Morgunblaðið - 29.12.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 29.12.2004, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 41 BEINT FRÁ ÍRLANDI Í KVÖLD 29. DES. OG ANNAÐ KVÖLD 30. DES. Michelle, Tom & friends DUBLINER SPILAR KL. 21:00 7.000,- 3.800,- 2.200,- 3.000,- 2.500,- 4.500,- 4.500,- 6.000,- NÚ VERÐA LÆTI! FJÖLSKYLDUPAKKAR GOS DRAUGAKÖKUR risakökur og ísskápar KR-flugeldar bjóða að vanda magnaða flugelda í ótrúlegu úrvali og á frábæru verði. Þú tryggir pottþétt áramót með heimsókn til okkar. Sölustaður KR-heimilið við Frostaskjól Afgreiðslutími 28.12. kl. 10–22 29.12. kl. 10–22 30.12. kl. 10–22 31.12. kl. 9–16 ZONET, útgáfufyrirtæki Ótt-ars Felix Haukssonar, hefurendurútgefið plötuna Undrahattinn með Ása í Bæ sem upprunalega kom út árið 1978. Ási var fæddur Ástgeir Kristinn Ólafs- son árið 1914 og ólst hann upp í Litlabæ í Vestmannaeyjum. Hann var hálfgildings þjóðsagnapersóna í lifanda lífi og setti mikinn brag á samfélag Eyjanna og reyndar ís- lenskt þjóðlíf allt. Kunnastur er hann líklega fyrir dægurlagatexta sína en hann fékkst jafnframt við sjómennsku, ritstörf og samdi líka tónlist. Ási lést árið 1985.    Það var tónlistarmaður af ann-arri og yngri kynslóð, sjálfur Karl Sighvatsson heitinn, sem gekkst fyrir því að Undrahatturinn var gefinn út. Að sögn Óttars Felix Haukssonar bar Karl mikla virð- ingu fyrir starfi Ása og vissi sem var að þótt að lög og textar Ása hefðu að- allega orðið þekkt í flutn- ingi annarra gæti hann vel staðið undir plötu sjálfur. Karl setti því saman svo- kallaða Bæjarsveit sem m.a. hafði á að skipa þeim Tómasi Tómassyni bassaleikara og Þórði Árnasyni gít- arleikara, sem Karl átti eftir að vinna með síðar í Þursaflokknum. Aðrir liðsmenn Bæjarsveitarinnar voru m.a. Sigurður Karlsson trommuleikari, Grettir Björnsson harmonikkuleikari og Gunnar Ormslev saxafónleikari. Ási var svo drifinn inn í hljóðver og var útkoman úr þessu samkrulli nokk sérstæð en alveg afskaplega heillandi. Undirspilið og innlegg Ása virðast þrífast í tveimur heim- um, tónlistin með dálitlum áttunda áratugsblæ (nett Steely Dan- stemmning lætur á sér kræla) en söngur Ása eins „hreinn“ og hann getur orðið þar sem hann syngur með eigin nefi um drykkjusvall, sjó- mannslíf og allra handa sveitaróm- antík. Óhefluð en giska lagviss söngröddin varpar manni inn í ann- an heim sem virðist laus við allt pjatt, prjál og „kjaftæði“. „Á gallabuxum og gúmmískóm/ hún gengur árla dags/Í fiskiverið svo frísk og kát/og flakar til sól- arslags“ segir t.d. í „Maja litla“ og í laginu „Í verum“ segir m.a.: „Svo siglum við suður á land/því síldin er komin þar/og braskararnir kætast/ og bytturnar mætast/og berjast um stelpurnar“. Hreinskiptir textarnir eru á stundum óborganlegir en hæstu hæðum nær Ási þó í laginu um Gölla Valdason. Textinn felur í sér heilnæman boðskap þar sem hjartahlýi utangarðsmaðurinn er lofsunginn á kostnað „venjulega“ fólksins sem alltaf setur sig á háan hest en síðan „saknar þess enginn“ eins og Ási syngur með tilþrifum.    Aron Arnarson hjá Thule-hljóðverum sá um að endur- hljóðblanda og hljómjafna Undra- hattinn fyrir geisladisk og var not- ast við upprunalegu segulböndin sem brúkuð voru í Hljóðrita fyrir tuttugu og sex árum. Útgáfur sem þessar eru að verða mikilvægari eftir því sem frá líður. Auðveldari og ódýrari tækni hefur a.m.k. búið vel í haginn fyrir slíka starfsemi. Greinarhöfundur furðar sig á því að ekki sé gert meira af þessu, fyrst í ár var hægt að nálgast Óðin Valdimarsson á geisladiski, og diskur með Sigurði Ólafssyni kom fyrst út í fyrra og fór lágt. Hreini Pálssyni, einum vinsælasta söngv- ara Íslands á fjórða og þriðja ára- tugnum, hefur enn ekki verið gerð skil. Og þeir – og þær – eru fleiri. Ég held að markaðsmenn ættu að athuga þessi mál nánar. Geislaplata eins og Undrahatturinn nær t.d. að þjóna tveimur neytendahópum; áhugasömum yngri hlustendum og þeim eldri sem eru fyrir löngu bún- ir að henda plötuspilaranum sínum. Peningalega gæti svona útgáfu- starfsemi því vel borgað sig þó að- alatriðið sé auðvitað að gera þessa hluti aðgengilega, hreinlega bjarga þeim frá glötun. Slíkt er og verður ómetanlegt og menn fá þá a.m.k. greitt vel fyrir á himnum. Alþýðutónlist frá Eyjum AF LISTUM Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is ’Óhefluð en giska lagvisssöngröddin varpar manni inn í annan heim sem virðist laus við allt pjatt, prjál og „kjaftæði“.‘

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.