Morgunblaðið - 29.12.2004, Qupperneq 22
22 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
AKUREYRI
LANDIÐ
Hveragerði | Hjálparsveit skáta hér
í Hveragerði hefur haft í nógu að
snúast frá því um hátíðirnar. Að
sögn Lárusar Guðmundssonar, for-
manns sveitarinnar, sinna þeir með-
al annars Hellisheiðinni, sem er fjall-
vegur, eins og allir vita en gleymist
þó oft. Eru þeir ófáir dagarnir yfir
veturinn sem félagar úr hjálpar-
sveitinni eyða á heiðinni. Þótt veðrið
hér á Suðurlandi hafi ekki verið neitt
í líkingu við veðurofsann fyrir norð-
an fengu sumir sinn skammt. Á jóla-
nótt um klukkan tvö eftir miðnætti
kom neyðarkall ofan af heiði, þar
sem fólk var í vanda. Úrkoma var
engin að sögn, en rokið fór upp í 27
metra á sekúndu. Það var varla
stætt, segja hjálparsveitarmenn.
Þriðja í jólum gerði vonskuveður
með hávaðaroki og blindum éljum,
þeim degi eyddu menn sveitarinnar
að mestu uppi á heiði við að aðstoða
fólk. Þegar mesti hamurinn var rok-
in úr veðrinu og menn að koma ofan
af heiði, var útkall. Í þetta sinn hafði
ungur maður verið á jólaballi, en
eitthvað hefur þeim stutta leiðst því
hann gerði sér lítið fyrir og yfirgaf
staðinn án foreldra sinna. Þá var
strax hafin leit og fannst hann, þar
sem hann gekk um ganga verslunar-
miðstöðvarinnar við Sunnumörk og
litaðist um. Það fór því allt vel.
Morgunblaðið/Margrét Ísaksdóttir
Brugðið á leik Þótt hjálparsveitarmennirnir úr Hveragerði séu orðnir
vanir að ýta bílum á Hellisheiðinni geta þeir ekki bifað vegheflinum.
Hjálparsveitin
eyðir mörgum
dögum á heiðinni
Vestmannaeyjar | Sigmar Gíslason,
stýrimaður í Vestmannaeyjum,
stendur fyrir gerð heimildarmyndar
um afa sinn, Benóný Friðriksson,
sem betur er þekktur sem Binni í
Gröf. Kvikmyndin hlaut ásamt
nokkrum öðrum verkefnum styrk úr
Styrktar- og menningarsjóði Spari-
sjóðs Vestmannaeyja. Binni var ár-
um saman aflakóngur Eyjamanna á
báti sínum Gullborgu og þjóðsagna-
persóna í lifanda lífi.
Sú hefð hefur skapast að Spari-
sjóður Vestmannaeyja afhendir
styrki úr styrktar- og menning-
arsjóði sínum á Þorláksmessu en
sjóðurinn var stofnaður til minn-
ingar um Þorstein Þ. Víglundsson,
fyrrverandi sparisjóðsstjóra.
Fjórir aðilar fengu styrk að þessu
sinni. Litla lúðrasveitin sem stofnuð
var 1978 og er skipuð nemendum
Tónlistarskóla Vestmannaeyja fékk
styrk úr sjóðnum vegna fyrirhug-
aðrar ferðar til Færeyja. Fræðslu-
og menningarsvið Vestmannaeyja-
bæjar fékk styrk til að bæta til muna
skiltakost bæjarins. Næsta sumar
verður komið fyrir upplýs-
ingaskiltum víðs vegar á Heimaey
með fróðleik fyrir gesti og gangandi
um landshætti, sögu og náttúru
Eyjanna. Útgáfustjórn sögu Knatt-
spyrnufélagsins Týs var styrkt en á
döfinni er að gefa út sögu félagsins.
Þá er ótalinn styrkur til Sigmars
Gíslasonar vegar heimildarmynd-
arinnar um Binna í Gröf.
Benóný Friðriksson lést árið 1972
en 7. janúar á þessu ári voru liðin
100 ár frá fæðingu hans og af því til-
efni ákvað Sigmar að gera kvikmynd
um kappann. Sigmar sagði að það
hefði tekið mun lengri tíma en hann
ætlaði að útbúa myndina sem hann
gerði í samvinnu við Tefra Film. Jón
Hermannsson kvikmyndagerðar-
maður sá um klippingu og aðstoðaði
við handritsgerð en Sigmar sá að
mestu um fjáröflun og öflun efnis
fyrir verkið. Myndin verður sýnd í
Sjónvarpinu á nýju ári en ekki liggur
fyrir hvenær.
Sigmar sankaði að sér rúmlega
ellefu klukkustunda efni sem tengist
Binna í Gröf á einn eða annan hátt.
Þegar upp var staðið eftir klippi-
vinnuna var myndin rétt rúmlega
hálftími að lengd.
Sigmar leitaði víða að styrkjum og
framlögum fyrir myndina og segir
að styrkur Sparisjóðsins komi sér
einkar vel. Það sama megi segja um
aðra styrktaraðila, svo sem menn-
ingarsjóð Sjóvár-Almennra og Ís-
landsbanka og útgerðarmenn í Eyj-
um. „Þetta ýtti myndinni af stað og
þá sáu aðrir að þetta væri alvöru-
verkefni og voru jákvæðari í að
leggja fjármagn í það,“ segir Sig-
mar.
Sigmar var við vinnu sína um borð
í Herjólfi þegar styrkurinn var af-
hentur og tók dóttir hans, Ágústa
Dröfn, við honum fyrir hans hönd.
Barnabarn Binna í Gröf gerir heimildarmynd um aflakónginn
Ellefu klukkustunda efni
varð að hálftíma mynd
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Styrkir afhentir Fulltrúar styrkþega ásamt Sparisjóðsmönnum, f.v.
Hjálmar Guðnason, Ágústa Sigmarsdóttir, Rútur Snorrason, Sigurgeir
Jónsson, Þór Vilhjálmsson og Ólafur Elísson.
ERINDI frá eftirlitsnefnd með fjár-
málum sveitarfélaga var tekið fyrir á
fundi bæjarráðs Dalvíkurbyggðar
nýlega þar sem fram kemur að sam-
kvæmt endurskoðaðri fjárhags-
áætlun fyrir árið 2004 er áætluð
rekstrarniðurstaða sveitarsjóðs nei-
kvæð um 108 milljónir króna. Halli á
rekstri sveitarsjóðs nær tvöfaldast
frá árinu 2003 og með sama áfram-
haldi stefnir rekstur sveitarfélagsins
í þrot og eigið fé sveitarsjóðs verður
uppurið innan tveggja ára. Að mati
nefndarinnar er afar brýnt að sveit-
arstjórn nái tökum á útgjöldum og
skuldaaukningu sveitarfélagsins og
leiti leiða til að afgreiða fjárhags-
áætlun fyrir árið 2005 með jákvæðri
rekstrarniðurstöðu.
Í ljósi fjárhagsstöðunnar mun
nefndin hafa fjármál sveitarfélags-
ins áfram til skoðunar. Nefndin
ítrekar beiðni um að henni verði
gerð grein fyrir því hvernig sveitar-
stjórn hyggst bregðast við fjárhags-
vandanum og væntir viðbragða
sveitarstjórnar innan eins mánaðar.
Hallinn hefur
tvöfaldast
Blús og djass | Blús- og djass-
kvöld verður á Græna hattinum ann-
að kvöld, fimmtudagskvöldið 30.
desember. Þar koma fram Blús-
kompaní Magnúsar Eiríkssonar og
Park Projekt Pálma Gunnarssonar
og Kristjáns Edelsteins. Blúskomp-
aníið skipa ásamt Magnúsi og Pálma
þeir Benedikt Brynleifsson trommu-
leikari, Agnar Már Agnarsson
hljómborðsleikari og sérstakur gest-
ur kompanísins verður Kristján
Edelstein gítarleikari. Þeir Pálmi og
Kristján leika nokkur lög, nýtt efni
sem þeir eru að hljóðrita þessa dag-
ana áður en Blúskompaníið stígur á
svið. Tónleikarnir hefjast kl. 21.
SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli var
opnað í gær, þriðjudag, og verður
opið nú milli hátíða frá kl. 11 til 16
og á gamlársdag verður opið frá 11
til 14. Tvær lyftur eru í gangi fyrsta
kastið, Fjarkinn og Hólabraut.
„Það mætti alveg vera aðeins
meiri snjór, en hann er samt nægur
til að fólk geti rennt sér og við
stefnum að því að opna smám sam-
an fleiri leiðir,“ sagði Guðmundur
Karl Jónsson, forstöðumaður í Hlíð-
arfjalli. „Við vonumst svo auðvitað
eftir því að fá meiri snjó næstu
daga.“ Hann sagði að í raun væri
meiri snjór í bænum en í fjallinu,
þar hefði verið talsverður skaf-
renningur og hann því fokið burt,
enda ekkert skjól þar efra til að
stoppa hann af. „Við höfum snjó-
girðingar hér og þær hafa gert sitt
gagn.“
Fyrsti dagurinn var sérlega góð-
ur að sögn Guðmundar Karls.
Hann vitnaði í Hörð Sverrisson sem
starfað hefur sem lyftuvörður í
Hlíðarfjalli í 35 ár, en hann kvaðst
aldrei hafa upplifað eins góðan
„opnunardag“. Veðrið var eins og
best verður á kosið, færið gott og
mikið fjölmenni saman komið í há-
tíðarskapi. „Hingað kom fjöldi
fólks á öllum aldri, unglingar á
snjóbrettum eru auðvitað stærsti
hópurinn, en það var líka mikið um
fullorðið fólk, sennilega taka marg-
ir sér frí milli jóla og nýárs og
finnst upplagt að bregða sér á skíði
fyrst tækifæri gefst,“ sagði Guð-
mundur Karl.
Fjölmenni á skíðum í góðu veðri
Morgunblaðið/Kristján
SLÖKKVIÐLIÐ Ólafsfjarðar af-
henti fyrir skömmu hjónunum Ás-
grími Pálmasyni og Kristínu Kára-
dóttur eldvarnarbúnað í húsið sem
þau hafa endurreist síðustu þrjá
mánuði. Íbúðarhús þeirra við Hlíð-
arveg í Ólafsfirði brann 21. ágúst síð-
astliðinn og var nánast ónýtt. Þau
hjónin voru fjarverandi með börnin
sín þegar eldurinn braust út.
Í þessum eldvarnarbúnaði eru
meðal annars eldvarnarteppi,
slökkvitæki og reykskynjarar.
Það voru félagar í Slökkviliðinu
sem gáfu þennan eldvarnarbúnað,
en Slökkvilið Ólafsfjarðar fer á
hverju ári í sérhvert hús í bænum til
að selja rafhlöður í reykaskynjarana
og bjóðast þeir ennfremur til að yf-
irfara slík tæki ef fólk vill. Þeim telst
til að í Ólafsfirði séu um það bil 1.300
reykskynjarar í 350 húsum. Ekki er
vitað til að önnur slökkvilið á landinu
geri slíkt hið sama.
Um 1.300 reykskynjara er að finna í 350 húsum
Fengu eldvarnarbúnað
Morgunblaðið/Helgi Jónsson
Félagar í slökkviliðinu ásamt eigendum hússins: Halldór Guðmundsson,
Gunnlaugur J. Magnússon, Anton Konráðsson, Kristín Káradóttir, Ásgrím-
ur Pálmason, Eggert Friðriksson og Jóhann Jóhannsson.
ÁTAK – heilsurækt, á Akureyri var
opnuð síðastliðið haust. Viðtökur
hafa verið einkar góðar og aðsókn að
líkamsræktarstöðinni farið fram út
vonum eigenda, Átaks-heilsuræktar
ehf, Guðrúnar Gísladóttur.
Í ljósi þessa var ákveðið að kaupa
húsnæði Átaks - heilsuræktar, sem
staðsett er á uppfyllingunni við
Strandgötu, af World Class á Íslandi
sem áður rak líkamsræktarstöð á
sama stað. Gengið var frá kaupunum
fyrir skemmstu. Við sama tækifæri
var gengið frá samkomulagi um að
viðskiptavinir Átaks - heilsuræktar
fái áfram frían aðgang að líkams-
ræktarstöðvum World Class í ferð-
um sínum til Reykjavíkur og öfugt.
Húsnæði Átaks - heilsuræktar er í
tæplega 500 fermetra húsnæði á
góðum stað í bænum, alsett glugg-
um og því bjart og útsýni gott til
allra átta.
Handsala samninginn Björn Leifs-
son hjá World Class og Guðrún
Gísladóttir hjá Átaki – heilsurækt.
Átak — heilsurækt
kaupir húsnæði