Morgunblaðið - 29.12.2004, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
RAFORKUVERÐ til almennings
hækkar um áramótin umfram
verðlagsbreytingar þegar flutn-
ingsgjaldskrá Landsnets, nýs
flutningsfyrirtækis raforku, tekur
gildi í tilefni nýrra raforkulaga.
Samkvæmt upplýsingum frá
Landsneti er flutningskostnaður
raforkunnar um 15% af heildarraf-
magnsreikningum heimilanna.
Þannig megi vænta þess að ef
flutningskostnaður myndi hækka
um 10% þá myndi raforkureikn-
ingurinn hækka um því sem næst
1,5%.
Orkustofnun ákvarðar hversu
miklar tekjur Landsnet má inn-
heimta vegna flutnings raforku.
Við ákvörðun tekjuramma fyrir-
tækisins fyrir árið 2005 miðaði
Orkustofnun við raunverulegan
kostnað forvera Landsnets, flutn-
ingssviðs Landsvirkjunar, af þess-
ari þjónustu á árunum 2002 og
2003, framreiknaðan miðað við
verðlagsbreytingar. Gerir Orku-
stofnun ráð fyrir að beinn kostn-
aður vegna breytinga á skipan raf-
orkumála verði 100 milljónir króna
á árinu 2005. Kostnaðaraukinn
jafngildir um fjórum aurum á
hverja kílówattstund af for-
gangsraforku sem Landsnet mun
flytja til dreifiveitna á komandi
ári.
Hagræðing til að ná kostn-
aðarhækkunum til baka
Með aukinni arðsemiskröfu bæt-
ast svo við fimm aurar á kWst
þannig að hlutur flutningsþjónustu
í hækkun á raforkuverði til neyt-
enda, umfram verðlagsbreytingar,
takmarkast að meðaltali við níu
aura á kWst. Hækkunin er þó
hærri á suðvesturhorni landsins en
minni annars staðar á landinu.
Í tilkynningu Landsnets segir að
þótt hækkun verði á raforkuverði
við upphaf nýs rekstrarumhverfis
þá vonist fyrirtækið til þess að um
tímabundið ástand sé að ræða.
Landsnet muni leggja hart að sér
á komandi árum við frekari hag-
ræðingu í starfseminni, til að ná
kostnaðarhækkunum til baka.
Landsvirkjun gerir ekki ráð fyr-
ir að heildsöluverð raforku frá fyr-
irtækinu hækki að raungildi á
næsta ári. Heildsöluverð gefi því
ekki tilefni til verðhækkana á raf-
magni í smásölu umfram verðlags-
breytingar.
Þetta kemur fram í svari Frið-
riks Sophussonar, forstjóra Lands-
virkjunar, við fyrirspurn Neyt-
endasamtakanna um raforkuverð.
Rafmagnið gæti hækkað
um 1,5% að meðaltali
Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Miklar breytingar verða á raforkumarkaðnum um áramótin og ljóst að rafmagnsreikningar margra landsmanna
munu hækka, einkum á suðvesturhorni landsins. Stefnt er að hagræðingu til að ná kostnaðarhækkunum til baka.
TVEIR sautján ára piltar brutust
inn í líkamsræktarstöðina Olympus
á Hvolsvelli aðfaranótt mánudags
og stálu þaðan fæðubótarefnum.
Upphaflega ætluðu þeir aðeins að
príla upp á þak hússins en þegar
þangað var komið fengu þeir þá
hugdettu að brjótast inn.
Lögreglan á Hvolsvelli fékk upp-
lýsingar um innbrotið meðan það
stóð yfir en þegar hana bar að
garði voru piltarnir á bak og burt.
Vitað var hverjir voru þar á ferð og
gat lögregla því einfaldlega hringt í
þá og í kjölfarið gáfu þeir sig báðir
fram. Piltarnir skiluðu þýfinu og í
fyrradag hittu þeir eiganda líkams-
ræktarstöðvarinnar, báðu hann af-
sökunar og gerðu við skemmdir á
glugganum sem þeir fóru inn um.
Ætluðu upp á þak
en enduðu inni
Á HLUTHAFAFUNDI hjá
Samkaupum hf. hinn 30. des-
ember verður fjallað um tillögu
að lækkun hlutafjár úr 500
milljónum í 390 milljónir í
tengslum við samruna félagsins
við Sparkaup ehf. um áramótin.
Engar breytingar verða á
rekstri félaganna vegna þessa,
að sögn Guðjóns Stefánssonar
framkvæmdastjóra Samkaupa
hf.
Fleiri tímamót verða hjá
Samkaupum um áramótin því
þá sameinast félagið og KB
Borgarnesi ehf. Samkaup reka
verslanir undir nöfnunum
Nettó, Kaskó, Samkaup-Úrval
og Samkaup-Strax.
Guðjón Stefánsson segir að
samruni Samkaupa við Spar-
kaup sé fyrst og fremst tækni-
legs eðlis enda séu félögin í eigu
sama aðila, Kaupfélags Suður-
nesja. Samkaup hafi á sínum
tíma sameinast Matbæ ehf. á
Akureyri sem átti gömlu KEA-
verslanirnar, m.a. Nettó. Á
árinu 2003 hafi Sparkaup, dótt-
urfélag Kaupfélags Suður-
nesja, keypt hlut norðanmanna
í félaginu. Þetta félag sé nú að
sameinast Samkaupum.
Sparkaup
renna
saman við
Samkaup
VEÐURSTOFA Íslands spáir suð-
lægum áttum víða 13–18 m/s og
slyddu eða snjókomu, einkum sunn-
an- og vestantil á gamlársdag. Held-
ur hægari suðvestanátt og él undir
kvöld. Hiti verður í kringum frost-
mark.
Að sögn veðurfræðings kemur
lægð úr Grænlandshafi yfir landið
fyrri hluta gamlársdags með tilheyr-
andi sunnanátt og slyddu eða snjó-
komu. Enn er þó óljóst hvort að vind
komi til með að lægja seinni part
dags með suðvestanátt og éljagangi,
að sögn veðurfræðings. Hann segir
að það muni hlýna í veðri þegar skil-
in ganga yfir landið fyrri part dags
en svo muni að öllum líkindum kólna
aftur um kvöldið og þá verði hiti í
kringum frostmark.
Hiti við frostmark
á gamlárskvöld
STJÓRN Eftirlaunasjóðs félags ís-
lenskra atvinnuflugmanna hefur
lækkað vextina í 4,14% fyrir sjóðs-
félaga, en þeir verða óbreyttir fyrir
aðra eða 4,9%. Almennt eru lífeyr-
issjóðirnir að bjóða 4,15% vexti.
Breytingin tekur gildi 1. janúar nk.
Enginn lántökukostnaður er af
lánum EFÍA og enginn kostnaður á
inheimtu greiðsluseðla. Veðhlutfall
er 55% af markaðsvirði en stefnt er
að því að breyta samþykktunum
þannig að 65% verði þau mörk sem
lög um lífeyrissjóði leyfa.
EFÍA býður
4,14% vexti
VÆRI öllum 22 þúsund eintökum
bókarinnar Kleifarvatn eftir Arn-
ald Indriðason staflað upp myndi
staflinn verða 660 metra hár. Hvert
eintak er um þriggja sentímetra
þykkt og samkvæmt upplýsingum
Kristjáns B. Jónassonar, hjá Eddu-
útgáfu, yrði staflinn því rúmlega 9
Hallgrímskirkjuturnar að hæð en
turninn er um 72 metra hár. Prent-
uð voru 22 þúsund eintök af bókinni
og var hún uppseld hjá útgefanda
22. desember.
660 metra
bókastafli
NÝTT leiðarkerfi Strætó bs. verður
tekið í notkun 19. júní 2005, en
vinna við endurskoðun kerfisins hef-
ur verið í gangi á árinu. Nokkrar
tafir hafa orðið á því að leiðarkerfið
verði tekið í notkun, að mestu vegna
þess að tryggt þarf að vera að fram-
kvæmdum við skiptistöðvar verði
lokið.
Ásgeir Eiríksson, framkvæmda-
stjóri Strætó bs., segir að nú sé ljóst
að framkvæmdum við Hlemm og
nýja skiptistöð á mótum Vestur-
landsvegar og Breiðhöfða verði lok-
ið á tilsettum tíma og því hafi verið
hægt að ákveða dagsetninguna.
Kostir og gallar við
allar dagsetningar
Hann segir kosti og galla við allar
dagsetningar. Þó sé margt sem
mæli með þessari dagsetningu, júní
sé rólegasti mánuður ársins, öllum
skólum sé lokið og ekki margir
ferðamenn komnir.
Einnig sé hentugt að fara í vinnu
við að setja upp merkingar á bið-
stöðvum, færa einhver biðskýli og
annað sem fylgi þessum breytingum
um sumar. Á móti kemur að ein-
hverjir af fastráðnum bílstjórum
verða komnir í sumarleyfi og því
þarf að gæta þess að þeir kynnist
kerfinu áður en þeir snúa aftur til
starfa að loknu fríi.
Ásgeir segir það einnig kost að
hægt verði að nota sumarið til þess
að fínstilla kerfið og sníða af því
agnúa sem kunna að koma í ljós
þegar verður farið að keyra eftir
nýja kerfinu. Þá verði allt komið á
hreint áður en skólar hefjast í ágúst
og fólk búið að fá tækifæri til að
venjast kerfinu.
Nýtt leiðarkerfi Strætó tekið í notkun í júní
Tafir vegna fram-
kvæmda við Hlemm
Morgunblaðið/Árni Torfason
Taka átti nýtt leiðarkerfi Strætó í gagnið í ágúst sl. en nú hefur verið
ákveðið að byrja að keyra eftir nýja kerfinu 19. júní 2005.
BÆJARRÁÐ Grindavíkur mun í
dag ræða ástandið sem varð í bæn-
um á jóladag þegar hópur ung-
menna kveikti í áramótabrennu
bæjarins, í bálkesti í sólarvéinu og
reyndu að kveikja í brennu við Salt-
fisksetrið.
Ólafur Örn Ólafsson bæjarstjóri
segir að bæjarráð muni m.a. ræða
um hvernig bregðast eigi við þessu
og hvað bæjarfélagið geti lagt af
mörkum til að koma í veg fyrir að
svipaðir atburðir gerist á næsta ári.
„Annars get ég voðalega lítið
sagt um þetta, ég lít nú bara á þetta
sem lögreglumál í augnablikinu,“
segir hann. Verið er að safna efni í
nýja brennu og segir Ólafur Örn að
margir hafi boðið fram aðstoð sína
við það. „Við ætlum að hafa brennu
fyrir okkar fólk eins og vanalega.“
Brennufár rætt
í bæjarráði
STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja
ákvað í gær breytingar á gjald-
skrám fyrir raforkuverð frá og
með áramótum. Almennt raf-
orkuverð hækkar á flestum veitu-
svæðum um 4,86% en verðið lækk-
ar í Vestmannaeyjum og Árborg
um 3,58%. Hins vegar hækkar
fastagjald rafmagnsreikninga um
300 krónur á öllum veitusvæðum
Hitaveitu Suðurnesja. Orkuveita
Reykjavíkur hefur ekki ákveðið
breytingar á gjaldskrám sínum um
áramótin.
Hitaveita Suðurnesja
breytir gjaldskrám