Morgunblaðið - 29.12.2004, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 29.12.2004, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 7 FRÉTTIR ACTAVIS hefur undirritað samning um kaup á pólska lyfjafyrirtækinu Biovena. Sigurður Óli Ólafsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþróun- ar Actavis, segir að kaupin flýti inn- komu fyrirtækisins inn á markaðinn í Póllandi miðað við það sem áður var stefnt að. Biovena einbeitir sér einkum að sölu lyfja við þvagfæra-, geð- og taugasjúkdómum. Í tilkynningu frá Actavis segir að fyrirtækið hafi yfir að ráða góðu úrvali lyfja og hafi tryggt sér markaðsleyfi fyrir átta lyf og sé auk þess með átta ný lyf í skráningu sem búist sé við að verði sett á markað á næsta ári. Haft er eftir Róbert Wessman, forstjóra Actavis, að kaupin séu í samræmi við stefnu félagsins um uppbyggingu þess í Mið-Evrópu. „Með kaupunum erum við komin með beinan aðgang að pólska mark- aðnum. Við getum í framhaldi skráð og selt okkar eigin lyf þar en í því sjáum við ákveðna samlegð.“ Kaupverð Actavis á Biovena er ekki gefið upp en í tilkynningunni segir að ekki sé gert ráð fyrir að þau hafi veruleg áhrif á afkomu Actavis. Biovena var stofnað árið 2000 og hefur aðallega lagt áherslu á sölu og markaðssetningu á samheitalyfjum í Póllandi. Hjá fyrirtækinu starfa 40 manns og eru höfuðstöðvar þess í Varsjá. Actavis kaupir pólskt lyfja- fyrirtæki Flýtir innkomu á pólska markaðinn BARNAHEIMILI sem íslensku hjálparsamtökin ABC-barnahjálp reka á suðausturströnd Indlands sluppu við tjón í náttúruhamför- unum á sunnudag sem kostuðu tugi þúsunda manna lífið í a.m.k. níu löndum við Indlandshaf. Ekki mátti þó miklu muna á El Shaddai- barnaheimilinu sem rekið er fyrir íslenskt styrktarfé nálægt borginni Madras í Tamil Adu-héraði. „Þær fréttir voru að berast að það var hreint kraftaverk að El Shaddai-heimilið slapp algerlega. Einni mílu [1,6 km] frá olli flóð- bylgjan miklum usla og einhverju manntjóni,“ sagði Guðrún Hrólfs- dóttir, starfsmaður ABC-barna- hjálpar, í samtali við Morgunblaðið síðdegis í gær. Mikið hringt á skrifstofuna El Shaddai er í um 50 km fjar- lægð frá Madras og búa þar 174 börn í nýlegu húsi sem byggt var að mestu leyti fyrir íslenskt söfn- unarfé. 1.700 indversk börn búa enn fremur á heimili sem ABC-barna- hjálp rekur í Gannavaram sem er í um 20 km fjarlægð frá borginni Vijayawada í Andhra Pradesh á suðausturströnd Indlands. Þar bját- aði ekkert á. Börnin á El Shaddai-barnaheim- ilinu eru öll studd af Íslendingum og sagði Guðrún að mikið hefði verið hringt á skrifstofuna í Sóltúni í gær. Hefði þar verið um að ræða Íslend- inga sem áhyggjur höfðu af af- drifum fósturbarnanna sinna. ABC-hjálparstarf var stofnað árið 1988 sem íslenskt, samkirkjulegt hjálparstarf. Tilgangurinn með stofnun þess var að veita nauð- stöddum börnum varanlega hjálp og vera farvegur fyrir framlög gjaf- mildra Íslendinga sem skila sér óskert til umkomulausra barna í fá- tækari löndum. ABC-barnahjálp sér nú fyrir um 4.000 börnum með hjálp íslenskra fósturforeldra, aðallega á Indlandi, Úganda og Filippseyjum. Nokkur börn sem notið hafa stuðnings Íslendinga á El Shaddai-heimilinu. Barnaheimili ABC- barnahjálpar sluppu HÁTT í þrjátíu Íslendingar á svo- nefndri veraldarvakt RKÍ, hafa lýst sig reiðubúna að halda til starfa á hamfarasvæðunum við Indlandshaf með skömmum fyrirvara, skv. upp- lýsingum frá RKÍ. Einn sendifulltrúi RKÍ er á leiðinni til Sri Lanka þar sem hann mun taka þátt í hjálpar- starfi á vegum Alþjóða Rauða kross- ins. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra Rauða kross Ís- lands, eru yfir 100 manns á skrá sem eiga sammerkt að hafa farið í gegn- um tiltekna þjálfun; hjúkrunarfræð- ingar, fólk sem starfar að upplýs- ingamálum, sálfræðingar, fólk sem getur annast matvæladreifingu, fjar- skipti og fjármál, svo fátt eitt sé nefnt. Mest er þörfin á Sri Lanka eins og sakir standa og hefur indverski Rauði krossinn t.d. ekki óskað eftir aðstoð hjálparstarfsmanna. Að sögn Sigrúnar er stöðugt unnið að því að endurmeta þörfina fyrir alþjóðlega aðstoð. Rauða krossinum hefur borist talsvert af fyrirspurnum frá fólki á Íslandi sem óskar aðstoðar við að hafa uppi á erlendum ríkisborgurum á hamfarasvæðunum. Að sögn Sig- rúnar er um að ræða nánustu ætt- ingja fólks sem búsettir eru á flóða- svæðunum. Stuðst er við upplýsinga- net Rauða krossins og utanríkis- ráðuneytisins. Samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni eru 213 manns, sem búsett- ir eru hér á landi, frá Indlandi, 86 eru frá Indónesíu, 132 frá Sri Lanka og 751 frá Taílandi. Þeir sem óttast um afdrif ættingja sinna sem eru erlendir ríkisborgarar er bent á að hringja í síma 1717 eða beint til Rauða krossins. Hátt í 30 sér- fræðingar reiðu- búnir að aðstoða ÞEIR sem vilja styðja við bakið á hjálparstarfi í S-Asíu í kjölfar náttúruhamfaranna geta hringt í söfnunarsíma Rauða krossins, 907-2020, og þá gjaldfærast 1.000 kr. af símreikningi viðkomandi. Einnig er hægt að styðja hjálp- arstarfið með því að leggja inn á reikning 1151-26-12, kennitala 530269-2649, og með greiðslu af kreditkorti með því að fara inn á vef RKÍ, www.redcross.is. Þá tekur Hjálparstarf kirkj- unnar við framlögum til neyðarað- stoðar í síma 907-2002 og á reikn- ingsnúmerið 1150-26-21000. Stuðningur við hjálparstarfið í S-Asíu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.