Morgunblaðið - 29.12.2004, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 15
ÚR VERINU
SAMKEPPNI Á RAFORKUMARKAÐI
Fylgjumst með raforkuverði og stuðlum að virkri
samkeppni á raforkumarkaði.
Um áramótin hefst samkeppni á íslenskum raforkumarkaði þegar skilið verður á
milli framleiðslu, flutnings, dreifingar og sölu á raforku.
Flutningur og dreifing verða áfram háð einkaleyfi en framleiðsla og sala munu lúta
lögmálum frjálsrar samkeppni.
Þann 1. janúar 2005 geta þeir sem nota 100 kW eða meira valið af hverjum þeir
kaupa rafmagn.
þann 1. janúar 2006 geta allir keypt rafmagn af þeim sem þeir kjósa.
Flutningur og dreifing verður áfram háð einkaleyfi og verðeftirliti sem starfsmenn
Orkustofnunar hafa umsjón með. Framleiðsla og sala munu lúta lögmálum
frjálsrar samkeppni sem Samkeppnisstofnun hefur eftirlit með.
NORSKI sjávarútvegsráðherrann,
Svein Ludvigsen, hefur gefið út
reglugerð þess efnis að norsk fiski-
skip megi veiða 400.000 tonn af
norsk-íslenzku síldinni á fyrri
helmingi þessa árs. Ekki liggur
ljóst fyrir hve mikið Norðmenn ætli
sér að veiða seinni hluta ársins, því
ekkert samkomulag er á milli Fær-
eyja, Evrópusambandsins, Íslands,
Noregs og Rússlands, um skiptingu
veiðanna fyrir árið 2005.
Óformlegt samkomulag var um
að ráðgjöf Alþjóðahafrannsóknar-
áðsins (ICES) um leyfilegan há-
marksafla, 890 þúsund tonn, yrði
höfð að leiðarljósi. Samkomulag
strandar fyrst og fremst á því að
haustið 2002 lögðu Norðmenn fram
kröfur um aðra skiptingu aflaheim-
ilda úr norsk-íslenska síldarstofn-
inum en kveðið er á um í samningi
strandríkjanna frá árinu1996. Í
honum er kveðið á um að 57% kvót-
ans komi í hlut Noregs, 15,54% í
hlut Íslands, 13,62% í hlut Rúss-
lands, 8,34% í hlut Evrópusam-
bandsins og 5,46% í hlut Færey-
inga.
Norðmenn vilja auka sinn hlut í
70%, hlutur Rússa yrði óbreyttur
eða 13,62%, hlutur Íslendinga færi í
8,66%, hlutur Færeyinga í 3,04%
og hlutur Evrópusambandsins í
4,67%. Ekkert hinna aðildarríkja
samningsins hefur viljað fallast á
kröfur Norðmanna, heldur viljað
halda samninginn sem gerður var
1996.
Sé litið á skiptinguna eins og hún
varð, yrði hlutur Norðmanna úr
890.000 tonna kvóta 507.700 og Ís-
lendinga 138.300. Ná Norðmenn
hins vegar fram sínum ýtrustu
kröfum verður hlutur þeirra
623.000 tonn, en hlutur Íslands félli
niður í 77.000 tonn. Reyndar er tal-
að um það í norska sjávarútvegs-
blaðinu Fiskaren að hlutdeild
Norðmanna gæti orðið 61% eða
542.900 tonn. Það er sama hlutdeild
og þeir höfðu árið 2003, þegar Ís-
lendingar og Færeyingar gáfu eftir
af sínum heimildum í stað þess að
fá aðgang að norsku lögsögunni til
veiða.
Friðrik J. Arngrímsson, fram-
kvæmdastjóri LÍÚ, segir að í raun
sé ekkert að gerast í þessum mál-
um. Síðasti fundur hafi verið alveg
árangurslaus, en felist engin samn-
ingsgrundvöllur í kröfum Norð-
manna. Gert er ráð fyrir því að
næsti fundur verði fljótlega á
næsta ári.
Norðmenn gefa
út síldarkvóta
Aðrar aðildarþjóðir fallast ekki á
auknar kröfur Norðmanna
Morgunblaðið/Hjörtur Gíslason
Síldveiðar Vilhelm Þorsteinsson
EA var mjög afkastamikill við veið-
ar á norsk-íslenzku síldinni í sumar,
einkum inni á fiskverndarsvæðinu
við Svalbarða.