Morgunblaðið - 29.12.2004, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 31
MINNINGAR
✝ Sveinbjörg Ingi-leif Kristjáns-
dóttir Wiium fæddist
á Kóreksstöðum í
Hjaltastaðaþinghá
22. febrúar 1907.
Hún lést á Hjúkrun-
arheimilinu Ási í
Hveragerði laugar-
daginn 18. desember
síðastliðinn. Foreldr-
ar hennar voru
Oddný Sveinsdóttir
Wiium, f. 26. maí
1884, d. 2. maí 1976
og Kristján Wiium
Níelsson, f. 24. apríl
1881, d. 1. júní 1932. Systkini Ingu
eru Þórdís, f. 23. maí 1910, d. 19.
febr. 2003, Guðbjörg Ólöf, f. 29.
júlí 1914, d. 1. sept. 1994, Ásta, f.
16. des. 1920, d. 4. ágúst 2003 og
Elsa Kristín, f. 29. des. 1923.
Inga giftist 1931 Stefáni G.
Guðmundssyni frá Borgum í
Vopnafirði, f. 3. júní 1906, d. 22.
mars 1966. Börn þeirra eru: 1)
Kristján, f. 27. júlí 1933, d. 5. nóv.
2001, kvæntur Erlu Jennadóttur
Wiium, f. 7. júlí 1930. Börn þeirra
eru Sigfríður Inga, f. 1. jan. 1954,
Margrét Sigrún, f. 31. des. 1954,
Stefanía Gunnlaug, f. 5.júlí 1956,
Jenný Hugrún, f. 5. febr. 1964 og
Elín Ósk, f. 11. nóv. 1966. 2) Guð-
mundur, f. 16. júní 1940, kvæntur
Hólmfríði Kristmannsdóttur, f. 1.
mars 1940. Börn þeirra eru Sig-
ríður Edda, f. 21. ágúst 1964, Stef-
án Gunnlaugur, f. 14. júní 1966,
Harpa, f. 27. mars 1971 og Hólmar
Ingi, f. 22. des. 1978,
d. 28. des. 1981.
Fósturdóttir Ingu og
Stefáns er 3) Heið-
rún Helga Magnús-
dóttir, f. 10. mars
1935, gift Guðmundi
Hermanníussyni, f.
15. febr. 1928. Börn
þeirra eru Sigríður
Áslaug, f. 11. jan.
1959, Inga Dís, f. 22.
jan. 1962, Stefán
Gunnlaugur, f. 26.
apr. 1973 og uppeld-
isdóttir Helgu og
Guðmundar er Matt-
hildur Ragnheiður Kristjánsdótt-
ir, f. 31. ágúst. 1966. Barnabarna-
börnin eru 22 og barnabarna-
barnabarn 1.
Inga ólst upp í Fagradal í
Vopnafirði. Hún var einn vetur í
Laugaskóla í Reykjadal í Suður-
Þingeyjarsýslu og fór síðan til
Englands þar sem hún lærði
ensku og fjölbreytta handavinnu í
handverksskóla í London. Með-
fram bústörfum kenndi hún ung-
mennum ensku, dönsku, handa-
vinnu o.fl. Árið 1947 flutti
fjölskyldan til Hveragerðis. Þar
vann Inga við ýmis störf, svo sem
garðyrkju, símvörslu og svo
kenndi hún um árabil við Barna-
og unglingaskólann í Hveragerði.
Síðustu starfsár sín vann hún á
Heilsuhæli NLFÍ.
Inga verður jarðsungin frá
Hveragerðiskirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Elskuleg tengdamóðir mín hefur
hvatt þennan heim 97 ára gömul,
samferð okkar hefur varað í rúm 40
ár. Af öllum þeim sem með mér
hafa gengið ævinnar veg held ég að
enginn hafi haft jafnmikil áhrif á
mig til þroska sem hún.
Inga var sífellt að gefa af visku-
brunni sínum en það sem var þó
verðmætast af öllu, var sú mikla
elska sem hún bar til samferða-
fólksins og var óspör á. Það gat
stundum verið erfitt að átta sig á
henni, því það giltu nefnilega aðrar
reglur fyrir hana, hún var sú sem
gaf en það þýddi ekki að hún ætti
að njóta þess sama.
Inga var vel af Guði gerð. Hún
var greind vel og fjölhæf til munns
og handa og nýtti þessa hæfileika
til kennslu í fjölmörg ár þar sem
hún kenndi bæði ungum og öldn-
um.
Hún var mikil atorkukona til
allra verka og virtist þurfa minni
hvíld en aðrir, óhemju hraust í sín-
um pena kroppi til útiverka sem
hún elskaði að vinna. Við urðum
þeirrar gæfu aðnjótandi að hafa
hana hjá okkur í skógræktinni, þar
sem hún vann sér til yndisauka, þá
háfullorðin og varð ekki stoppuð.
Ég sé hana fyrir mér í brekkunni
við lækinn að reyta grasið frá
litlum skógarplöntum og ég veit að
ungviðið sem var hjá okkur í sveit
og barnabörnin, muna hana þarna
tautandi fyrir munni sér „tómir
matar- og kaffitímar hér“ þegar
þau voru send eftir henni. Þetta
voru hennar síðustu vinnustundir
áður en andleg heilsa bilaði, það
var erfitt að sjá hana missa minni
og verkhæfni og það reyndist henni
þungt tímabil en sem betur fer
gekk það yfir og ævikvöldið var ró-
legt og fallegt. Það er gott að hugsa
til hennar á grænum grundum inn-
an um fólkið sitt frá Fagradal sem
stóð hjarta hennar alltaf næst.
Við fólkið hennar á Vopnafirði,
sem vorum svo fjarri þegar hún
hefði mest þurft á okkur að halda,
þökkum af alhug öllu því elskulega
starfsfólki sem er á sjúkradeildinni
Ási í Hveragerði og biðjum þeim
Guðs blessunar í störfum þeirra og
lífi.
Minningin um góða konu lifir.
Hólmfríður.
Okkur langar til að minnast
ömmu okkar, Ingu Wiium, með
nokkrum orðum, en margar ynd-
islegar minningar eigum við systk-
inin frá dvöl okkar á heimili henn-
ar. Góður Guð hlýtur að hafa haft
hönd í bagga með að móðir okkar
Helga, 8 ára að aldri, var tekin í
fóstur af ömmu og afa sem bjuggu
þá í Fagradal í Vopnafirði. Seint
verður fullþakkað það góða atlæti
sem hún fékk á heimili þeirra í upp-
vextinum.
Amma var alveg stórmerkileg
kona sem upplifði margt og ferðað-
ist víða, og þóttu þau ferðalög frek-
ar óvenjuleg, sér í lagi á hennar
yngri árum. Ef hún ætlaði sér eitt-
hvað, þá lét hún fátt aftra sér í að
framkvæma það.
Þegar hún var 22 ára réði hún
sig í vist í London og dvaldi þar í
u.þ.b. ár. Þar nýtti hún einnig tím-
ann til að mennta sig, og fór á alls-
kyns námskeið í handverks- og list-
greinum. Amma ferðaðist síðar til
ýmissa annarra staða, en oftast fór
hún samt til London, þar sem
Dodda systir hennar bjó.
Síðasta ferðalagið hennar þangað
var til að halda upp á 90 ára afmæl-
ið árið 1997. Í mars 1966 lést afi, og
skömmu síðar fór amma í „píla-
grímsferð“ til Ísrael, en þá ferð
höfðu afi og amma hugsað sér að
fara saman. Amma var hagmælt
mjög og skilur eftir sig stæður dag-
bóka, ljóða og þýðinga á sögum úr
dönskum blöðum, sem hún þýddi
þegar hún var ung að aldri, sem og
ýmsan annan fróðleik sem stór-
merkilegt er að lesa og kynna sér.
Látum við hér með fylgja tvær
vísur úr ljóði sem hún orti 89 ára að
aldri.
Mun mér lánast gott að gera?
Gleðja aðra, sorgir sefa?
Létta byrði er aðrir bera?
Börnum litlum gott að gefa?
Aldrei gleymast góðar stundir.
Gefið efnið og leikið undir.
Bros og söngur böli eyða.
Blessuð gleði framtíð leiða.
Engri manneskju höfum við
kynnst á lífsleiðinni sem var eins
fórnfús og viljug og hún amma okk-
ar var, hún vildi alltaf allt fyrir alla
gera og hlífði sér aldrei þegar hún
gat gert eitthvað fyrir þá sem stóðu
henni nærri.
Með sorg í hjarta kveðjum við
yndislega konu. Við getum verið
þakklát fyrir að hún hafi nú fengið
að fara á vit látinna ástvina sem
hafa án efa tekið á móti henni með
opinn faðm, eins og hennar faðmur
stóð ætíð opinn fyrir okkur öll með-
an hún lifði. Við þökkum fyrir þann
ómetanlega tíma sem við fengum
að vera henni samferða.
Inga Dís, Áslaug og Stefán.
Elsku Inga amma.
Eftir langt og gott líf kveður þú
okkur í dag og það er margs að
minnast. Efst í huga mér eru allar
gleðistundir með þér á Hveramörk-
inni. Þú varst nefnilega kona með
mikla kímni og sterkar skoðanir.
Og engin „venjuleg“ amma.
Ein af mínum fyrstu minningum
um þig voru þegar við komum til
þín og Stebba afa í sumarheimsókn
í Hveragerði. Skemmtilegast af
öllu fannst mér þegar við fórum í
bíltúr á Land Rover-jeppanum
ykkar út í sveit. Gjarnan í Álfa-
borgir til að hlusta á lóuna syngja
og til að borða nesti. Þið afi áttuð
það sameiginlegt að vilja fræða
okkur börnin um fugla- og dýralíf
og náttúruna í kringum okkur.
Þú misstir afa svo allt of fljótt og
þú saknaðir hans eflaust mikið.
Þú valdir að vera útivinnandi
kona, bæði við kennslu og garð-
yrkustörf. Svo minning mín um þig
er um mikla handvinnukonu sem
var upptekin af sniðum og sauma-
skap. Þú vannst sem handavinnu-
kennari hér í Hveragerði á mínum
skólaárum og varst vel metin þar.
Þú prjónaðir líka mikið og saum-
aðir út hin fallegustu verk.
Áhugi þinn á tónlist og bók-
menntum var mjög skemmtilegur.
Þú hafðir gaman af að fara á tón-
leika og fylgjast með í menning-
unni. Þú last mikið og þið mamma
gátuð rabbað endalaust um góðar
bækur. Þú hafðir gaman af að
skrifa dagbækur og gerðir það dag-
lega í mörg ár.
Þú varst ávallt mikill Austfirð-
ingur í þér og þér þótti ákaflega
vænt um æskustöðvarnar í Fagra-
dal. Eftir að þú hættir að vinna
varst þú eins og farfuglarnir. Á
vorin fórst þú út í Bjarnarey til að
hlúa að æðarfugli og hirða dún.
Þetta var þér dýrmætur tími.
Síðustu árin hef ég heimsótt þig
á Hjúkrunarheimilið Ás. Þar leið
þér vel og þar var unaðslega vel um
þig hugsað. Þú mættir mér alltaf
með brosi á vör og hafðir margt að
segja þó að þú ættir erfitt með að
koma orðum frá þér.
Elsku amma ég þakka þér
allar góðar stundir.
Kærleik og hlýju gafst þú mér
glaðir voru okkar fundir.
Máninn himni merlar á
björt ein stjarna skín.
Nú er komið að kveðjustund
blessuð sé minning þín.
Þín
Stefanía.
Elsku amma, í dag kveðjum við
þig í hinsta sinn. Þú sem alltaf hef-
ur verið til staðar í lífi mínu sem og
barna minna, og þín er sárt saknað.
Í minningum okkar ert þú amm-
an sem alltaf átti hlýjan faðm bæði
í gleði og sorgum. Hjálparhellan
sem alltaf var tilbúin að rétta fram
hjálparhönd ef á þurfti að halda.
Kjarkkonan sem 75 ára tókst að
gæta langömmubarns sem aðeins
var 2 vikna gamalt á meðan ég lá á
sjúkrahúsi.
Alltaf áttir þú tíma fyrir okkur
hvort sem var að nóttu eða degi.
Vísurnar sem þú samdir fyrir lang-
ömmubörnin eru ófáar og þykir
þeim svo undur vænt um þær.
Er sárasta sorg okkur mætir
og söknuður huga vorn grætir
þá líður sem leiftur úr skýjum
ljósgeisli af minningum hlýjum.
(H.J.H.)
Minningin um ömmuna með gull-
hjartað lifir um ókomin ár.
Takk fyrir allt.
Sigríður Edda Wiium
og fjölskylda.
Látin er í hárri elli frænka mín,
Inga Wiium frá Fagradal í Vopna-
firði, lengst af húsfreyja í Hvera-
gerði.
Ég var ekki gömul, þegar ég
kynntist henni, enda mikill vin-
skapur og samgangur milli þeirra
frænknanna, móður minnar og
hennar. Oft var rennt austur í
Hveragerði á sunnudögum, eða
komið við hjá henni, þegar ekinn
var „Hringurinn svokallaði. Alltaf
voru viðtökurnar jafn ljúflegar og
góðar, enda Inga með eindæmum
gestrisin heim að sækja.
Hún var einstaklega barngóð og
hafði gott lag á að hæna að sér
börn og unglinga og sýna þeim sér-
staka virðingu.
Hún var einnig ákaflega smekk-
vís og listfeng í sér og hlúði að
þeim, sem höfðu listræna hæfileika.
Orgelharmóníum hafði hún í stofu
hjá sér, sem móðir mín lék stund-
um á, og síðar ég. Það voru mín
fyrstu kynni af því hljóðfæri. Hún
minntist þess lengi, þegar við töl-
uðum síðar saman í síma, hversu
gaman hún hefði haft af því, þegar
ég settist við hljóðfærið og impróv-
íseraði á það. Hún var mikil hann-
yrðakona, enda bar heimili hennar
vott um það. Hún var líka ljóðræn í
sér, enda gat hún verið hagyrð-
ingur, ef svo bar undir, og til eftir
hana ljóð, þótt hún gerði jafnan
sem minnst úr þeim hæfileikum
sínum, eins hæversk og hún var.
Hún studdi líka alla þá með ráðum
og dáð, sem voru að feta sig á
skáldabrautinni.
Hún fylgdist vel með þjóðmála-
umræðunni og hafði sínar sterku
skoðanir á þeim efnum, sem hún lét
óspart í ljós, og var sjaldan ósam-
mála okkur. Allar umræður, sem
hún kom af stað, fóru hávaðalaust
fram, enda virtist hún ekki vera há-
vaðamanneskja í eðli sínu. Ég man
a.m.k. ekki eftir henni þannig.
Ég gæti haldið svona lengi áfram
og tínt til fleiri góða kosti, sem
þessi ágæta frænka mín hafði, þó
að slíkt hefði verið henni lítt að
skapi í yfirlætisleysi sínu.
Ég vil því í lokin þakka henni
kærlega fyrir mig og mína, góð
kynni og góða samferð og biðja
henni allrar Guðs blessunar, þar
sem hún er nú. Aðstandendum öll-
um sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Ingu Wiium.
Guðbjörg Snót Jónsdóttir.
Látin er í hárri elli kær vinkona,
Inga Wiium og langar mig að minn-
ast hennar í nokkrum orðum og
þakka fyrir liðnar stundir frá ár-
unum í Hveragerði.
Inga og maður hennar Stefán
Guðmundsson voru vinir og ná-
grannar móðurforeldra minna,
Grethe og Ragnars Ásgeirssonar.
Afi og amma fluttu til Hveragerðis
árið 1943 en Inga og Stefán fluttu
þangað fáeinum árum síðar. Afi og
amma bjuggu að Helgafelli og á
milli húsanna var aðeins eitt hús,
Símstöðin.
Góð vinátta og samgangur var
milli fjölskyldnanna. Minnist ég
þess að oft var spiluð „whist“ á
kvöldin að vetrarlagi og boðið upp
á hressingu á eftir.
Þegar afi og amma þurftu að
bregða sér til Reykjavíkur gisti ég
stundum hjá Ingu og Stefáni. Fékk
ég þá fallega búið herbergi til af-
nota fyrir mig. Heimilið var smekk-
legt og hver hlutur átti sinn stað.
Ég man hve gestrisin þau voru
og hugsuðu vel um unga gestinn.
Inga kenndi mér rommý og í minn-
ingunni finnst mér að við höfum
spilað hvert kvöld. Stundum voru
svið í matinn, en ég hafði ekki van-
ist því að borða svið og man ég að
notaður var vasahnífur en ekki
hefðbundin hnífapör. Á bolludaginn
tókst mér að lauma mér gegnum
bílskúrinn til að vekja þau snemma
og var boðið upp á rjómabollur síð-
degis. Allt var borið fram af gleði
og kærleika.
Inga var ákaflega dugleg og
ósérhlífin kona, létt í spori, sívinn-
andi og lét sér annt um fólk. Barna-
börnin voru henni sérstaklega kær.
Fjölskyldunni allri vottum við
okkar dýpstu samúð.
Úlfhildur Grímsdóttir
og fjölskylda.
INGA
WIIUM
með erfiðum veikindum Péturs og
ekki síður langvarandi veikindum
hans góðu konu Önnu Sigfúsdóttur.
Það var mikið lán fyrir okkur á
Gullberginu þegar Pétur kokkur
kom til okkar árið 1989 og var nær
óslitið þar til hann fór í land árið
2002. Hann hafði verið á sjónum frá
unglingsaldri og ætlaði nú að njóta
efri áranna með Önnu sinni og fjöl-
skyldunni. En margt fer öðru vísi
en ætlað er. Pétur var einstakt
snyrtimenni og gekk fast eftir að
allt væri hreint og strokið um borð
en hann var ekki bara snyrtimenni
heldur sérlega ljúfur í öllum sam-
skiptum. Mér fannst oft eins og
hann væri pabbi allra strákanna
um borð. Menn eins og Pétur eru
hverri útgerð ómetanlegir.
Elsku Anna, börnin ykkar og
þeirra fjölskyldur, síðustu misseri
hafa verið ykkur erfið en megi allar
góðu minningarnar um elskulegan
eiginmann og föður milda sárasta
söknuðinn. Með virðingu og trega
kveðjum við kæran vin.
Fyrir hönd útgerðar Gullbergs
VE 292,
Elínborg Jónsdóttir.
Nú legg ég aftur ljóssins augu,
lifandi Guð, í skjóli vængja þinna.
Hræðist ei þó hverfi sólin bjarta
ég halla mér að þínu föður hjarta.
(Höf. óþ.)
Elsku Pétur.
Síst af öllu áttum við von á því að
við settumst niður að skrifa minn-
ingarorð um þig, vinur minn. Minn-
ingarnar streyma fram um þig,
kæri vinur. Þú varst alltaf svo ljúf-
ur og góður, þú og hún Anna þín
reyndust okkur alltaf vel, þegar ég
og fjölskylda mín áttum heima í
Vogum á Vatnsleysuströnd og einn-
ig þegar við bjuggum í Eyjum.
Ég kynntist þér fyrst þegar
Anna systir kom með þig heim í
Bergholt á Raufarhöfn. Þegar ég
heimsótti ykkur til Eyja voruð þið
búin að kaupa ykkur lítið og fallegt
hús sem var perla í ykkar hjarta.
Þar var oft margt um manninn og
mikið gaman.
Er þú og fjölskyldan þín fluttuð
úr Eyjum í gosinu til Njarðvíkur
var ég byrjaður að búa í Vogunum.
Þar áttum við margar góðar stund-
ir saman.
Mig langar að minnast hversu
góður, traustur og ljúfur maður þú
varst. Það var sama hvað gekk á,
alltaf varst þú jafnrólegur og yf-
irvegaður en jafnframt stutt í
glettnina.
Mikið var ég lánsamur að hafa
fengið þig, Pétur, til að vera svara-
maður hjá mér þegar ég gifti mig.
Þar sem ég átti ekki pabba á lífi
komst þú mér í föðurstað á þessum
tímamótum í lífi mínu. Já, mikið var
nú gott að hafa þig við hlið mér þá.
Þegar þú fluttir svo aftur til Eyja
fluttum við fjölskyldan einnig þang-
að og hélst þá vináttan og kunn-
ingsskapurinn áfram. Var það sama
og áður, ef við þurftum á einhverju
að halda þá varstu alltaf reiðubúinn
að aðstoða og færum við þér bestu
þakkir fyrir allt og allt.
Einnig vil ég þakka þér fyrir
hvað þú varst góður við hana Önnu
systur mína, þá sérstaklega núna
undir það síðasta í öllum hennar
veikindum, traustið, ástin og vænt-
umþykjan til hennar fór ekki
framhjá neinum.
Ég vil að lokum þakka þér fyrir
bíltúrinn sem við fórum daginn áð-
ur en þú varst lagður inn á spítala
hjá henni Önnu þinni og kvaddir
þennan heim við hlið hennar, alveg
eins og þú hefðir helst óskað eftir
úr því sem komið var.
Ég og fjölskylda mín eigum ynd-
islegar minningar um góðan mann
og munum ætíð minnast þín í hjört-
um okkar.
Elsku Anna, systir og mágkona,
Margrét, Sigfús Pétur, Valdimar
Helgi & fjölskyldur og aðrir að-
standendur, Guð styrki ykkur og
verndi á þessum sorgartíma. Minn-
ing um elskulegan eiginmann, ynd-
islegan föður og afa ylji ykkur um
ókomin ár.
Hinsta kveðja,
Bergþór, Hulda og
fjölskylda, Njarðvík.