Morgunblaðið - 13.11.2004, Page 9

Morgunblaðið - 13.11.2004, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 9 FRÉTTIR Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820. Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. • www.silfurhudun.is Jólin nálgast Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 Jólafötin komin Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 15% afsláttur af peysum og buxum Síðasti tilboðsdagur Bankastræti 9, sími 511 1135 www.paulshark.is - paulshark.it Full búð af nýjum vörum Glæsilegar jólagjafir Jólafötin komin Gott úrval Laugavegi 51, sími 552 2201 Rými ehf Háteigsvegi 7 Reykjavík Sími 511 1100 Bréfsími 511 1110 LOK AD AG UR ÚTS ÖLU NN AR Ef þú ert mikill aðdá- andi hreingerninga þá biðjumst við velvirðing- ar á því að valda þér vonbrigðum. Með Pergo gólfefni verður þú að finna þér eitthvað annað að gera í frítímanum þínum. Stórútsala á Pergo parketi Ótrúlegt verð Ekki missa af gólfefnaútsölu ársins opið í dag 10-14 DILBERT mbl.is FULLTRÚAR Olíufélagsins hf. og Samkeppnisstofnunar gerðu með sér samkomulag um að félagið myndi vinna með stofnuninni að því að upp- lýsa um meint ólöglegt samráð olíufé- laganna sem m.a. fólst í því að ekki yrðu gerðar breytingar á starfsemi Olíudreifingar hf. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins kom Kristján Loftsson, stjórnarformaður Olíufélagsins, til yf- irheyrslu hjá Ríkislögreglustjóra- embættinu sem vitni 7. nóvember á sl. ári. Í skýrslu um yfirheyrsluna kemur m.a. fram að Kristján hafi m.a. upp- lýst að hann, Kristinn Hallgrímsson, lögmaður félagsins og Ólafur Ólafs- son stjórnarmaður hafi farið á fund Samkeppnisstofnunar í mars 2002 og rætt málin varðandi samvinnu. Ákveðið hafi verið að hefja samstarf við Samkeppnisstofnun. Í því sam- komulagi fólst m.a. „afsláttur á sekt- um samkeppnisstofnunar, ef til kæmi, og það yrði ekki ráðskast með rekstur Olíudreifingar sem er sameignar- félags Olíufélagsins og Olíuverslunar Íslands og eins að samkeppnisstofnun færi ekki að eigin frumkvæði til lög- reglu með málið.“ Í viðtali við Morgunblaðið sl. mið- vikudag sagði Kristinn Björnsson að það hefði vakið athygli að í úrskurð- arorðum með skýrslu samkeppnis- ráðs legði stofnunin blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreif- ingar og ekki væru gerðar kröfur um að henni yrði skipt upp eins og eðli- legast væri. „Ég geri ráð fyrir því að ástæða þess sé sú að á sínum tíma þegar Olíufélagið fór og lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnis- stofnun við rannsókn þessa máls, sem hófst með húsleitinni hjá félögunum 1991, þá var sú aðstoð boðin að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum. Ég held að á meðal skilyrðanna hafi verið að ODR fengi að starfa áfram. Ég held einnig að með stofnun ODR hafi skap- ast, með blessun Samkeppnisstofnun- ar, kjöraðstæður fyrir þessi tvö félög, Esso og Olís, til víðtækrar samvinnu.“ Í frétt í Morgunblaðinu 26. nóvem- ber í fyrra er fjallað um þennan óformlega fund forsvarsmanna Olíu- félagsins með Guðmundi Sigurðssyni í marsbyrjun sem fór fram á Grand hóteli í Reykjavík og komið hefur fram að skilgreindur var sem „non- meeting“. Þar staðfestir Guðmundur að boðið hafi verið upp á slíkt sam- starf af hálfu Samkeppnisstofnunar með þeim fyrirvörum að þetta sam- starf leiddi til þess að málið upplýstist fyrr og betur en ella en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um önnur atrið er lytu að forlegri hlið málsins. Í frétt- inni segir hins vegar að yfirmenn Olíufélagsins hafi viljað umrætt sam- starf til að slá skjaldborg um starfs- fólk sem vann hjá fyrirtækinu þegar meint brot á samkeppnislögum voru framin. Ljóst sé að yfirmenn Sam- keppnisstofnunar hafi ekki getað undanskilið einstaklinga refsiábyrgð samkvæmt íslenskum lögum enda slík lagaheimild ekki til. Í fréttinni segir ennfremur að samkvæmt heim- ildum blaðsins hafi forystumenn Olíu- félagsins ekki heldur lagt þann skiln- ing í orð Guðmundar Sigurðssonar á fundinum heldur að stofnunin hefði ekki frumkvæði að því að hefja lög- reglurannsókn. Þeir Georg Ólafsson, forstjóri Sam- keppnisstofnunar, og Ásgeir Einars- son, lögfræðingur hjá stofnuninni, gengu hins vegar á fund Þóris Odds- sonar vararíkislögreglustjóra hinn 16. júní á síðasta ári og í grein í Morg- unblaðinu 5. ágúst í fyrra vitnar Þórir í minnisblað sitt af fundinum þar sem segir: „GÓ og ÁE sögðust vilja vekja at- hygli RLS á máli þessu þar sem ekki væri beinlínis í samkeppnislögum kveðið á um það með hvaða hætti gera ætti rannsóknar- og ákæruvaldi grein fyrir stöðu máls þegar svo stæði á að til álita væri að vísa máli til op- inberrar meðferðar, þótt sektir væru lagðar á félögin. Fram kom í máli þeirra GÓ og ÁE að rannsókn málsins væri alls ekki lokið og reiknuðu þeir með því að e.t.v. lyki henni fyrir árs- lok. Þeir væru að leita viðhorfa RLS til þess hvort hagfelldara væri að RLS fylgdist með rannsókninni og gæti þá myndað sér skoðun á því hvort líklegt væri að málið kæmi til kasta lögreglu eða hvort RLS vildi bíða þar til rannsókn Samkeppnis- stofnunar lyki.“ Sagði Þórir í grein sinni að af þessu mætti ráða að Samkeppnisstofnun hefði ekki á þessum fundi verið að vísa máli til opinberrar meðferðar lögreglu, en talsverðar deilur urðu, m.a. milli embættanna sem kunnugt er, með hvaða hætti það skyldi gerast. Formleg lögreglurannsókn hófst síðan í október á síðasta ári. Samkomulag Olíufélagsins við Samkeppnisstofnun um umbun fyrir samstarf Hefði ekki frum- kvæði að lög- reglurannsókn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.