Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 13.11.2004, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 HÓPUR íslenskra fjárfesta hefur keypt 83% hluta- fjár í dönsku eignarhaldsfélagi sem á hina þekktu stór- verslun Magasin du Nord við Kóngsins Nýja- torg í Kaup- mannahöfn auk sjö annarra Magasin-versl- ana. Kaupverð hlutarins er 4,8 milljarðar króna en stefnt er að því að kaupa allt hlutafé í félaginu. Fjárfestahópinn skipa Baugur Group, Straumur fjárfestingarbanki og félag í eigu Birgis Þórs Bieltvedt. Hlutur Baugs í kaupunum er 42%, þriðjungur er Straums og fjórðungur Birgis. Boðað verður til hluthafafundar í hinu danska félagi á næstu dögum þar sem kos- ið verður til nýrrar stjórnar. Reiknað er með að í kjölfarið verði hlutur minnihlut- ans keyptur og félagið skráð af hluta- bréfamarkaði í kauphöllinni í Kaup- mannahöfn. Scanpix Danmark Íslendingar kaupa Maga- sin du Nord  Baugur/16 PORTÚGALSKA fado-söngkonan Mariza kemur fram á Listahátíð í Reykjavík á næsta ári. Tónleikar henn- ar verða í Broadway 27. og 28. maí, en hún kemur með fjölmenna hljóm- sveit með sér. Mariza hefur verið kölluð drottn- ing fado-söngvanna og oft nefnd sem arftaki söngkonunnar miklu Amália Rodriguez, sem lést fyrir fáum árum./62 Söngkonan Mariza til Íslands KRAKKARNIR á leikskólanum Hraunborg blésu á kertin á afmælisköku í gær, en afmæl- isbarnið var leikskólinn þeirra sem er 20 ára um þessar mundir. Afmælissöngurinn var svo að sjálfsögðu sunginn áður en börnin og aðrir gestir gæddu sér á afmæliskökunni. Morgunblaðið/ÞÖK Gæddu sér á afmæliskökunni JARÐBORANIR hafa samið við orkufyrirtækið Sogeo á Azoreyjum um borun á vinnsluholum vegna há- hitavirkjunar á São Miguel, sem er stærsta eyjan í Azoreyjaklasanum. Er hér um að ræða stærsta verkefni Jarðborana erlendis til þessa og hljóðar samningurinn upp á á fimmta hundrað milljónir króna. Gengið var til samninga um verk- ið við Jarðboranir eftir að þær urðu hlutskarpastar í alþjóðlegu útboði á framkvæmdinni innan Evrópska efnahagssvæðisins, en síðari hluti framkvæmdanna verður boðinn út á næsta ári. Varanleg fótfesta erlendis Áætlað er að framkvæmdir við verkið hefjist ytra í febrúar 2005 og verður það í höndum Iceland Drill- ing, dótturfyrirtækis Jarðborana. Alls munu 25–30 manns vinna að borframkvæmdunum á São Miguel og verður meirihluti þeirra Íslend- ingar. Einnig verður borinn Jötunn fluttur út í janúar og vegur tækja- búnaðurinn alls um 600 tonn. Bent S. Einarsson, forstjóri Jarð- borana, segir lærdómsríkt að sjá hvernig þolinmæði í markaðsstarfi hefur skilað sér á Azoreyjum. Fyr- irtækið hafi verið þar með fjöl- breytileg verkefni í rösk 12 ár. Þau fyrstu hafi verið fremur lítil en smám saman hafi áunnist traust heimamanna á fyrirtækinu, að það væri áreiðanlegur samstarfsaðili, sem kynni að takast á við fjölbreytt- ar og krefjandi aðstæður. Bent seg- ir að Sogeo sé mjög metnaðarfullt fyrirtæki sem geri engu minni kröf- ur til verktaka en íslensku orkufyr- irtækin. Frekara samstarf Sogeo og Jarðborana er ráðgert, þar sem litið verður sérstaklega til fjölnýtingar jarðhita. Bent segir það Jarðborunum mikilvægt að sækjast eftir verkefn- um ytra, bæði til að efla verkefna- stöðu fyrirtækisins og ekki síður til að jafna hana til langframa. Stefnt sé að því að fyrirtækið nái varan- legri fótfestu erlendis og samning- urinn nú sé gott skref á þá átt. Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Iceland Drilling, segir stefnt að verulegum vexti félagsins á næstu árum. Með nýjum tækjabúnaði og þessu nýja verkefni á Azoreyjum hafi fengist staðfesting á samkeppn- ishæfni félagsins um stærri verk- efni ytra. Azoreyjar eru portúgalskur eyja- klasi í Atlantshafi sem liggur um 1.500 km vestur af Portúgal. Íbúar eru um 260.000 talsins og býr yfir helmingur þeirra á São Miguel. Stærsta verkefni Jarð- borana erlendis í höfn Hluti gufuaflsvirkjunarinnar Sogeo á eyjunni São Miguel á Azoreyjum. SLITNAÐ hefur upp úr meirihluta- samstarfi Vestmannaeyjalistans og Andrésar Sigmundssonar, bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins. Þetta gerðist á bæjarráðsfundi í gærkvöldi þegar tveir af þremur bæjarráðs- mönnum samþykktu tillögu um að Andrés myndi víkja sem formaður verkefnisstjórnar um byggingu menningarhúss og léti tímabundið af störfum sem formaður bæjarráðs. Lúðvík Bergvinsson, oddviti Vest- manneyjalistans, og Arnar Sigur- mundsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, greiddu atkvæði með tillögunni, gegn einu atkvæði Andrésar. Þar með varð ljóst að samstarfið var brostið. Strax eftir fundinn tilkynntu Lúð- vík og Arnar að viðræður milli þeirra um myndun nýs meirihluta myndu hefjast um helgina. Þegar Morgun- blaðið náði tali af Lúðvík í gær voru viðræður þegar hafnar. Bjóst hann við því að þeim lyki þá og þegar og sagði að ekki væri eftir neinu að bíða. Tillagan í bæjarstjórn var lögð fram í kjölfar viljayfirlýsingar sem Andrés undirritaði um kaup á svoköll- uðu Fiskiðjuhúsi sem Menningarhúsi fyrir 153 milljónir. Hinn 5. nóvember hafði Andrés sent frá sér tilkynningu um að hann myndi víkja sem formað- ur í verkefnisstjórninni og í bæjarráði en þá tilkynningu dró hann síðar efn- islega til baka, eftir að hafa aflað sér lögfræðiálits og sagði ekki tilefni til annars en að halda áfram. Dró afsögn til baka Andrés sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að þetta væri pólitískt áfall sem kæmi algjörlega í bakið á sér og hann áskildi sér rétt til að fjalla um málið síðar. Meira vildi hann ekki láta hafa eftir sér. Á fund- inum óskaði hann eftir því að lögfræðiálit Sveins Sveinssonar hrl., yrði fært til bókar en þar segir m.a. að viljayfirlýsing um kaup á menningar- húsi sé ekki skuldbindandi fyrir verk- efnastjórn menningarhúss. Lúðvík Bergvinsson lagði fram bókun þar sem segir m.a.: „Í ljósi trúnaðarbrests sem upp er kominn milli Framsóknarflokks og Vest- mannaeyjalista telja bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalista ekki rétt að halda áfram meirihlutasamstarfi þessara lista. Bæjarfulltrúar Vest- mannaeyjalistans hafa tekið þá ákvörðun með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.“ Meirihlutinn fallinn í Eyjum Viðræður hafnar milli V-lista og D-lista STARFSHÓPUR um mögulega samein- ingu opinberra matvælarannsókna í einni stofnun eða fyrirtæki, leggur til í nýlegri skýrslu að sett verði á fót Matvælarann- sóknastofnun Íslands sem hafi umsjón með rannsóknum, þróun, framleiðslu og með- ferð matvæla frá hráefni til neytendavöru óháð uppruna. Frá þessu var greint á haustfundi Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins í gær. Matvælarannsóknir sem kostaðar eru af ríkinu fara nú að mestu fram hjá fjórum stofnunum: Iðntæknistofnun, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Samkvæmt tillögu starfs- hópsins mun stofnunin heyra undir sjáv- arútvegsráðuneytið. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, sagði á fundi Rf í gær að mat ráðherrans væri að samræming og sameining rann- sókna í einni stofnun mundi skila hagræð- ingu í rekstri, betri rannsóknum og betri þjónustu við matvælaiðnað í landinu. Fjórar stofn- anir í eina  Matvælarannsóknir/12 ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.