður settu svip sinn á það, en fólkið átti einnig til samúð, hjálpsemi og drengskap. Allir þessir eiginleikar birtast í Sögum úr Litla hverfi, sem þessi smá- saga er úr. Þær gerast í þesum borgarhluta. Oft er höfundurinn þarna á meðal sem barn eða rómantískur skólapiltur, skrifstofu- maður, glaðlyndur stúdent eða byltingasinnað skáld. Það mun vera leitun á tékknesku heimili, þar sem ekki er tiTeintak af Sögnm úr Litla hverfi, og sagt er, að flestir Tékkar kunni sögurnar næstum utanbókar. Neruda hefur oft verið Iíkt við Dickens, þótt persónur hans séu ekki eins hrikalegar eða ævintýralegar, lieldur mannlegar, fólk með kostum sínum og göllum. Neruda dregur það upp af ríkri kímnl, cn djúpri samúð, hvort heldur það eru börn eða fullorðnir, betlarar eða embættismenn, uppgjafahermenn og kráreigendur, blómstrandi yngismeyjar, piparsveinar eða ráð- settar húsfrejjur. AUir eiga sína gleði og sorgir, vandamál og á hyggjur og stiga holdi klæddir af blaðsíðunum til lesandans, sem er um leið horfinn aftur í liðna öld í lífinu borgarliluta fjar- lægu landi. Jan Neruda var aldrei I vafa um, hvað hann ætlaði sér. Hann vildi skrifn, ekki fyrst og fremst til að sjá sér farborða eða öðlast frægð, heldur til að' glæöa þjóðerniskennd landa sinna og endurvekja tékkneskt ritmál. Hann gerist blaðamaður 22 ára og ræöst skömmu síðar til Blaðs tékkneskra þjóðernissinna. Viö það starfar hann til dauöadags. Hann ritar um þjóðfélagsmál, bókmenntir. tónlist og leikhúsmál. Greinar hans vekja mikla athygli og hann hlýtur þjóðarfrægð. í þeim og kvæðum sínum var hann málsvari tékknesks sjálfstæðis og átti sinn þátt í því, að þjóðin fékk sjálfstæði að fyrri heimsstyrjöldinni lokinni. Hann dó ávið 1891, 57 ára áð aldri. ur grátt, ekki einu sinni silfrað, heldur silkimjúkt og komin á það rjómagul slikja. Vindurinn lék ljúflega um höfuðið. Hr. Vojtisek gekk nefnilega alltaf herhöfðaður með húfuna í hendinni, nema ef hann þurfti að vera á ferli i mikl- um sólarhita. Hr. Vojtisek bauð af sér mjög góðan þokka, góðvildin skein út úr augum hans og and- litið var sakleysislegt. eins og. á ungbarni. . . . Hr.. Vojtisek var beiningamaður. Ég vissi ekki, hvað hann hafði gert áður, en hann hlýtur að hafa verið betlari lengi, því að allir í Litla hverfi þekktu hann. Eftir lieilsu hans að dæma hefði hann getað haldið. áfram starfi sínu í mörg ár enn, því að hann virtist stálhraustur. Ég vissi samt, að hann var orðinn allmjög við ald- ur. Einu sinni sá ég hann koma gangandi, skrefstuttan að vanda, upp St. Jóhannesarhæð í áttina að Sporastræti. Ég liorfði á hann ganga til lögreglumannsins okkar, Smásaga eftir Jan Neruda ALÞÝÐUBLAÐIÐ - SUNNUDAGSBLAÐ 443

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.