Morgunblaðið - 29.12.2004, Síða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Í DAG, 29. desember, fer fram
kjör íþróttamanns ársins 2004,
einnig fer fram kjör á íþróttakonu
og íþróttamanni ársins í sér-
greinum íþrótta. Þetta er í tíunda
sinn sem Samtök
íþróttafréttamanna og
Íþrótta- og ólympíu-
samband Íslands
standa sameiginlega
að þessu hófi fyrir
íþróttafólk og íþrótta-
forystu. Það er mikil
viðurkenning fyrir
störf sérsambandanna
að sjá íþróttafólk sitt
hljóta viðurkenningar
frá Íþrótta- og ólymp-
íusambands Íslands
þennan dag og rifja
upp árangur þess á
liðnu ári.
Mikil umræða hefur átt sér stað
meðal forystumanna sérsamband-
anna, að rekstrargrundvöllur
þeirra sé ekki nógu traustur, koma
þurfi til árlegur styrkur frá ríkis-
valdinu. Slíkur styrkur mun
treysta undirstöður þess og gera
þeim kleift að einbeita sér enn
frekar að hlutverki sínu. Störf sér-
sambandanna eru á engan hátt
metin að verðleikum. Því er öfug-
snúið að þegar sérsamband stend-
ur frammi fyrir að eiga afreksfólk
sem náð hefur þátttöku á stórmót-
unum þá leggjast þungar byrðar á
sambandið, því meiri árangur því
dýrara verður það fyrir sérsam-
bandið.
Allir sem til þekkja vita hversu
mikið starf er unnið innan sérsam-
bandanna, m.a. halda þau úti öfl-
ugu íþróttastarfi hvert
í sinni sérgrein, sjá
um mótahald og senda
landsliðsfólk til
keppni um allan heim.
Öll vitum við hversu
mikil landkynning það
er að eiga íþróttafólk
meðal þeirra bestu.
Það ætti að vera sam-
eiginlegt verkefni
stjórnvalda og sér-
sambanda að greiða
fyrir kostnað landsliða
í stórmótum. En hvað
þarf til að ná inn á
stórmótin? Íþrótta-
maðurinn, landsliðið þarf að ná
þátttökurétti. Á bak við þátt-
tökuréttinn liggur þrotlaus vinna
íþróttafólksins og sérsamband-
anna.
Því fagna ég samþykkt Sjálf-
stæðisflokksins á síðasta lands-
fundi í mars 2003 þar sem eftirfar-
andi ályktun var samþykkt:
„Landsfundur fagnar framtaki
ráðherra flokksins í eflingu afreks-
íþrótta, m.a. með skipan sérstakrar
nefndar um afreksíþróttir, nýjum
styrk fyrir hópíþróttir og góðum
fjárhagsstuðningi við Afrekssjóð
ÍSÍ. Þátttaka Íslands í alþjóðlegum
stórmótum er mikil landkynning á
erlendri grund og því eðlilegt að
ríkið taki myndarlega þátt í þeim
verkefnum. Því hvetur landsfundur
til þess að styrkveitingar til af-
reksíþrótta verði auknar enn frek-
ar. Jafnframt hvetur landsfundur
til aukins stuðnings við ÍSÍ vegna
sérsambanda ÍSÍ.
Stuðningur ríkisins við sér-
samböndin og afreksfólkið mun
ekki aðeins skila sér í auknum
þátttökurétti á stórmótum og við-
urkenningum, heldur byggja enn
frekar upp hið mikla forvarnar-
starf sem sérsamböndin og íþrótta-
félögin vinna saman að. Sú stefna
sem ÍSÍ hvetur sérsamböndin að
vinna eftir, hefur það að leiðarljósi
að íþróttaiðkun skuli vera þrosk-
andi bæði líkamlega, sálrænt og fé-
lagslega. Með því móti má skapa
aðstæður fyrir mun fleiri börn og
unglinga til að njóta sín innan
íþróttahreyfingarinnar.
Kjör íþróttamanns
ársins 2004
Ásgerður Halldórsdóttir fjallar
um kjör íþróttamanns ársins
’Stuðningur ríkisins viðsérsamböndin og af-
reksfólkið mun ekki að-
eins skila sér í auknum
þátttökurétti á stórmót-
um og viðurkenningum,
heldur byggja enn
frekar upp hið mikla
forvarnarstarf.‘
Ásgerður
Halldórsdóttir
Höfundur er gjaldkeri HSÍ.
Eftirfarandi greinar eru á mbl.is:
Hafsteinn Hjaltason: „Landa-
kröfumenn hafa engar heimildir
fyrir því, að Kjölur sé þeirra eign-
arland, eða eignarland Biskups-
tungna- og Svínavatnshreppa.“
María Th. Jónsdóttir: „Á landinu
okkar eru starfandi mjög góðar
hjúkrunardeildir fyrir heilabilaða
en þær eru bara allt of fáar og
fjölgar hægt.“
Guðmundur Hafsteinsson: „Því
eru gráður LHÍ að inntaki engu
fremur háskólagráður en þær sem
TR útskrifaði nemendur með,
nema síður sé.“
Guðrún Lilja Hólmfríðardóttir:
„Ég vil hér með votta okkur mína
dýpstu samúð vegna þeirrar stöðu
sem komin er upp í íslensku þjóð-
félagi með skipan Jóns Steinars
Gunnlaugssonar í stöðu hæsta-
réttardómara. Ég segi okkur af
því að ég er þolandinn í „Prófess-
orsmálinu“.“
Sveinn Aðalsteinsson: „Nýj-
asta útspil Landsvirkjunar og Al-
coa, er að lýsa því yfir að Kára-
hnjúkavirkjun, álbræðslan í
Reyðarfirði og línulagnir þar á
milli flokkist undir að verða „sjálf-
bærar“!“
Á mbl.is
Aðsendar greinar
ÞAÐ má segja að það annríki
björgunarsveita sem við höfum
orðið vitni að um jólahátíðina sé
dæmigert fyrir þetta ár. Frá því
seinnipart aðfangadags og út allan
jóladag voru björg-
unarsveitir einhvers
staðar að störfum og
um tíma á Suður-,
Norður- og Austur-
landi. Mér er ekki
minnisstætt svo mikið
annríki áður yfir jóla-
dagana. Við erum og
verðum alltaf reglu-
lega minnt á þær að-
stæður sem við búum
við. Þá er gott að eiga
góða að. Það er sama
hvenær kallið kemur,
innan stundar eru
menn lagðir af stað til hjálpar.
Það hefur sennilega aldrei verið
jafn annasamt hjá björgunar-
sveitum og á þessu ári. Útköll árs-
ins til lands og sjávar eru orðin
930. Hér eru eingöngu talin þau út-
köll sem skráð eru hjá Neyðarlín-
unni. Fjöldi hjálparbeiðna berst
einnig til björgunarsveita beint og
er boðaður milli manna en ekki í
gegnum neyðarlínu. Við reiknum
með að a.m.k. 25% af heildarfjölda
útkalla sé boðaður með þeim hætti
og því ekki skráður.
Þeir eru ekki margir dagarnir á
árinu sem ekki hefur verið útkall
einhvers staðar. Fyrir nokkrum ár-
um var það undantekning ef útköll
voru að sumri til, menn töluðu um
sumarfrí. Í sumar leið ekki sá dag-
ur að leitað væri til björg-
unarsveita og marga daga voru
nokkur útköll. Við erum með 101
björgunarsveit í landinu sem sam-
an mynda þá keðju sem almanna-
varnakerfi okkar byggist á. Virkir
félagar þessara sveita eru um
3.500, sem tilbúnir eru til starfa
hvenær sem er. Þjálfun og tækja-
kostur sveitanna er stöðugt að efl-
ast. Um 2.500 manns sækja á
hverju ári einhver af hinum fjöl-
mörgu námskeiðum sem haldin eru
á vegum björgunarskóla Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar. Nú
eru framhaldsskólar farnir að meta
nám í skólanum til eininga. Sveit-
irnar ráða yfir u.þ.b. 170
björgunarbifreiðum, 30 snjóbílum,
60 snjósleðum 14
stærri björgunar-
skipum, 30 harðbotna
hraðbjörgunarbátum
auk smærri báta og
annarra tækja. Þó öll
vinna björgunarfólks
sé sjálfboðavinna þá
kostar mikið að við-
halda þjálfun þess,
efla og endurnýja
tækjakostinn þannig
að þetta hugprúða fólk
megi starfa við sem
öruggastar aðstæður
og eigi bestu mögu-
leika á að ná árangri í sínu starfi.
Slysavarnafélagið Landsbjörg og
einingar þess hafa notið skilnings
stjórnvalda m.a. með niðurfellingu
aðflutningsgjalda af tækjakosti og
þátttöku í ákveðum þáttum starf-
seminnar. Grundvöllur fjárhags-
legrar afkomu björgunarsveitanna
byggist á þessu samstarfi, skipt-
ingu fé úr sameiginlegum fjáröfl-
unum Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar og eigin fjáröflunum sveit-
anna en þar skiptir flugeldasalan
langmestu máli.
Þá er komið að þér, lesandi góð-
ur. Nú fer í hönd sá tími sem þess-
ar sveitir treysta á almenning að
sýna hug sinn í verki. Flugelda-
salan er sveitunum mikilvægasta
fjáröflunarleiðin. Hjá mörgum
björgunarsveitum skiptir það sköp-
um í afkomu næsta árs að vel tak-
ist til við söluna í desember. Ára-
löng hefð og reynsla hefur kennt
okkur mikið í þessum málum og
við reynum af fremsta megni að
treysta öryggið sem allra best.
Aldrei verður þó brýnt nægilega
fyrir öllum sem umgangast flug-
elda að gera það af mikilli var-
kárni.
Slysavarnafélagið Landsbjörg
sendir landsmönnum öllum bestu
óskir um farsæld á komandi ári um
leið og við þökkum stuðninginn á
undanförnum árum.
Annríki í
flugeldasölu
Jón Gunnarsson fjallar um flug-
eldasölu björgunarsveitanna
’Aldrei verður þó brýntnægilega fyrir öllum
sem umgangast flugelda
að gera það af mikilli
varkárni.‘
Jón Gunnarsson
Höfundur er formaður Slysavarna-
félagsins Landsbjargar.
J
ames Dobbins hjá Rand-
rannsóknastofnuninni
bandarísku segir í grein
í næsta hefti Foreign
Affairs (janúar/febrúar-
heftinu 2005) að Bandaríkjamenn
séu nú þegar búnir að tapa stríð-
inu í Írak. Dobbins, sem gegnt
hefur margvíslegum trúnaðar-
störfum fyrir Bandaríkjaforseta
segir bandarísk stjórnvöld rúin
öllu trausti meðal íraskra borgara,
tímabært sé að menn fari að horf-
ast í augu við þá staðreynd.
Dobbins telur enn hugsanlegt
að hófsömu öflin í Írak fari með
sigur af hólmi í valdabaráttu við
uppreisnarmenn og aðra rót-
tæklinga. Til að hjálpa þeim eigi
Bandaríkin
að draga her-
lið sitt frá
Írak eins
fljótt og kost-
ur er, þjálfa
Íraka til að
ráða sjálfir niðurlögum uppreisn-
armanna og fá Írani og Evrópu-
menn til að leggja hönd á plóginn.
Bandaríkjamenn geti þó ekki
kallað her sinn á brott fyrirvara-
laust og mikilvægt sé að halda
kosningar í janúar, eins og að hef-
ur verið stefnt. Menn verði á hinn
bóginn að gera sér grein fyrir að
kosningar valdi því gjarnan að lín-
ur skýrist og öfgar magnist. Það
sé ills viti í klofnu samfélagi eins
og Írak. Líkur séu á að uppreisn-
armönnum vaxi ásmegin, a.m.k. á
helstu svæðum súnníta, hvað sem
líður kosningum í landinu.
Þarna er Dobbins sammála
Molly Bingham, blaðamanni sem
dvaldist í Írak frá því í ágúst 2003
og fram í júní á þessu ári, en hún
skrifar grein í The Boston Globe
15. desember sl. er ber yfirskrift-
ina (á ensku) „Why Elections
Won’t Quell Iraq Resistance“.
Bingham ræddi við fjölda upp-
reisnarmanna á meðan hún var í
Írak, hún telur sig geta fullyrt að
kosningarnar í janúar muni ekki
verða til að slá á uppreisnina.
Bingham, sem í vetur er styrk-
þegi hjá Nieman-blaðamanna-
stofnuninni í Harvard, reynir í
grein sinni að leiðrétta nokkrar
villur sem hún telur einkenna
hugsunarhátt bandarískra ráða-
manna um ástandið í Írak. Það sé
t.d. misskilningur að uppreisnin
hafi byrjað nokkrum mánuðum
eftir að Bandaríkin höfðu steypt
Saddam Hussein af stóli, sökum
þess að Bandaríkjastjórn lét hjá
líða að fyrirbyggja rán og grip-
deildir eftir fall Saddams og al-
mennt öngþveiti. Nokkrir upp-
reisnarmannanna sem hún hitti
hafi tjáð henni að þeir hafi hafist
handa við að skipuleggja baráttu
sína strax eftir fall Saddams.
Ekki sé hægt að lýsa öllum upp-
reisnarmönnum einfaldlega sem
stuðningsmönnum Saddams,
glæpamönnum eða erlendum al-
Qaeda-liðum. Vissulega séu raðir
uppreisnarmanna fullar af slíkum
mönnum, þar séu hins vegar líka
venjulegir Írakar (bæði sjítar og
súnnítar), gamlir og ungir.
Þá sé það misskilningur að
halda að um fastan fjölda manna
sé að ræða, vel skipulögð samtök
sem lúti forystu manna sem megi
koma fyrir kattarnef (og þannig
kæfa uppreisnina). Hernaðarað-
gerðirnar nýverið í Fallujah
breyti litlu, raunar séu þær til
þess fallnar að uppreisnarmönn-
um fjölgi. Engin sú stjórn sem
taki við völdum eftir kosningarnar
í næsta mánuði muni verða lög-
mæt í augum þeirra.
Sjálfsagt hafa Dobbins og Bing-
ham mikið til síns máls. Írak er
orðið það kviksyndi sem margir
vöruðu við að það yrði Bandaríkja-
mönnum. Ástandið er skelfilegt og
ábyrgðin er bandarískra stjórn-
valda að miklu leyti.
Það er samt svolítið þreytandi
að fylgjast með umræðunni um
Íraksmálin eins og hún birtist hér
á Íslandi. Hún er svo sjálfhverf,
menn virðast telja meinta þátt-
töku Íslands höfuðatriði. Fást því
aldrei til að ræða fordómalaust um
fortíð og framtíð í Írak.
Í þeim efnum er mikilvægast að
ræða hvernig tryggja megi betra
ástand í Írak í framtíðinni – það er
einfaldlega ekki mikilvægast að
ræða um gerðir sem nú verða ekki
teknar til baka. Menn mega ekki
gleyma sér í andúðinni á aðgerð-
um Bandaríkjastjórnar, það á ekki
að verða að aðalatriði að sjá
Bandaríkin fara illa út úr öllu
saman – þ.e.a.s. ef það hefur sam-
hliða í för með sér meiri hörm-
ungar en ella fyrir írösku þjóðina.
Við eigum að ræða hörmungar
Íraka og hvernig best er að draga
úr þeim, ekki bara þá hörmung
(sem margir telja) að Ísland hafi
gerst pólitískur stuðningsaðili
innrásarinnar í fyrra. Hún er
aukaatriði.
Að þeim orðum slepptum þá get
ég nú samt ekki stillt mig um að
rekja svör nokkurra erlendra að-
ila sem ég leitaði til nýverið. Bar
ég það undir þessa aðila hvort líta
bæri svo á að Ísland hefði lýst yfir
stríði gegn Írak er við skráðum
okkur á lista þeirra þjóða sem
studdu innrás Bandaríkjanna.
Ivo Daalder, fræðimaður við
Brookings-stofnunina, virtist vilja
skera okkur úr snörunni, ef svo
má að orði komast. Hann sagði að
það „að lýsa yfir pólitískum stuðn-
ingi við tilteknar aðgerðir – jafn-
vel þó um stríð sé að ræða – sé
ekki sami hlutur og að lýsa yfir
stríði“.
Simon Chesterman, fram-
kvæmdastjóri Alþjóðalagastofn-
unarinnar við New York-háskóla,
var ekki jafn afdráttarlaus en taldi
samt hæpið að líta á Ísland sem
stríðsaðila. Það megi hugsanlega
færa rök fyrir því að Ísland sé
hluti af hernámsliði í Írak; það
flæki hins vegar málið að öryggis-
ráð SÞ hefur skilgreint Bandarík-
in og Bretland sem hernámsliðið í
Írak, aðrar þjóðir séu þar einungis
til aðstoðar, skv. skilgreiningu.
Tók Chesterman fram að hafa
beri í huga að núorðið lýsi þjóðir
ekkert yfir stríði lengur á hendur
annarri þjóð. Slíkar yfirlýsingar
heyri fortíðinni til, til þeirra tíma
er stríð voru ekki ólögleg í sjálfu
sér. Nú þegar stríð séu álitin ólög-
leg fari menn fram í nafni sjálfs-
varnar eða á grundvelli ályktana
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna.
Óvinnandi
stríð í Írak
Upphaf alls vísdóms er að viðurkenna
að Bandaríkin geta ekki unnið það stríð
sem enn geisar í Írak. […] bandarísk
stjórnvöld hafa glatað tiltrú Íraka og
eru ekki líkleg til að endurvinna hana.
VIÐHORF
Eftir Davíð Loga
Sigurðsson
david@mbl.is
James F. Dobbins