Morgunblaðið - 29.12.2004, Síða 38

Morgunblaðið - 29.12.2004, Síða 38
38 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Einhver færir þér hugsanlega gjöf í dag sem gerir þér kleift að sækja nám- skeið eða setjast aftur á skólabekk. Einnig er hugsanlegt að einhver bjóði þér í ferðalag. Naut (20. apríl - 20. maí)  Gjafir og hlunnindi rata til þín í dag og þér er ætlað að deila því sem að hönd- um ber með öðrum. Búðu þig undir arf, greiða eða kaupauka af einhverju tagi. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Hitnað gæti í kolunum í lausu sam- bandi í dag. Daður og léttúð breytist í jákvæðar og varanlegar tilfinningar. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú kemur miklu í verk í dag því fé- lagar þínir eru framtakssamir og hvetjandi. Þú færð það sem þú óskar þér núna. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Rómantíkin liggur í loftinu í dag og upplagt að eiga stefnumót við ein- hvern. Dagurinn er kjörinn fyrir teiti. Afþreying með börnum gleður líka hjarta þitt. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Notaðu daginn til þess að fegra heim- ilið eða hafa ofan af fyrir fjölskyldu- meðlimum. Hvaðeina sem þú tekur þér fyrir hendur verður ánægjulegt og gef- andi. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Dagurinn í dag er góður til þess að undirrita samninga eða ná sam- komulagi við aðra. Samræður við systkini og ættingja verða gleðilegar. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Notaðu daginn til þess að færa björg í bú, aðstæður fyrir hvers kyns viðskipti eru góðar. Þú eyðir hugsanlega hell- ingi ef þú ferð í verslunarleiðangur en nýtur þess sem þú kaupir. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þér finnst þú góðhjartaður og elska allan heiminn í dag, bogmaður. Þú get- ur bara ekki hætt að brosa. Eitthvað gerir þig bjartsýnan og vongóðan núna. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Einhver sem þú veist ekki af kemur þér á framfæri bakvið tjöldin. Fólk tal- ar vel um þig þegar þú ert ekki við- stödd, kæra steingeit. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þvílíkur dagur til þess að blanda geði við náungann! Það er upplagt að styrkja tengsl og taka höndum saman með öðrum núna. Þú hvetur fólk til dáða. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú lítur feiknavel út í augum annarra um þessar mundir. Ef þig langar til þess að gera eitthvað sem þarfnast leyfis frá öðrum er dagurinn í dag sá rétti til þess að spyrja. Stjörnuspá Frances Drake Steingeit Afmælisbarn dagsins: Þú ert leiðtogi hópsins, hvort sem þér lík- ar betur eða verr. Virðing annarra gerir þig að foringja, hvort sem þú sækist eftir því eða ekki. Kímnigáfa þín er kaldhæð- in og þú ert mælskan uppmáluð. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.  6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 ímyndunarafl, 8 alir, 9 gerist oft, 10 kyn, 11 efnað, 13 nytjalönd, 15 flutnings, 18 þíðviðri, 21 ílát, 22 eyja, 23 kjánar, 24 hurðarhúns. Lóðrétt | 2 muldrar, 3 ákveð, 4 afturkerrta, 5 ör- lagagyðja, 6 hæðum, 7 lít- ill, 12 sár, 14 fraus, 15 bæli, 16 hrotta, 17 nákom- in, 18 hnigna, 19 rysk- ingar, 20 siga. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 plógs, 4 fagur, 7 kaggi, 8 öflug, 9 pól, 11 röng, 13 turn, 14 róaði, 15 nóló, 17 nótt, 20 kal, 22 tafla, 23 játað, 24 rengi, 25 narta. Lóðrétt | 1 pukur, 2 ólgan, 3 skip, 4 fjöl, 5 guldu, 6 Regin, 10 ólata, 12 gró, 13 tin, 15 notar, 16 lyfin, 18 Óttar, 19 tíðka, 20 kali, 21 ljón. 60 ÁRA afmæli. Ídag, miðviku- daginn 29. desember, er sextugur Pétur Kristjánsson, raf- eindavirkjameistari, starfsmaður Fast- eignastofu Reykja- víkurborgar. Hann verður að heiman, í faðmi barna sinna og barnabarna. 80 ÁRA afmæli.Á morgun, 30. desember, verður átt- ræð Dagmar Árna- dóttir, Skiphóli í Garði. Hún tekur á móti gestum á heimili sínu eftir kl. 17 á af- mælisdaginn. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Upplýsandi afköst. Norður ♠KG6 ♥652 ♦K2 ♣ÁDG52 Vestur Austur ♠Á108 ♠753 ♥KDG9873 ♥– ♦3 ♦G8754 ♣63 ♣109874 Suður ♠D942 ♥Á104 ♦ÁD1096 ♣K Vestur Norður Austur Suður – – – 1 tígull 1 hjarta 2 lauf Pass 2 tíglar 2 hjörtu 3 hjörtu * Pass 3 grönd Pass Pass Pass Allir vita að það getur verið kúnst að kasta rétt af sér í vörninni þegar þrýst- ingurinn eykst. Færri vita að afköstin geta líka skipt máli þótt þrýstingurinn sé enginn. Spil dagsins er gott dæmi. Vestur hóf vörnina að sjálfsögðu með hjartakóng. Austur henti spaða og suður dúkkaði. Vestur hélt áfram með háhjarta, suður dúkkaði, en fékk svo þriðja slaginn á hjartaás. Suður lagði niður laufkóng, fór inn í borð á tígul- kóng og tók ÁDG í laufi. Eins og lesandinn hefur löngu áttað sig á, þá veltur geimið á íferðinni í tíg- ulinn. Sagnhafi er með átta toppslagi og verður að svína fyrir tígulgosann til að ná í þann níunda. Sem er svo sem möguleiki þegar vitað er um sjölit í hjarta í vestur, en þó engan veginn sjálfgert. Nema, auðvitað, ef vestur hendir hugsunarlaust tveimur spöðum í laufin. Sagnhafi veit sem er að vestur á spaða- ásinn og ef hann sér tvo spaðahunda koma siglandi er hægur vandi að teikna upp skiptingu vesturs: 3-7-1-2. Og þá er svíningin fyrir tígulgosann ekkert vandamál. Ef vestur hendir hins vegar tveimur hjörtum í hálaufin, verður mun þyngra fyrir sagnhafa að finna svíninguna. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is 70 ÁRA afmæli.Sjötugur er á morgun, fimmtudag- inn 30. desember, Magnús Stefánsson, fyrrverandi bóndi í Fagraskógi. Hann og eiginkona hans, Auð- ur Björnsdóttir, ásamt fjölskyldu, hafa opið hús í Odd- fellowhúsinu, Sjafnarstíg 3, Akureyri, frá kl. 16 til 19 á afmælisdaginn. Kvennakirkjan í Dómkirkjunni JÓLAMESSA Kvennakirkjunnar verður í Dómkirkjunni í kvöld kl. 20.30. Séra Auður Eir Vilhjálms- dóttir prédikar. Arna Kristín Ein- arsdóttir og Hallfríður Ólafsdóttir leika á flautu. Kór Kvennakirkj- unnar leiðir söng á jólalögum. Á eftir verður kaffi á kirkjuloftinu. Þar verður bókin Gleði Guðs til sölu en hún kom út rétt fyrir jólin og er eftir séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur. Bókin heitir fullu nafni: Gleði Guðs sem læknar sektarkennd, kvíða, einsemd og reiði og gefur fyr- irgefningu, frelsi, frið og fem- inisma. Skemmtanir SÁÁ félagsstarf | Barnajólaball verður haldið í húsi I.O.G.T. Stangarhyl 4 frá kl. 17– 19. Myndlist Anddyri Suðurlandsbrautar 4 | Rafn Sig- urbjörnsson – Fjölskyldan. Tíu olíumálverk. Gallerí Banananas | Úlfur Chaka – Geim- dúkka og Fönix reglan/spacedol™ and the phoenix rule. Opið eftir samkomulagi. Gallerí Tukt | Innrás úr Breiðholtinu í Gallerí Tukt. Samsýning níu myndlistarnema úr FB. Gerðuberg | Guðríður B. Helgadóttir – Efnið og andinn. Ari Sigvaldason fréttamaður – mannlífsmyndir af götunni. Þetta vilja börn- in sjá! – Myndskreytingar úr íslenskum barnabókum sem gefnar hafa verið út á árinu. Sýndar eru myndir úr nær fjörutíu bókum eftir tuttugu og sjö myndskreyta. Hallgrímskirkja | Jón Reykdal – 6 ný olíu- málverk. Hrafnista Hafnarfirði | Sigurbjörn Krist- insson myndlistamaður sýnir málverk og tússmyndir í Menningarsal. Kaffi Espresso | Guðrún Eggertsdóttir – skúlptúrar og myndir. Klink og Bank | Carl Boutard – Inner Station – the heart of darkness. Listasafn Íslands | Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina. 20 lista- menn sýna. Í dag kl. 15 kemur myndlist- armaðurinn Egill Sæbjörnsson fram í tengslum við verkið „YOU TAKE ALL MY TIME“. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið. Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Grafísk hönnun á Íslandi. Erró – Víðáttur. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Textíllist 2004 – Alþjóðleg textílsýning. Myndir úr Kjarvalssafni. Lóuhreiður | Sigrún Sigurðardóttir – Gróður og grjót. Norræna húsið | Vetrarmessa fimmtán listamanna og -kvenna. Söfn www.skjaladagur.is | Þjóðskjalasafn Íslands, Borgarskjalasafn Reykjavíkur og héraðs- skjalasöfn um land allt hafa sameinast um vefinn www.skjaladagur.is þar sem er að finna fróðleik og sýningu um árið 1974 í skjölum. Mannfagnaður Leikskálar | Jólaball kl. 17.30–19.30. Gengið í kringum jólatré með jólasveinunum – kaffi og kökur – dans – flugeldasýning. Aðgangs- eyrir er kr. 500 fyrir 2ja ára og eldri. Allir velkomnir. Fréttir Björgunarsveitin Víkverji | Flugeldasala kl. 16–20, 28. og 29. des. og 30. des. kl. 12–20, gamlársdag kl. 10–14. Flugeldasýning gaml- árskvöld. Fundir Ás | Aðalfundur veiðimannafélags Holta- manna kl. 20.30. Útivist Ferðafélagið Útivist | Áramótaferð Útivist- ar í Bása er 30. desember. Fararstjórar Bergþóra Bergsdóttir og Reynir Þór Sig- urðsson. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos JÓLABALL eldri borgara og Litla kórs Neskirkju verður haldið kl. 15.30 í dag. Gunnar Eyjólfsson leikari segir sögur, Litli kórinn og Inga J. Backman syngja, stiginn verður jóladans, veglegar kaffiveitingar og sr. Sigurður Árni Þórðarson flytur hug- vekju. Kirkjubíllinn fer um hverfið og verða ferðir hans sem hér segir: Strætóskýlinu við Þorragötu kl. 15, Grund kl. 15.05, Grandavegi 47 kl. 15.10 og Aflagranda 40 kl. 15.15. Jólaball í Neskirkju KÖRFUKNATTLEIKSDEILD ÍR efnir til stórtónleika í dag kl. 18 í Íþróttahúsi Selja- skóla, en þar munu tveir af vinsælustu listamönnum ungu kynslóðarinnar, þau Birgitta Haukdal og Jón Sigurðsson, leika fyrir gesti auk þess sem stúlkurnar í söng- sveitinni Nylon munu troða upp, en þær njóta einnig mikilla vinsælda um þessar mundir. „Tónleikarnir eru haldnir til að safna pen- ingum til að reka deildina. Það er mikið bras að reka deild innan félags, þó það sé líka mjög skemmtilegt, en þetta er liður í því að safna fé til rekstrarins,“ segir Gunn- ar Sverrisson stjórnarmaður í körfuknatt- leiksdeild ÍR. „Ég get lofað því að það verð- ur mjög skemmtilegt, tónlistarmennirnir eru ekki af verri endanum. En við rennum auðvitað dálítið blint í sjóinn, við höfum aldrei gert þetta. En við treystum á það að fólk sjái sér fært að styrkja okkur og skemmta sér í leiðinni með því að mæta á ódýra og káta fjölskylduskemmtun. Miðinn verður seldur á þúsund krónur í forsölu í fé- lagsheimili ÍR í Mjóddinni til klukkan fimm í dag. Þessi skemmtun er auðvitað ekki bara fyrir fólk í Breiðholtinu, heldur fyrir alla sem vilja gera eitthvað skemmtilegt. Körfuknattleiksdeild ÍR er sögufræg, en hún er sigursælasta körfuknattleiksdeild Íslands, þó titlarnir hafi kannski ekki verið eins margir upp á síðkastið. Unglinga- starfið er fjölmennt og í blóma hjá okkur enda afar fjölmennur borgarhluti sem fyllir raðir okkar.“ Morgunblaðið/Árni Sæberg Fjölskyldustórtónleikar hjá ÍR Miðasala er í forsölu í ÍR-heimilinu við Skógarsel til fimm í dag og kostar miðinn aðeins 1.000 kr. Einnig verða seldir miðar við inn- ganginn í Seljaskóla á 1.500 kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.