Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 68

Morgunblaðið - 13.11.2004, Side 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 13. NÓVEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Heilsukoddar Heilsunnar vegna Opi› í dag laugardag frá kl. 11-16 HÓPUR íslenskra fjárfesta hefur keypt 83% hluta- fjár í dönsku eignarhaldsfélagi sem á hina þekktu stór- verslun Magasin du Nord við Kóngsins Nýja- torg í Kaup- mannahöfn auk sjö annarra Magasin-versl- ana. Kaupverð hlutarins er 4,8 milljarðar króna en stefnt er að því að kaupa allt hlutafé í félaginu. Fjárfestahópinn skipa Baugur Group, Straumur fjárfestingarbanki og félag í eigu Birgis Þórs Bieltvedt. Hlutur Baugs í kaupunum er 42%, þriðjungur er Straums og fjórðungur Birgis. Boðað verður til hluthafafundar í hinu danska félagi á næstu dögum þar sem kos- ið verður til nýrrar stjórnar. Reiknað er með að í kjölfarið verði hlutur minnihlut- ans keyptur og félagið skráð af hluta- bréfamarkaði í kauphöllinni í Kaup- mannahöfn. Scanpix Danmark Íslendingar kaupa Maga- sin du Nord  Baugur/16 PORTÚGALSKA fado-söngkonan Mariza kemur fram á Listahátíð í Reykjavík á næsta ári. Tónleikar henn- ar verða í Broadway 27. og 28. maí, en hún kemur með fjölmenna hljóm- sveit með sér. Mariza hefur verið kölluð drottn- ing fado-söngvanna og oft nefnd sem arftaki söngkonunnar miklu Amália Rodriguez, sem lést fyrir fáum árum./62 Söngkonan Mariza til Íslands KRAKKARNIR á leikskólanum Hraunborg blésu á kertin á afmælisköku í gær, en afmæl- isbarnið var leikskólinn þeirra sem er 20 ára um þessar mundir. Afmælissöngurinn var svo að sjálfsögðu sunginn áður en börnin og aðrir gestir gæddu sér á afmæliskökunni. Morgunblaðið/ÞÖK Gæddu sér á afmæliskökunni JARÐBORANIR hafa samið við orkufyrirtækið Sogeo á Azoreyjum um borun á vinnsluholum vegna há- hitavirkjunar á São Miguel, sem er stærsta eyjan í Azoreyjaklasanum. Er hér um að ræða stærsta verkefni Jarðborana erlendis til þessa og hljóðar samningurinn upp á á fimmta hundrað milljónir króna. Gengið var til samninga um verk- ið við Jarðboranir eftir að þær urðu hlutskarpastar í alþjóðlegu útboði á framkvæmdinni innan Evrópska efnahagssvæðisins, en síðari hluti framkvæmdanna verður boðinn út á næsta ári. Varanleg fótfesta erlendis Áætlað er að framkvæmdir við verkið hefjist ytra í febrúar 2005 og verður það í höndum Iceland Drill- ing, dótturfyrirtækis Jarðborana. Alls munu 25–30 manns vinna að borframkvæmdunum á São Miguel og verður meirihluti þeirra Íslend- ingar. Einnig verður borinn Jötunn fluttur út í janúar og vegur tækja- búnaðurinn alls um 600 tonn. Bent S. Einarsson, forstjóri Jarð- borana, segir lærdómsríkt að sjá hvernig þolinmæði í markaðsstarfi hefur skilað sér á Azoreyjum. Fyr- irtækið hafi verið þar með fjöl- breytileg verkefni í rösk 12 ár. Þau fyrstu hafi verið fremur lítil en smám saman hafi áunnist traust heimamanna á fyrirtækinu, að það væri áreiðanlegur samstarfsaðili, sem kynni að takast á við fjölbreytt- ar og krefjandi aðstæður. Bent seg- ir að Sogeo sé mjög metnaðarfullt fyrirtæki sem geri engu minni kröf- ur til verktaka en íslensku orkufyr- irtækin. Frekara samstarf Sogeo og Jarðborana er ráðgert, þar sem litið verður sérstaklega til fjölnýtingar jarðhita. Bent segir það Jarðborunum mikilvægt að sækjast eftir verkefn- um ytra, bæði til að efla verkefna- stöðu fyrirtækisins og ekki síður til að jafna hana til langframa. Stefnt sé að því að fyrirtækið nái varan- legri fótfestu erlendis og samning- urinn nú sé gott skref á þá átt. Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Iceland Drilling, segir stefnt að verulegum vexti félagsins á næstu árum. Með nýjum tækjabúnaði og þessu nýja verkefni á Azoreyjum hafi fengist staðfesting á samkeppn- ishæfni félagsins um stærri verk- efni ytra. Azoreyjar eru portúgalskur eyja- klasi í Atlantshafi sem liggur um 1.500 km vestur af Portúgal. Íbúar eru um 260.000 talsins og býr yfir helmingur þeirra á São Miguel. Stærsta verkefni Jarð- borana erlendis í höfn Hluti gufuaflsvirkjunarinnar Sogeo á eyjunni São Miguel á Azoreyjum. SLITNAÐ hefur upp úr meirihluta- samstarfi Vestmannaeyjalistans og Andrésar Sigmundssonar, bæjarfull- trúa Framsóknarflokksins. Þetta gerðist á bæjarráðsfundi í gærkvöldi þegar tveir af þremur bæjarráðs- mönnum samþykktu tillögu um að Andrés myndi víkja sem formaður verkefnisstjórnar um byggingu menningarhúss og léti tímabundið af störfum sem formaður bæjarráðs. Lúðvík Bergvinsson, oddviti Vest- manneyjalistans, og Arnar Sigur- mundsson, oddviti Sjálfstæðisflokks, greiddu atkvæði með tillögunni, gegn einu atkvæði Andrésar. Þar með varð ljóst að samstarfið var brostið. Strax eftir fundinn tilkynntu Lúð- vík og Arnar að viðræður milli þeirra um myndun nýs meirihluta myndu hefjast um helgina. Þegar Morgun- blaðið náði tali af Lúðvík í gær voru viðræður þegar hafnar. Bjóst hann við því að þeim lyki þá og þegar og sagði að ekki væri eftir neinu að bíða. Tillagan í bæjarstjórn var lögð fram í kjölfar viljayfirlýsingar sem Andrés undirritaði um kaup á svoköll- uðu Fiskiðjuhúsi sem Menningarhúsi fyrir 153 milljónir. Hinn 5. nóvember hafði Andrés sent frá sér tilkynningu um að hann myndi víkja sem formað- ur í verkefnisstjórninni og í bæjarráði en þá tilkynningu dró hann síðar efn- islega til baka, eftir að hafa aflað sér lögfræðiálits og sagði ekki tilefni til annars en að halda áfram. Dró afsögn til baka Andrés sagði í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi að þetta væri pólitískt áfall sem kæmi algjörlega í bakið á sér og hann áskildi sér rétt til að fjalla um málið síðar. Meira vildi hann ekki láta hafa eftir sér. Á fund- inum óskaði hann eftir því að lögfræðiálit Sveins Sveinssonar hrl., yrði fært til bókar en þar segir m.a. að viljayfirlýsing um kaup á menningar- húsi sé ekki skuldbindandi fyrir verk- efnastjórn menningarhúss. Lúðvík Bergvinsson lagði fram bókun þar sem segir m.a.: „Í ljósi trúnaðarbrests sem upp er kominn milli Framsóknarflokks og Vest- mannaeyjalista telja bæjarfulltrúar Vestmannaeyjalista ekki rétt að halda áfram meirihlutasamstarfi þessara lista. Bæjarfulltrúar Vest- mannaeyjalistans hafa tekið þá ákvörðun með hagsmuni bæjarbúa að leiðarljósi.“ Meirihlutinn fallinn í Eyjum Viðræður hafnar milli V-lista og D-lista STARFSHÓPUR um mögulega samein- ingu opinberra matvælarannsókna í einni stofnun eða fyrirtæki, leggur til í nýlegri skýrslu að sett verði á fót Matvælarann- sóknastofnun Íslands sem hafi umsjón með rannsóknum, þróun, framleiðslu og með- ferð matvæla frá hráefni til neytendavöru óháð uppruna. Frá þessu var greint á haustfundi Rannsóknastofnunar fiskiðnað- arins í gær. Matvælarannsóknir sem kostaðar eru af ríkinu fara nú að mestu fram hjá fjórum stofnunum: Iðntæknistofnun, Rannsókna- stofnun landbúnaðarins, Rannsóknastofu Umhverfisstofnunar og Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins. Samkvæmt tillögu starfs- hópsins mun stofnunin heyra undir sjáv- arútvegsráðuneytið. Ármann Kr. Ólafsson, aðstoðarmaður sjávarútvegsráðherra, sagði á fundi Rf í gær að mat ráðherrans væri að samræming og sameining rann- sókna í einni stofnun mundi skila hagræð- ingu í rekstri, betri rannsóknum og betri þjónustu við matvælaiðnað í landinu. Fjórar stofn- anir í eina  Matvælarannsóknir/12 ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.