Morgunblaðið - 29.12.2004, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 29.12.2004, Qupperneq 42
42 MIÐVIKUDAGUR 29. DESEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 10.15. B.i. 14 ára.Sýnd kl. 3.30, 5.45 og 8. PoppTíví  Hann er á toppnum... og allir á eftir honum Framleidd af Mel Gibson Pottþéttur spennutryllir... ... Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 14 ára. Jólaklúður Kranks Jólamynd fjölskyldunnar Sýnd kl. 2, 3, 4, 5, 6, 7, 8, 9, 10, og 11. Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÍSLENSKT TAL Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.15 B.i. 16 ára Sýnd kl. 2, 4, 8 og 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. ÍSLENSKT TAL SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRI SMÁAR HETJUR STÓRT ÆVINTÝRII I BLÓÐBAÐIÐ ER HAFIÐ VAMPÍRUBANINN BLADE ER MÆTTUR AFTUR HÆTTULEGRI EN NOKKRU SINNI FYRR Í I I I I kl. 3, 5, 7, 9 og 11. GLEÐILEG JÓL GLEÐILEG JÓL GLEÐILEG JÓL VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐII I I I Í I IVIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐII I I I Í I I ÍSLANDSBANKI ÍSLANDSBANKI ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL   ... „séríslenskt Fönn, fönn, fönn!“  SV MBL í l "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... rí l t , f , f ! ... l t , rí fj r... r "...bráðvel heppnuð skemmtun, grín og fjör..."  ÓHT rás 2 ... l t , rí fj r... r   SKÁLDSÖGUR Jane Austen hafa orðið mörgum kvikmyndastjór- anum ríkulegur innblástur. Pat- ricia Rozema gerði skemmtilega mynd eftir Mansfield Park og gleymum ekki Clueless, klassískri unglingamynd Amy Heckerling sem byggðist á Emmu. Konuefni og kreddur er „Bollywood“- útgáfan af Hroka og hleypidómum og er hún býsna forvitnileg kvik- mynd. Svona klassísk ástarsaga er auðvitað upplögð í dans- og söngvamynd og ekki síst þar sem verið er að fjalla um hjónabönd þar sem foreldrar ákveða ráðahag- inn, líkt og gert var á tímum Jane Austen. En þessi mynd er furðu- leg blanda af nokkrum tegundum kvikmynda, og veit ekki í hvaða fót af mörgum hún vill stíga. Sagan segir frá Lalitu og þrem- ur systrum hennar í Amritsar í Indlandi. Þetta eru fagrar ungar konur og gjafvaxta, tilbúnar í hjónabandið, og móðirin meira en æst í að gefa þær góðum mönnum. Og nú er á ferð í Indlandi Bingley nokkur sem alist hefur upp í Eng- landi og hrífst af systur Lalitu. Með honum er William nokkur Darcy, forríkur og fúll bandarísk- ur hóteleigandi. Það er stórskemmtileg og spennandi hugmynd að setja þessa sögu söngleikjabúning í takt við indverska Bollywood-hefð en sem gæti höfðað til vestrænna áhorf- enda. En sem söngva- og dans- mynd er hún alls ekki nógu vel heppnuð. Lögin eru hreinlega lé- leg, melódíurnar leiðinlegar og textinn illa skrifaður og innihalds- laus. Það var mjög erfitt að sitja undir flestum þeim, nema kannski helst laginu í lokin sem er skemmtileg blanda af hefðbundnu indversku lagi en sem er sungið af gospelkór. Það kemur bara vel út og er táknrænt á því augnabliki. Án þess að ég viti nokkur um indverska dansa, þá kom mér á óvart hversu skessulegir dans- arnir voru yfir höfuð, og get ekki ímyndað mér annað en að það hefði mátt koma með fallegri dansa úr svo dulúðlegu menning- arsamfélagi sem Indland er. Í einu atriðinu sem er nokkuð fynd- ið, dansar ein systirin slöngudans, og þar loksins sér maður áhuga- verðan dans, en þá er allt í gríni. Myndin er þó oftast mjög falleg og flest hópatriðinu einstaklega litrík. Sjaldan hef ég séð jafnmikið af fallegum fötum í einni mynd. Ríki Kaninn varð ósköp litlaus í sínum fínu Boss-jakkafötum, á móts við Indverjana sem voru stórkostlegir til fara. Öfugt við margar kvikmyndir var myndin ansi leiðinleg fyrri helminginn en lifnar öll við í þeim seinni. Því má helst kenna um að persónurnar voru svo leiðinlegar. Eins og við öll vitum er Darcy stífur og leiðinlegur og á að vera það til að byrja með. Það sem tekst hins vegar ekki að koma til skila hér er dýpt persónanna í skáldsögunni, einsemdin sem hrjá- ir þau og hræðslan. Darcy og vinir eru einfaldlega óheillandi og klisjukenndar snobbhænur. Fínu drættirnir hafa flogið út um gluggann og allt sem við fáum eru flatar og yfirborðskenndar týpur. Og ekki nóg með það, heldur er Elizabeth Bennet myndarinnar, hin fagra Lalita, líka leiðinleg. Textinn sem hún fær er fárán- legur, en það er hlutverk hennar í Forvitnileg furðumynd KVIKMYNDIR Regnboginn og Laugarásbíó Leikstjórn: Gurinder Chadha. Handrit: Paul Mayeda Berges og Gur- inder Chadha eftir skáldsögu Jane Aust- en Pride and Prejudice. Kvikmyndataka: Santosh Sivan. Aðalhlutverk: Aishwarya Rai, Martin Henderson, Daniel Gillies, Naveen Andrews, Namrata Shirodkar, Indira Varma og Nadira Babbar. BNA/ Bretland. Pathé 2004. Konuefni og kreddur (Bride & Prejudice)  Aishwarya Rai fer með aðal- hlutverkið í Bride & Prejudice.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.