Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 11

Sunnudagsblaðið - 20.06.1965, Blaðsíða 11
 STUNDUM hitti ég fólk, sem aumkai' mig. Ég á nefnilega lieinia suður í Hafnarfirði og ek með strætisvögnum frá h.f. Landleiðum til höfuðstaðarins og heim aftur hvern einasta dag, sem guð lætur renna yfir Þessa voluðu jörð. Þetta halda sumir að séu ákaflega slæm örlög. Þegar þessir menn hitta mig, segja þeir gjarnan fullir samúðar: „Er betta sí- felida strætisvagnaskrölt ekki alveg að gera út af við þig?” eða „Að þú skulir halda þetta út!“ Sumir bæta við á eftir éiins og til ,! 'hughreyistingar: »>Þú ættir bara að flytja í bæ- inn,” ellegar „Af hverju færðu þér þá að minnsta kosti ekki bíl?” Eg efa ekki, að þetta sé allt sagt í góðri meiningu, og þess Vegna þykir mér leiðinlegt, að ég skuli ekki kunna að meta þessa samúð. En mér þykir hún satt að segja með öllu óþörf. Ég er meira að segja svolítið gramur við sumt af þessu hugulsama fólki, eink- um þá menn, sem spyrja, hvers vegna ég flytji ekki í bæintt. Mér finnst einhvern veginn liggja í orðum þeirra, að ekkert sé eða geti verið hær nema þessi blessaði höf- uðstaður okkar (sem sumir eru veyndar að burðast við að Lalla borg, gott ef ekki miklu- borg), Ég er samt ekkert ákaf- iega reiður út af þessu, því að ég er þess minnugur, sem einhver vitur maður sagði ein- hvern tíma, að gefnu tilefni: »Sjóndeildarhringur Reykvík- inga takmarkast af Valhúsa- hæðinni í vestri og Klepps- holtinu í austri, þeirra sem eitthvað vera til, sem heitir áætlun, en hana hefur enginn maður séð, enda er ekki farið eftir henni nema stundum. Vagnstjórarnir eru yfirleitt hinir liprustu menn, og þeir stanza alltaf fyrir mér, þegar ég kem hlaupandi út úr ein- hverri hliðargötu milli við- komustöðva, en þeir þekkja ekki á klukku nema sumir. Til eru menn, sem þykir þetta slæmt og skammast jafnvel út af þessu, en mér þykir þetta fremur vera kostur en hitt. Nútímaþjóðfélög eru stöðugt að verða reyrðari í viðjar tím- ans og klukkunnar, svo að skáldlega sé tekið til orða, og þess vegna er það ákaflega notalegt, að enn skuli vera til þjónustufyrirtæki, sem lætur sig klukkuna litlu varða. Páll heitinn Zophaníasson fór all- oft til Hafnarfjarðar hér á ár- unum, og einhvern tímann kom liann að máli við vagn- stjórann og sagði, að það væri hrein vitleysa að vera að fara af stað á ákveðnum tímum; það ætti að bíða eftir því að vagninn yrði fullur og fara þá. Vinir mínir hjá h.f. Landleið- um fara að vísu ekki eftir þessari reglu, en ég held að þeir ættu að ,gera það, þegar þeir verða leiðir á að haga ferðunum án nokkurrar fastrar reglu, sem auðvitað er bezt. En alltaf fer það þó svo að lokum. að vagn kemur, og sá vagn kemst á leiðarenda áður en lýkur. í þeim vagni eru alltaf einhverjir farþegar, mis- munandi margir eftir atvikum. Stundum er aðeins maður og maður á stangli, en stundum Frh. á bls. 463. víðsýnastir eru; hinir sjá ekki xipp úr tjarnarkvosinni.” Hins vegar verð ég að játa, að mér vefst dálítið tunga um tönn, þegar ég þarf að svara þessum, sem tala um bílinn. Ekki get ég verið þekktur fyr- ir að segjast ekki hafa efni á því að eiga bíl, því að það hafa þeir fæstir heldur, sem þó komast ekki spönn frá rassi, nema í eigin farartæki. Það- an af síður get ég játað, að ég kunni ekki með slíkt verk- færi að fara og muni líklegast aldrei geta lært það. Álitleg- ur hópur bileigenda kann það ekki heldur, livað sem öllum prófum og skírteinum líður. En reyndar er þetta allt fram hjá efninu. Kjarninn er sá, að mér þykir gott að búa í Hafnarfirði og ég vildi ekki fyrir mitt litla líf missa af því að aka með strætisvögn- um frá h.f. Landleiðum. Það er nefnilega hreinasta ævin- týri oft og tíðum, og þá á ég ekki við þau fáu skipti, þegar eitthvað óviðráðanlegt kemur fyrir, eins og t. d. þegar ég fékk að sitja í sex klukku- stundir í snjóskafli á Arnar- neshálsi í vetur. Nei, ég á við ósköp venjulegar ófréttnæm- ar ferðir, þegar vagninn skil- ar sér á áfangastað nokkurn veginn á eðlilegum tíma. Þær ferðir eru einatt aukakrydd á tilveruna. Ævintýrið hefst áður en lagt er af stað. Þegar maður gengur heiman að frá sér í strætisvagn, gerir maður það alltaf upp á von og óvon. Mað- ur veit aldrei, hvenær vagninn kemur, — ef það kemur þá nokkur vagn. Að vísu mun ALÞÝÐUBLABIÖ - SUNNUDAGSBLAÐ 45J

x

Sunnudagsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.