Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 11
FRÉTTIR
Verið er að taka í notkunnýjar höfuðstöðvar Sam-skipa hf. við Kjalarvog íReykjavík og verður nú
öll starfsemi félagsins, Landflutn-
inga og Jóna Transport ehf., með
yfir 400 starfsmönnum í Reykjavík
af 950 starfsmönnum fyrirtækisins
um allan heim, undir sama þaki á
um 28 þúsund fermetrum. Knútur
G. Hauksson, forstjóri Samskipa,
segir í samtali við Morgunblaðið að
starfsemin hafi áður verið á 5 stöð-
um og verði nú hægt að veita við-
skiptavinum betri þjónustu auk
þess sem sparnaður verður að því
að hafa allt á sama stað.
Fyrsta skóflustungan var tekin í
ágúst í fyrra og 13 mánuðum síðar
flutti Vörumiðstöð Samskipa í hús-
ið. Var fyrsta vörusendingin af-
greidd þaðan í október þegar form-
legur flutningur í nýja húsið hófst.
Verið er að flytja aðalskrifstofuna
um þessar mundir og starfsmenn
hverrar deildarinnar á fætur ann-
arri óðum að koma sér fyrir. Land-
flutningar-Samskip flytja í húsið á
morgun og Jónar Transport ehf.,
sem er í eigu Samskipa, flytja 13.
janúar. Halda á vígsluhátíð 15. jan-
úar.
Húsið hannað um
leið og það var reist
Arkitekt hússins er Arkís og Ís-
tak annaðist framkvæmdir eftir
alútboð. Knútur segir að for-
ráðamenn Samskipa hafi lagt fram
ákveðnar forsendur vegna hönn-
unar og síðan hafi Ístak tekið við og
nánast hannað húsið um leið og það
reis. Þannig var t.d. ákveðið eftir að
framkvæmdir hófust að hafa allt
húsið jafnhátt og fá þannig meira
pláss fyrir skrifstofur. Verkfræðileg
ráðgjöf og eftirlit var hjá Línuhönn-
un, Lagnatækni og Raftæknistof-
unni. Byggingarkostnaður er áætl-
aður um 2,1 milljarður króna og sér
Íslandsbanki um fjármögnun.
Húsið er sem fyrr segir 28 þús-
und fermetrar og grunnflöturinn
17.500 fermetrar. Lengd hússins er
240 metrar, breidd 70 m og mesta
lofthæð 17 m. Á jarðhæð eru mót-
taka og Vörumiðstöðin með tilheyr-
andi skrifstofum og aðstöðu fyrir
tollgæslu, á annarri hæð, sem er lít-
il vegna mikillar lofthæðar Vöru-
miðstöðvarinnar, eru skrifstofur
Jóna Transport og fleira og á þeirri
þriðju skrifstofur Samskipa og smá-
vöruloft.
Stærsti hluti hússins fer undir
starfsemi Vörumiðstöðvarinnar en
undir hana falla inn- og útflutn-
ingur, tollvörugeymsla, vöruhýsing
og birgðahald fyrir um 100 fyr-
irtæki, einkum matvöruverslanir,
flugflutningar, afgreiðsla Land-
flutninga-Samskipa og móttaka bú-
slóða. Knútur G. Hauksson segir að
þróað hafi verið mjög fullkomið
tölvukerfi til að stýra vöruflæðinu
um húsið og var það prófað áður ít-
arlega á gamla staðnum til að ná úr
því byrjunarörðugleikum.
„Við getum sinnt hér á einum
stað allri vöruafgreiðslu, frá því
varan kemur úr skipi, geymt hana
við réttar aðstæður og rétt hitastig,
afgreitt í gegnum toll og síðan tínt
til sendingar í verslanir sem eru í
viðskiptum við Vörumiðstöðina,“
segir Knútur. Verslanir panta vör-
urnar eigi síðar en kl. 15 og eftir
það eru sendingar teknar saman
fram á kvöld og nótt og sendar
þeim morguninn eftir. Sami bíll
færir verslunum vöru frá mörgum
aðilum sem Knútur segir að sé mun
þægilegra fyrir þær í stað þess að
þurfa að taka á móti mörgum bílum
á degi hverjum. Um 20 manns
starfa á næturvöktum og 10 á dag-
inn við að taka saman sendingar úr
Vörumiðstöðinni.
Þá segir Knútur að sjálfvirknin
nái út fyrir húsið þar sem bílar sem
sækja eiga vörur tilkynna sig í mót-
tökukassa á hliðhúsi svæðisins þeg-
ar þeir aka inn á svæðið og fá þá af-
greiðslunúmer sem birtist á
viðkomandi vöruhurð. Þurfi þeir að
bíða geta bílstjórar t.d. nýtt sér
þvottastöð á meðan eða tekið elds-
neyti.
Sófaherbergi og
barnaherbergi
Starfsmenn á skrifstofu Sam-
skipta voru í óða önn að koma sér
fyrir í gær og verða að því fram eft-
ir vikunni eftir því sem iðn-
aðarmenn ljúka frágangi innrétt-
inga. Segir Knútur að menn hafi
lagt nótt við dag síðustu daga og að-
eins gert hlé á aðfangadag og jóla-
dag. Á skrifstofuhæðinni er góð að-
staða fyrir alla starfsmenn, aðstaða
til að stunda heilsurækt, nokkur
svokölluð sófaherbergi sem notuð
verða fyrir minni fundi, mötuneyti
og kennslusalur. Þá er barna-
herbergi á hæðinni sem Knútur
segir ætlað börnum starfsmanna
sem þeir geti þurft að taka með sér
tímabundið í vinnuna.
Alls munu um 400 manns starfa í
húsinu eða hafa aðstöðu sína þar,
um 100 starfa í Vörumiðstöðinni, 70
á skrifstofu Samskipa, 30 hjá Jón-
um Transport, um 100 manns á
gámavellinum og við akstur sem að
meðtöldum Landflutningum-
Samskipum gerir um 400 manns.
Í lokin ítrekar Knútur G. Hauks-
son ánægju sína með að fá nú alla
starfsemina undir eitt þak. „Þetta
býður uppá meiri samnýtingu á
vinnukraftinum, við losnum alveg
við snatt og snúninga á bílum milli
vinnustaða okkar eins og hefur ver-
ið, hér er tölvu- og samskiptatækni
notuð til hins ítrasta og hér eru
góðar vinnuaðstæður fyrir allar
deildir. Þannig ætlum við að bæta
þjónustu okkar enn frekar og ég
vonast til að viðskiptavinirnir eigi
eftir að verða vel varir við það.“
Nýjar höfuðstöðvar Samskipa við Kjalarvog í Reykjavík teknar í notkun
Öll starfsemin
í 28 þúsund
fermetra húsi
Morgunblaðið/RAX
Knútur G. Hauksson, forstjóri Samskipa, Anna Guðný Aradóttir markaðsstjóri og Halldóra Káradóttir, deildar-
stjóri vöruhúsadeildar, í Vörumiðstöðinni. Þar innandyra er að finna alls níu kílómetra af hillum.
Starfsmennirnir koma sér fyrir á aðalskrifstofunni glaðir í bragði.
Tölvur eru á hverjum lyftara. Í Vörumiðstöðinni er unnt að geyma matvæli
við sjö mismunandi hitastig auk þess sem þar eru frystigeymsla, olíu- og
efnavörugeymsla og þurrvörugeymsla. Allt er þar af nýjustu gerð.
Nærri 7 þúsund rúmmetrar af steypu og
515 tonn af stáli fóru í nýjar höfuðstöðvar
Samskipa og gler í húsinu þekur um 800
fermetra. Þá eru í Vörumiðstöðinni 23.400
brettapláss og 9 kílómetrar af hillum.
„ÞETTA er af-
skaplega stór
stund og mikill
áfangi í rekstri
okkar,“ sagði
Ólafur Ólafsson,
stjórnarformað-
ur Samskipa, í
samtali við Morg-
unblaðið. Ólafur
sagði hinar nýju aðalstöðvar fyr-
irtækisins miklu meira en bara
vöruhús, þar væri aðsetur alls þess
fjölþætta reksturs sem Samskip
stæðu fyrir.
Ólafur sagði að með tilkomu
nýrra skipa félagsins á nýju ári
hefði allt fyrirtækið verið end-
urnýjað, skip, gámaflotinn, hús-
næði og búnaður allur. Fyrirtækið
yrði sýnilegra og mönnum yrði nú
betur ljóst hversu umfangsmikill og
fjölþættur reksturinn væri. Ólafur
sagði aðspurður fjárfestinguna
ekki meiri en það fé sem legið hefði
í húsnæðiskostnaði fyrirtækisins
fram til þessa.
Mikill áfangi
HJÁ samgönguráðuneytinu hefur
verið unnið að frumvarpi til laga
um skipan ferðamála. Ráðuneytið
óskar nú eftir umsögnum almenn-
ings og þeirra sem telja sig málið
varða.
Megintilgangur frumvarpsins er
tvíþættur, annars vegar breyting-
ar varðandi stjórnsýslu þessara
mála með stofnun sérstakrar
stofnunar og færa þangað leyfis-
veitingar og annað sem þeim teng-
ist og hins vegar að einfalda leyf-
isveitingar og tryggingamál
ferðaskrifstofa.
Í frumvarpinu er gert ráð fyrir
að sameinaðar verði núgildandi
reglur um skipan ferðamála og al-
ferðir í einn lagabálk og er gert
ráð fyrir sérstakri reglugerðar-
heimild um skyldur og ábyrgð
þeirra sem selja alferðir, þar sem
meginefni núgildandi alferðalaga
verði tekin upp.
Leyfishafar skyldaðir til að
hafa starfsábyrgðartryggingu
Breytingar frá núgildandi lög-
um eru m.a. stofnun Ferðamála-
stofu sem fer með framkvæmd
ferðamála, breytt hlutverk Ferða-
málaráðs og aðskilnaður milli
ráðsins og Ferðamálastofu,
breytingar á fyrirkomulagi leyf-
isveitinga og skilyrðum fyrir leyfi
í þeim tilgangi að gera ferlið
skýrara og einfaldara og mál-
skotsréttur vegna stjórnsýslu-
ákvarðana á grundvelli laganna.
Þá er í frumvarpinu gert ráð
fyrir því að leyfishafar verði
skyldaðir til að hafa starfs-
ábyrgðartryggingu, sem jafn-
framt því að vera gjaldþrota-
trygging eins og núverandi lög
mæla fyrir um, bætir viðskipta-
vinum almennt fjártjón vegna
vanefnda á samningi.
Drög að frumvarpinu og nánari
skýringar er að finna á heimasíðu
samgönguráðuneytisins.
Leyfisveitingar til
sérstakrar stofnunar KVEIKT verður í sautjánbrennum á gamlársdag á
höfuðborgarsvæðinu, sam-
kvæmt upplýsingum frá
Slökkviliði höfuðborgar-
svæðisins.
Stærstu brennurnar
verða að venju á Ægisíðu, á
Geirsnefi, í Gufunesi, á Arn-
arneshæð og á Fylkisvelli.
Stórar brennur verða á
Geirsnefi, í landi Gufuness á
gömlu ruslahaugunum, við Ægisíðu,
á Fylkisvelli á brennuhól og á Arn-
arneshæð sunnan Arnarnesvegar.
Einnig verða brennur við Íþrótta-
miðstöðina á Varmá í Mosfellsbæ,
við Leirubakka við Breiðholtsbraut,
við Suðurfell, gegnt Skildinganesi,
við Suðurhlíðar neðan Fossvogs-
kirkjugarðs, vestan Laugarásvegar
Sautján áramótabrennur
á höfuðborgarsvæðinu
Morgunblaðið/Alfons
móts við Valbjarnarvöll, í landi Úlf-
arsfells, á Valhúsahæð á Seltjarnar-
nesi, við Fólkvang á Kjalarnesi,
Dalsmára við Fífuhvammsveg, á Ás-
völlum í Hafnarfirði og á bökkunum
sunnan við Gestshús í Bessastaða-
hreppi.
Kveikt verður í flestum brenn-
unum á tímabilinu frá klukkan 20 til
21 á gamlárskvöld.