Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 6

Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 6
6 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FLUGVÉL Loftleiða Icelandic lagði af stað klukkan 22 í gærkvöldi áleiðis til eyjunnar Phuket á Taí- landi til að sækja farþega að beiðni sænskra stjórnvalda. Átti hún að sækja um 200 Svía og er von á þeim til Stokkhólms snemma að morgni gamlársdags. Íslenskum stjórnvöldum var boð- ið að nýta ferðina austur og var síð- degis í gær verið að kanna hvort sent yrði drykkjarvatn eða önnur hjálpargögn með vélinni. Að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrif- stofustjóra í utanríkisráðuneytinu, ákvað Ölgerðin Egill Skalla- grímsson að gefa 10 tonn af vatni sem send voru með vélinni. Pétur segir að Flugleiðir hafi haft samband við ráðuneytið í gær vegna ferðarinnar. Mjög stuttur fyrirvari var til fyrirspurna en Öl- gerðin hafi brugðið skjótt við. Íslensk flugvél sækir Svía til Taílands Ljósmynd/Víkurfréttir, Atli Már Ölgerðin Egill Skallagrímsson gaf 10 tonn af vatni til bágstaddra STJÓRN Pokasjóðs verslunar- innar ákvað að veita fimm millj- ónum króna til hjálparstarfs vegna flóðanna sem urðu í kjöl- far jarðskjálftanna í Indlands- hafi annan í jólum. Var framlag sjóðsins afhent Rauða krossi Íslands. Undantekning er að veitt sé úr Pokasjóði til verkefna er- lendis en sérstök ástæða þótti til að leggja fram fé úr sjóðnum í þessu tilfelli vegna umfangs hörmunganna. Í tilkynningu frá RKÍ kemur fram að féð bætist við um níu milljónir sem um 7.000 einstak- lingar höfðu lagt fram með því að hringja í söfnunarsíma RKÍ og fimm milljónir sem stjórn- völd hafi lofað. Samtals sé því almenningur á Íslandi með ein- um eða öðrum hætti búinn að gefa tæplega tuttugu milljónir króna til hjálparstarfsins. Hægt er að gefa með því að hringja í 907 2020 og skuldfær- ast þá eitt þúsund krónur á símreikning. RKÍ vill taka sérstaklega fram að hvatning til almenn- ings um að kaupa ekki flugelda fyrir áramót séu ekki komnar frá félaginu. Þvert á móti vilji RKÍ minna á að flugeldasala sé ein af fjáröflunarleiðum Lands- bjargar, sem ásamt Rauða krossinum gegni lykilhlutverki við hjálparstarf þegar bregðast þarf við vá hér á landi. Tæpar 20 millj- ónir frá Íslandi Pokasjóður veitir fimm milljónir til hjálparstarfs VARARÆÐISMAÐUR Íslands í Taílandi kom til eyjarinnar Phuket í fyrradag. Hann heimsótti danska áfallamiðstöð sem þar er, auk þess sem hann heimsótti spítala á eyjunni og fullvissaði sig um að enginn Ís- lendingur væri á meðal slasaðra. Að sögn Pouls Webers, ræðis- manns Íslands í Taílandi, sem stadd- ur er í Bangkok, hefur hann reynt að aðstoða fólk við að finna þá sem eru týndir en hann hefur aðsetur í danska sendiráðinu. Að sögn Web- ers er ennþá mjög erfitt að greina frá hjálparstarfi í S-Taílandi, fjar- skipti séu mjög erfið. „Ég get þó sagt frá því að stjórn- völd í Taílandi hafa búið svo um að allir sem vilja koma til Bangkok, fólk sem er sjúkt eða slasað, fær ókeypis flug frá Phuket og gistingu í Bang- kok og spítalavist.“ Að sögn hans er áætlað að um 5–6 þúsund Danir og 10–15 þúsund Svíar séu í Phuket og nágrenni og er ekki vitað um afdrif allra þeirra. Alls er talið að um 2.000 manns, hugsanlega enn fleiri, hafi týnt lífi á hamfara- svæðum í Taílandi, að sögn Webers. Að sögn hans mun vararæðismað- ur Íslands dvelja áfram í Phuket þar til ástandið verður skýrara. Danski sendiherrann sé einnig staddur þar um þessar mundir og sömuleiðis son- ur Webers, sem starfar fyrir danskt ferðatryggingafyrirtæki. Enginn Íslending- ur meðal slasaðra Vararæðismaður Ís- lands í Taílandi í Phuket EKKERT hefur spurst til ellefu Ís- lendinga sem talið er að séu í Suður- Asíu á svipuðum slóðum og flóð- bylgjurnar dundu yfir í byrjun vik- unnar. Að sögn Péturs Ásgeirs- sonar, skrifstofustjóra í utanríkis- ráðuneytinu, er talið að sex Íslendingar séu á ferðamannastaðn- um Pattaya á Taílandi, þar af ein þriggja manna fjölskylda, og fimm manna fjölskylda á Balí í Indónesíu; hjón með þrjú börn. Þessir staðir urðu ekki fyrir barðinu á flóðbylgj- um og að sögn Péturs gengur ráðu- neytið út frá því að Íslendingarnir hafi haldið sig þar. Síðast náðist samband við íslensk- an kafara í gærkvöldi, sem hafði ver- ið staddur í Suður-Taílandi og að- standendur voru farnir að óttast um. Hópur Íslendinga á Phuket-eyju hefur óskað eftir aðstoð utanríkis- ráðuneytisins við að yfirgefa eyjuna og komast til Bangkok. Pétur segir ræðismann Íslands í Taílandi vera í sambandi við hópinn og líklega kom- ist hann frá eyjunni á næstu dögum. Ekki sé litið svo á að sá hópur sé í einhverri hættu. Um 130 Íslendingar á listanum Að sögn Péturs er heildarfjöldi Ís- lendinga á nafnalista utanríkisráðu- neytisins um 130. Þriðja í jólum voru 55 manns á listanum en þeim fjölg- aði ört. Síðan þá hafi fólk ýmist sett sig í samband við ráðuneytið eða ættingja sína eða tekist hefur að hafa uppi á fólki með öðrum hætti. Margir Íslendingar hafa vetursetu á Taílandi og aðrir eru í styttri fríum. Að sögn Péturs hefur ennþá ekk- ert komið fram sem bendir til að Ís- lendingar hafi farist eða lent í slys- um. „Með tilliti til aðstæðna er hins vegar ekki hægt að fullyrða um það, að það sé allt í lagi með þetta fólk en það er ekkert sem bendir til að Ís- lendingar hafi lent í slysum eða slíku,“ segir hann. Stutt er frá Pattaya yfir á hættu- svæði og segir Pétur að ekki sé vitað hvort einhverjir Íslendingar hafi verið á ferðalögum þegar ósköpin dundu yfir. Að sögn hans hefur fólk- ið, sem hefur haft samband við ráðu- neytið frá í fyrradag, ekki verið á svonefndum hættusvæðum. Um 4–5 starfsmenn utanríkis- ráðuneytisins hafa síðustu daga unn- ið við að svara símtölum frá ætt- ingjum og reynt að hafa uppi á Íslendingum sem enn er saknað. Sólarhringsvakt er alla daga ársins í ráðuneytinu. Þá hefur utanríkis- ráðuneytið boðið fram aðstoð ræð- ismanna Íslands á hamfaraslóðunum en Rauði krossinn hefur aðstoðað fólk hér á landi við að hafa uppi á er- lendum ríkisborgurum á hamfara- slóðunum. Ekki vitað um ferðir ellefu Íslendinga á flóðasvæðum „Ekki hægt að fullyrða að það sé allt í lagi með þetta fólk“                         dæla upp úr kjallaranum síðast þeg- ar ég vissi og enn þá að bera út lík,“ segir Friðrik. Um daginn örlagaríka, sl. sunnu- dag, segir hann: „Við vissum raunar ekkert hvað var í gangi af því að rafmagnið fór af mjög fljótt þannig að það var ekkert sjónvarpssam- band.“ Fyrsta daginn héldu allir hótel- gestir kyrru fyrir á hótelinu. „Þetta var tólf tíma „stopp“ án rafmagns, við máttum ekki fara út, áttum helst að vera við svalir til að geta hlaupið út, og vorum alltaf að bíða eftir eft- irskjálfta og flóði sem kom sem bet- ur fer ekki. Þegar fór að líða á dag- inn fengum við SMS skilaboð að heiman um hvað í rauninni var að gerast. Við vorum ótrúlega heppin.“ Að sögn Friðriks hækkar tala lát- FRIÐRIK Árnason prentsmiður er í hópi átta Íslendinga á Patong- strönd á Phuket-eyju á Taílandi sem varð illa úti í flóðbylgjunni á sunnudagsmorgun. Fram kom í Mbl. á mánudag að það varð þeim til happs að þau sváfu lengur þann morgun og voru ekki komin niður á strönd þegar flóðbylgjan reið yfir og skolaði öllu í burtu sem fyrir varð. Að sögn Friðriks er hótelið þar sem þau dvelja í eins kílómetra fjar- lægð frá ströndinni, en svo mikill var kraftur flóðbylgjunnar að hún „staðnæmdist við anddyri hótelsins“ eins og Friðrik lýsir því. Að sögn hans hefur hópurinn það ágætt eftir atvikum. Ennþá að bera út lík „Við fórum [í fyrradag] að skoða ströndina, öll strandgatan og ströndin sjálf eru bara gjörsamlega farnar. Við horfðum á þar sem verið var að dæla vatni út úr kjallara stór- markaðar á ströndinni, sólarhring eftir flóðið, og líkin voru borin út og upp á pallbíla. Þeir voru enn þá að inna stöðugt á Phuket-eyju og enn þá er unnið að því að dæla vatni úr kjöllurum húsa. Landbrúin umflotin vatni Íslenski hópurinn á bókað flug frá Phuket til Bangkok 6. janúar en ætlar að freista þess að komast það- an fyrr. Þaðan halda þau áfram ferðalaginu en þau áforma að koma til Íslands 15. janúar. Um 13 tíma akstur er til Bangkok frá Phuket-eyju. Að sögn Friðriks höfðu þær fréttir hins vegar borist að landbrúin til Pukhet sé umflotin vatni og þarf því að stóla á flug- samgöngur sem hafa gengið úr skorðum. Íslendingarnir notuðu gærdaginn til að skoða sig um á helstu ferða- mannastöðum á Phuket-eyju en að öðru leyti er lítið um að vera, að sögn Friðriks. Hann segir flesta hótelgestina þar sem þau dvelja hafa skilað sér aftur en um tíma var óttast um af- drif einhverra. Verst úti urðu hótel niðri við ströndina og þar er mann- tjónið mest. Báru lík úr stórmark- aði upp á pallbíla Átta Íslendingar á Phuket-eyju bíða þess að kom- ast þaðan burtu UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur í sérstakri tilkynningu varað við ferðalögum til suðvest- urhluta Taílands, Norður-Súm- ötru í Indónesíu, suðaustur- strandar Indlands, Sri Lanka og Maldíveyja. Á þessum svæðum er ástandið verst eftir að flóð- bylgja reið þar yfir á sunnudag. Á Taílandi nær viðvörunin til eyjarinnar Phuket, Krabi, Phi Phi-eyju og annarra eyja í ná- grenninu. Ferðalöngum til ann- arra svæða í Taílandi er ráðlagt að kynna sér vel aðstæður, m.a. með því að hafa samband við ferðaskrifstofur og hótel, sem og að afla sér með öðrum hætti nákvæmra upplýsinga um hvort öruggt sé að ferðast til viðkom- andi áfangastaðar. Þá varar utanríkisráðuneytið við ferðalögum til Norður-Súm- ötru, og þá sérstaklega til Aceh- héraðs. Ferðalöngum til ann- arra svæða í Indónesíu er ráð- lagt að kynna sér rækilega aðstæður og ráðleggingar þar- lendra stjórnvalda. Varað við ferða- lögum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.