Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 8
8 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Munið að slökkva
á kertunum
❄
❄
❄
❄
❄
❄
Slökkvilið
Höfuðborgarsvæðisins
❄
❄
❄
Ekki setja kerti ofan í hvað sem er,
falleg glös geta hitnað og sprungið.
❄
❄
❄
❄
❄
❄
Árið sem er að líðaverður metár hjáKauphöll Íslands
en allt útlit er fyrir að velt-
an verði um 2.200 milljarð-
ar. Árið 2003 var veltan
1.577 milljarðar þannig að
aukningin í veltu er nálægt
40% og raunar slagar
veltuaukningin á milli ára
hátt upp í veltuna sem var
á árinu 2001 sem sýnir
hversu mikill kraftur hefur
verið í markaðinum. Lík-
lega verður þessa árs þó
einkum minnst fyrir mikla
útrás íslenskra fyrirtækja
á erlendum mörkuðum,
ekki síst banka og fjár-
málafyrirtækja.
Fyrirtækin sóttu sér 180
milljarða á markaðinum
Og árið var óvenju gott og eitt hið
allra besta þegar horft er til
verðþróunar á hlutabréfamark-
aðinum: Í upphafi ársins stóð úr-
valsvísitalan í 2.114 stigum en var í
upphafi þessarar viku komin í um
3.355 stig og hefur því hækkað um
59% það sem af er árinu. Eini geir-
inn sem segja má að hafi setið eftir
er sjávarútvegurinn en vægi sjávar-
útvegsfyrirtækjanna á hluta-
bréfamarkaðinum hefur farið hrað-
minnkandi á undanförnum árum.
Útrásarfyrirtækin hafa nýtt sér
byrinn á markaði og sótt sér fjár-
magn á markaðinum eða um 180
milljarða sem er um 16% af mark-
aðsvirði fyrirtækja á hlutabréfa-
markaðinum sem er hlutfallslega
miklum mun meira en þekkist á
mörkuðunum í kringum okkur.
Sem dæmi má nefna að hlutabréfa-
markaðurinn hér hefur skilað fyr-
irtækjum sami fjármagni og allur
danski markaðurinn.
„Þetta er besta ár Kauphallar-
innar frá upphafi, eiginlega sama á
hvaða mælikvarða er litið,“ segir
Þórður Friðjónsson, forstjóri
Kauphallar Íslands. Hann segir út-
rás íslenskra fyrirtækja hafa sett
gríðarlega mikið mark á þróunina
á markaði og undir það taka for-
svarsmenn greiningardeilda bank-
anna og talsmenn verðbréfafyrir-
tækja. Forstjóri Kauphallarinnar
bendir á að markaðsvirði útrásar-
fyrirtækjanna hafi aukist um 400
til 500 milljarða frá árinu 2000 en
sú upphæð svari til um helmings
landsframleiðslunnar. Vart finnist
dæmi um svo hraða útrás fyrir-
tækja, eins og hér, í nokkru þróuðu
hagkerfi annars staðar. Menn eru
almennt sammála um að það sé út-
rásin sem standi upp úr þegar litið
sé um öxl og það hvernig íslensk
fyrirtæki hafi verið að eflast og
stækka og ná í fjármagn á markaði.
Heimildarmenn í greiningar-
deildum bankanna og hjá fjármála-
fyrirtækjum sem Morgunblaðið
ræddi við töldu flestir að ekki væri
séð fyrir endann á þeirri þróun,
fastlega mætti gera ráð fyrir að
hún myndi halda áfram á næsta ári
og sterk króna ýtti undir erlendar
fjárfestingar. Sumir ganga svo
langt að segja að útrásin sé rétt ný-
hafin, íslensku fyrirtækin eigi enn
töluvert inni og muni kaupa eða
sameinast erlendum fyrirtækjum
enn frekar en orðið er. Umsvif ís-
lensku fyrirtækjanna hafa vakið
athygli erlendis og sumir telja að
erlend fyrirtæki muni horfa meira
á íslenska hlutabréfamarkaðinum
með hugsanleg kaup á fyrirtækj-
um í huga. Reyndar er það út af
fyrir sig mjög athyglisvert að þetta
hafi ekki gerst í neinum verulegum
mæli með auknu frelsi á fjár-
magnsmarkaði samhliða þátttöku
okkar í EES. Reglan hefur verið sú
að þegar minni lönd gerast aðilar
að svo stórum markaði hafa erlend
félög keypt þar fyrirtæki og gert
að útibúum. Hér hefur þróunin
verið þveröfug, útrás í stað innrás-
ar.
Eftir að sjá hvernig fjárfest-
ingar erlendis munu skila sér
En þótt fjármálafyrirtækin hafi
verið áberandi eru það ekki bara
þau sem hafa verið að sækja fram,
benda má á fyrirtæki eins og
Bakkavör, SÍF, SH o.fl. Í raun er
staðan sú að útrásarfyrirtækin
vega nú meira en 50% í úrvalsvísi-
tölunni og verðþróun á hlutabréfa-
markaðinum ræðst því að verulegu
leyti af því hvernig þessar miklu
fjárfestingar munu skila sér á
næstu misserum. Um þetta eru
nær allir eru sammála.
Aftur á móti benda menn á að
ekki megi gleyma að það sé rífandi
gangur í hagkerfinu og hagvöxtur
mjög mikill og mun meiri en í lönd-
unum í kringum okkur. Í reynd
séum við stödd á öðrum stað í hag-
sveiflunni en önnur vestræn ríki og
reikna megi með að svo verði
a.m.k. næstu tvö árin. Í annan stað
benda menn á að fyrirtækin hafi
verið að sýna góða afkomu og horf-
ur séu ágætar.
Flestir virðast vera bjartsýnir
um þróunina á hlutabréfamarkaði
á næsta ári þó ekki sé ástæða til að
gera ráð fyrir viðlíka hækkunum
og menn hafa séð í ár. Markaður-
inn sé nú væntanlega frekar hátt
verðlagður án þess þó að hægt sé
að tala um verðbólu í því sambandi;
lækki verð hlutabréfa muni ekki
líða á löngu þar til markaðurinn
muni rétta úr kútnum. Almennt
búast menn við frekar „rólegum“
hækkunum, að minnsta kosti
fyrstu mánuði næsta árs og að fjár-
festar muni bíða eftir ársuppgjör-
um félaganna á hlutabréfamark-
aðinum og sjá hvernig árið hefur
komið út.
Fréttaskýring | Hlutabréfamarkaðurinn
Met slegin á
ári útrásar
Úrvalsvísitalan hefur hækkað um nær
60% og veltan aukist um hátt í 40%
Hækkun hlutabréfa einkennir árið.
Útrásarfyrirtækin hafa
sótt sér 180 milljarða
Markaðsvirði íslensku útrás-
arfyrirtækjanna hefur aukist um
400 til 500 milljarða frá árinu
2000 en sú upphæð svarar til um
helmings landsframleiðslunnar.
Vart finnast dæmi um svo hraða
útrás fyrirtækja, eins og hér, í
nokkru þróuðu hagkerfi annars
staðar. Sem dæmi um kraftinn í
íslenska markaðinum má nefna
að hann hefur skilað fyrirtækj-
unum sama fjármagni og allur
danski markaðurinn.
arnorg@mbl.is
VEÐURBLÍÐA var í Öræfasveit yfir jólahátíðina, eins
og gjarnan í norðanátt þegar stórhríð og ófærð hrjá-
ir oft aðra landsmenn.
Hátíðarguðsþjónusta var í litlu torfkirkjunni á Hofi
á jóladag. Séra Einar Jónsson á Kálfafellsstað mess-
aði.
Á myndinni sjást kirkjugestir spjalla saman í blíð-
unni eftir messu og ekki bærist hár á höfði.
Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson
Messað í torfkirkjunni