Morgunblaðið - 29.12.2004, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 25
gri strandlengju á austan-
en þar í landi er talið að
hafi farist. Þar varð tjónið
num Tamil Nadu, Andra
rala og varð borgin Madras
varð mikið tjón í borginni
Pondicherry. Líkin eru brennd við fyrsta
tækifæri til að reyna að minnka hættuna á
farsóttum og í einu tilfelli voru lík um 100
fórnarlamba brennd saman, meðal þeirra
voru mörg börn.
Upptök jarðhræringanna voru nálægt
eyjaklösunum Andaman og Nicobar. Vitað
er að þar fórust þúsundir manna en end-
anleg tala er óljós vegna þess hve illa
gengur að fá traustar upplýsingar. Ekki er
vitað hve margir sjómenn voru á hafinu
þegar hamfarirnar riðu yfir.
Talið er að allt að 2.000 manns hafi látið
lífið í Taílandi, margir þeirra erlendir
ferðamenn. Mikið eignatjón varð auk þess
á ferðamannastöðum eins og Phuket og
Phi Phi. Víða hreif flóðbylgjan með sér
fólk sem var í sólbaði á ströndinni eða við
köfun rétt undan henni, að sögn frétta-
vefjar BBC. Breskur ferðalangur, Kevin
Aldrich, vaknaði með andfælum. „Ég
vaknaði og hélt að einhver hefði bankað á
dyrnar – þær opnuðust með hvelli og
vatnsflóðið reif okkur út úr rúminu. Vatnið
braut rúðurnar bakatil og við flutum út um
gluggann. Við skriðum upp á veggi og þök
en vatnið hækkaði enn og við vorum ekki
komin nógu hátt. Húsin umhverfis mig
hrundu og ég skall niður í flauminn. Þegar
ég kom aftur upp greip ég dauðahaldi í
trjágrein,“ sagði Aldrich.
nn hreif með
Sri Lanka
AP
a sem fórst á sunnudag. Tugir líka voru á götum borgarinnar Banda Aceh í gær en hermenn og óbreyttir borg-
lóðbylgjuna. Lögð er áhersla á að grafa lík manna sem fyrst til að sporna við hættunni á farsóttum.
AP
ílenskur drengur, Watanyu Pa-opas, sem fannst á lífi í tré í gær í
aði í Taílandi, um 50 stundum eftir hamfarirnar miklu.
AP
Ung stúlka og aldraður maður í Kosgada á Sri Lanka safna vatni í pönnu til matar-
gerðar innan um rústirnar í gær. Mikið manntjón varð á Sri Lanka.
síu Hungrað fólk rænir verslanir í Aceh
sagði frá tveggja barna
Sveindal, sem náði að
ja ára dóttur sinni en
ex ára syni sínum berast á
öldunni sem steyptist yfir
ar sem hún sat að snæð-
dina í Phuket. Lík drengs-
ð í gær. Eiginmaður henn-
a og liggur á sjúkrahúsi.
ú engill á himnum“
einnig vitað um átta mán-
norskan dreng sem týndi
nna fjölskylda hafði leigt
nærri Phuket. Drengur-
eldri bróður sínum og föð-
ur í íbúðinni þegar flóðaldan steyptist
yfir bygginguna. Húsið jafnaðist við
jörðu og segir móðirin að hún hefði ekki
trúað því að nokkur hefði komist lífs af.
Faðirinn sem er 39 ára gamall segir í
samtali við Aftenposten að hann hafi séð
flóðbylgjuna koma og þeir hafi reynt að
forða sér út úr íbúðinni. Sjórinn steypt-
ist yfir þá. Faðirinn neyddist til að
sleppa takinu af syni sínum, hinum átta
mánaða gamla Ara, og þeyttist faðirinn
um 100 metra á land upp. Eldri sonur
hans bjargaði sér á sundi. „Við áttum
þrjá yndislega syni. Nú eigum við aftur
tvo. Báðir eru þeir hetjur. Við höfum
sagt þeim að litli bróðir þeirra, Ari, sem
þeir elskuðu svo heitt og öfunduðust
aldrei út í vegna þeirrar athygli sem
hann fékk, sé nú engill á himnum. Við
segjum þeim að mamma og pabbi séu nú
sorgmædd en að við séum heppin að
hafa fengið að hafa hann í átta mánuði,“
segir móðirin, Tuula, við Aftenposten.
Lík sonar hennar hefur ekki fundist.
Tveggja norskra bræðra 11 og 15 ára
var saknað eftir að flóðbylgjan hreif þá
með sér við Phuket. Þess yngra er enn
saknað en eldri drengurinn kom í gær
fram í Bangkok í meira en 100 kíló-
metra fjarlægð. Mun herþyrla hafa
fundið hann eftir að hann hafði borist
þrjá kílómetra inn í land.
við foreldra sína
TALIÐ er að um 15 þúsund Svíar og um
sex þúsund Danir hafi verið á ferðalagi
á þeim slóðum sem urðu fyrir flóðbylgj-
unni undan ströndum Súmötru. Í gær
var um 1.500 Svía enn saknað og um 200
Dana. Enn hafði ekki verið staðfest að
fleiri en sex Svíar hefðu látist og þrír
Danir. Óttast er að tala látinna muni
margfaldast en flestra er saknað í Taí-
landi og á Sri Lanka.
Khao Lak er sumarleyfisstaður í Taí-
landi, rétt norðan við Phuket, en stað-
urinn hefur undanfarin ár verið vinsæll
áfangastaður Svía. Flatlent er á þessum
slóðum og hótel og gististaðir margir al-
veg við ströndina. A.m.k. helmingur
þeirra Svía sem saknað er, var í fríi á
þessum slóðum. Aðkoman er sögð
hrikaleg og svæðið eins og vígvöllur eft-
ir að flóðbylgjan jafnaði hús og hótel við
jörðu.
Sænskur hóteleigandi í Khao Lak sem
rætt var við í fréttum sænska ríkissjón-
varpsins SVT sagðist halda að nokkur
hundruð Svíar hlytu að hafa slasast al-
varlega eða farist því hótelið sem flestir
sænsku ferðamannanna á þessum slóð-
um gistu á hefði að mestu þurrkast út af
völdum flóðbylgjunnar. Í gær höfðu
þúsund lík fundist í Khao Lak og talið að
um 700 væru af vestrænum ferðamönn-
um.
Um 20 sænsk börn
slösuðust eða hurfu
Í Khao Lak voru margir á vegum
ferðaskrifstofunnar Fritidsresor og á
hennar vegum er rekinn svokallaður
Bangsaklúbbur fyrir börnin á hótelinu
Blue Village sem er rétt við ströndina.
Um tuttugu börn voru á leiksvæðinu
þegar flóðbylgjan skall yfir og slösuðust
eða hurfu með henni, að því er m.a. er
greint frá í Dagens Nyheter. Talið er að
þriðjungur til helmingur fórnarlamba
flóðbylgjunnar hafi verið börn. Einnig
hafa mörg börn misst foreldra sína.
Klaustur í Khao Lak er nú orðið lík-
hús til bráðabirgða og þar liggja lík
sveipuð í lök eða mottur. Fólk gengur á
milli og leitar ættingja sinna og allir
halda fyrir vitin þar sem nályktin er far-
in að segja til sín, að því er m.a. er greint
frá í Svenska Dagbladet. Fréttaritari
blaðsins á staðnum segir að Vestur-
landabúar séu margir á meðal fórnar-
lambanna á þessum stað en fáir á meðal
þeirra sem leita.
Í gær komu nokkrar flugvélar frá
hörmungarsvæðunum til Svíþjóðar og
Danmerkur og fluttu heim fólk í mis-
jöfnu ástandi. Áfallahjálparteymi og
læknar tóku á móti fólkinu. Margir voru
lítillega slasaðir, enn fleiri afar illa
klæddir og enginn með vegabréf eða
flugmiða. Í hópi farþega voru börn sem
ferðuðust ein þar sem foreldrar þeirra
höfðu ekki fundist á hamfarasvæðinu en
ættingjar tóku á móti þeim við komuna
til Svíþjóðar og Danmerkur.
Sænska dagblaðið Expressen sagðist í
gær hafa heimildir fyrir því að yfir 200
Svíar hefðu látist í hamförunum en
sænska utanríkisráðuneytið staðfestir
ekkert slíkt. Leila Freivalds, utanríkis-
ráðherra Svíþjóðar, lagði af stað til Taí-
lands í gærkvöldi og á blaðamannafundi
í gær sagðist hún myndu beita sér fyrir
loftbrú á milli Norðurlandanna og ham-
farasvæðisins þannig að fólk kæmist
heim sem fyrst.
Ákall sænskra lækna
Tveir sænskir læknar sem voru í fríi í
Khao Lak hafa sent neyðarkall til
sænskra fjölmiðla og biðja um neyðar-
flutninga á Norðurlandabúum til heima-
slóðanna. Margir þeirra séu alvarlega
slasaðir og í lífshættu verði þeim ekki
komið undir læknishendur á Norður-
löndunum. Aðbúnaðurinn á taílensku
sjúkrahúsunum sé slæmur, hitinn yfir
30 gráður og engin loftræsting. Sýking-
arhætta sé því mikil. „Við vitum ekki
hversu margir þessara slösuðu Skandin-
ava munu deyja á sjúkrahúsinu á næstu
dögum ef þeir verða ekki fluttir heim.
Ríkisstjórnir Norðurlandanna verða að
sameinast um að senda neyðarhjálp…“
segja þau Patrik Brundin og Lena
Brundin-Larsson í ákallinu.
Margir hafa misst börn, maka eða for-
eldra í hamförunum. Einn af þeim sem
missti ættingja annan jóladag var Stig
Verkelin sem hefur farið í frí til Taí-
lands á hverju ári í mörg ár ásamt fjöl-
skyldu sinni. Tuttugu mínútum áður en
flóðbylgjan skall á kom fjölskyldan til
Khao Lak og var að koma sér fyrir í
kofa á ströndinni. Bylgjan hreif Ulriku,
konu Stigs, með sér og syni þeirra tvo,
fjögurra og fimm ára, að því er Afton-
bladet greinir frá. Daginn eftir fann
Stig sjálfur konu sína látna uppi í tré við
ströndina. Í gær hafði enn ekkert spurst
til sonanna tveggja.
Leita í örvæntingu
maka sinna og barna
Óttast að fjöldi sænskra
ferðamanna hafi farist
Gautaborg. Morgunblaðið.