Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 9 FRÉTTIR Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. • www.silfurhudun.is Jólin nálgast Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Jólafötin komin Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af peysum og buxum Síðasti tilboðsdagur Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is - paulshark.it Full búð af nýjum vörum Glæsilegar jólagjafir Jólafötin komin Gott úrval Laugavegi 51, sími 552 2201 Rými ehf Háteigsvegi 7 Reykjavík Sími 511 1100 Bréfsími 511 1110 LOK AD AG UR ÚTS ÖLU NN AR Ef þú ert mikill aðdá- andi hreingerninga þá biðjumst við velvirðing- ar á því að valda þér vonbrigðum. Með Pergo gólfefni verður þú að finna þér eitthvað annað að gera í frítímanum þínum. Stórútsala á Pergo parketi Ótrúlegt verð Ekki missa af gólfefnaútsölu ársins opið í dag 10-14 DILBERT mbl.is FULLTRÚAR Olíufélagsins hf. og Samkeppnisstofnunar gerðu með sér samkomulag um að félagið myndi vinna með stofnuninni að því að upp- lýsa um meint ólöglegt samráð olíufé- laganna sem m.a. fólst í því að ekki yrðu gerðar breytingar á starfsemi Olíudreifingar hf. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom Kristján Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins, til yf- irheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra- embættinu sem vitni 7. nóvember á sl. ári. Í skýrslu um yfirheyrsluna kemur m.a. fram að Kristján hafi m.a. upp- lýst að hann, Kristinn Hallgrímsson, lögmaður félagsins og Ólafur Ólafs- son stjórnarmaður hafi farið á fund Samkeppnisstofnunar í mars 2002 og rætt málin varðandi samvinnu. Ákveðið hafi verið að hefja samstarf við Samkeppnisstofnun. Í því sam- komulagi fólst m.a. „afsláttur á sekt- um samkeppnisstofnunar, ef til kæmi, og það yrði ekki ráðskast með rekstur Olíudreifingar sem er sameignar- félags Olíufélagsins og Olíuverslunar Íslands og eins að samkeppnisstofnun færi ekki að eigin frumkvæði til lög- reglu með málið.“ Í viðtali við Morgunblaðið sl. mið- vikudag sagði Kristinn Björnsson að það hefði vakið athygli að í úrskurð- arorðum með skýrslu samkeppnis- ráðs legði stofnunin blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreif- ingar og ekki væru gerðar kröfur um að henni yrði skipt upp eins og eðli- legast væri. „Ég geri ráð fyrir því að ástæða þess sé sú að á sínum tíma þegar Olíufélagið fór og lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnis- stofnun við rannsókn þessa máls, sem hófst með húsleitinni hjá félögunum 1991, þá var sú aðstoð boðin að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Ég held að á meðal skilyrðanna hafi verið að ODR fengi að starfa áfram. Ég held einnig að með stofnun ODR hafi skap- ast, með blessun Samkeppnisstofnun- ar, kjöraðstæður fyrir þessi tvö félög, Esso og Olís, til víðtækrar samvinnu.“ Í frétt í Morgunblaðinu 26. nóvem- ber í fyrra er fjallað um þennan óformlega fund forsvarsmanna Olíu- félagsins með Guðmundi Sigurðssyni í marsbyrjun sem fór fram á Grand hóteli í Reykjavík og komið hefur fram að skilgreindur var sem „non- meeting“. Þar staðfestir Guðmundur að boðið hafi verið upp á slíkt sam- starf af hálfu Samkeppnisstofnunar með þeim fyrirvörum að þetta sam- starf leiddi til þess að málið upplýstist fyrr og betur en ella en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um önnur atrið er lytu að forlegri hlið málsins. Í frétt- inni segir hins vegar að yfirmenn Olíufélagsins hafi viljað umrætt sam- starf til að slá skjaldborg um starfs- fólk sem vann hjá fyrirtækinu þegar meint brot á samkeppnislögum voru framin. Ljóst sé að yfirmenn Sam- keppnisstofnunar hafi ekki getað undanskilið einstaklinga refsiábyrgð samkvæmt íslenskum lögum enda slík lagaheimild ekki til. Í fréttinni segir ennfremur að samkvæmt heim- ildum blaðsins hafi forystumenn Olíu- félagsins ekki heldur lagt þann skiln- ing í orð Guðmundar Sigurðssonar á fundinum heldur að stofnunin hefði ekki frumkvæði að því að hefja lög- reglurannsókn. Þeir Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, og Ásgeir Einars- son, lögfræðingur hjá stofnuninni, gengu hins vegar á fund Þóris Odds- sonar vararíkislögreglustjóra hinn 16. júní á síðasta ári og í grein í Morg- unblaðinu 5. ágúst í fyrra vitnar Þórir í minnisblað sitt af fundinum þar sem segir: „GÓ og ÁE sögðust vilja vekja at- hygli RLS á máli þessu þar sem ekki væri beinlínis í samkeppnislögum kveðið á um það með hvaða hætti gera ætti rannsóknar- og ákæruvaldi grein fyrir stöðu máls þegar svo stæði á að til álita væri að vísa máli til op- inberrar meðferðar, þótt sektir væru lagðar á félögin. Fram kom í máli þeirra GÓ og ÁE að rannsókn málsins væri alls ekki lokið og reiknuðu þeir með því að e.t.v. lyki henni fyrir árs- lok. Þeir væru að leita viðhorfa RLS til þess hvort hagfelldara væri að RLS fylgdist með rannsókninni og gæti þá myndað sér skoðun á því hvort líklegt væri að málið kæmi til kasta lögreglu eða hvort RLS vildi bíða þar til rannsókn Samkeppnis- stofnunar lyki.“ Sagði Þórir í grein sinni að af þessu mætti ráða að Samkeppnisstofnun hefði ekki á þessum fundi verið að vísa máli til opinberrar meðferðar lögreglu, en talsverðar deilur urðu, m.a. milli embættanna sem kunnugt er, með hvaða hætti það skyldi gerast. Formleg lögreglurannsókn hófst síðan í október á síðasta ári. Samkomulag Olíufélagsins við Samkeppnisstofnun um umbun fyrir samstarf Hefði ekki frum- kvæði að lög- reglurannsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.