24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 7

24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 7
24stundir MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 7 Elías Jón Guðjónsson elias@24stundir.is „Það er mjög langt síðan ég hef upplifað aðrar eins hviður,“ segir Gunnar Stefánsson sem stóð í ströngu í óveðrinu í Reykjanesbæ á mánudagskvöldið og aðfaranótt þriðjudagsins með Björgunarsveit- inni Suðurnesjum. Hjólhýsi á loft „Það gerði gríðarlegar rokur,“ segir Gunnar og bætir við: „Á einni bílasölu tókst hjólhýsi á loft og við komum taugum á það þannig að það fyki ekki lengra og ylli frekari skemmdum og hættu.“ Hann segir að mikið hafi gengið á í bænum og að 30 björgunarsveitamenn hafi verið þar að störfum. „Töluverðar skemmdir urðu í bænum. Hjólhýs- ið var til dæmis ónýtt og svo fuku þakplötur, grindverk og fleira. Það ver ekkert eitt stórt sem skemmdist en ef þú tekur allt saman er tjónið töluvert, í viðbót við óþægindin.“ Gunnar segir að óveðrið hafi byrj- að um hálftíu. „Hlutir eins og jóla- skraut, seríur og jólasveinar fóru af stað og fyrsta útkallið mitt var þeg- ar ég þurfti að stökkva út og bjarga jólaseríu heima.“ Ekki í hættu Gunnar segir að björgunarsveit- menn hafi ekki verið í mikilli hættu. „Lóðsinn í Keflavíkurhöfn slitnaði frá bryggjunni. Það er kannski mesta hættan sem menn leggja sig í þegar þeir eru farnir að berjast í veðrinu og ölduganginum á bryggjunni,“ segir hann og bætir því að þeim hafi tekist að bjarga lóðsinum án stórvandræða. Aðfaranótt þriðjudagsins var annasöm hjá björgunarsveitarmönnum á suðvesturhorninu Hjólhýsi, grindverk og þakplötur á flugi ➤ Um 170 útköll voru hjá björg-unarsveitum á suðvest- urhorni landsins. ➤ Hátt í 200 björgunarsveit-armenn aðstoðuðu fólk og reyndu að hemja ýmsa hluti. BJÖRGUNARSVEITIR Langminnstur koltvísýringsútblástur verður þegar ál er framleitt með orku úr vatnsaflsvirkjunum og næstminnstur þegar orkan er framleidd í jarðvarmavirkjunum. Þetta kemur fram í skriflegu svari umhverfisráð- herra við fyrirspurn Magnúsar Stefánssonar, þingmanns Framsóknar- flokksins, um það hver áætluð losun koltvísýrings sé á hvert framleitt tonn af áli eftir því hvaða orkugjafi er notaður. Einnig stendur að 57 prósent af orku til álframleiðslu í heiminum komi úr vatnsaflsvirkjunum. ejg LOSUN CO2 VIÐ ÁLFRAMLEIÐSLU Olía 1% Kol 28% Jarðgas 9% Jarðvarma - Vatnsafl 57% 13,3 14,1 9,5 2,5 1,7 10% = Hlutfall af heimsframleiðslu sem framleitt er með viðkomandi orkugjafa. 10 = Losuð tonn af CO2 á hvert framleitt tonn af áli.Orkugjafi Umhverfisráðherra svarar fyrirspurn Vatnsaflið er hreinast Stórframkvæmdir, aukin þjónusta og vöxtur í atvinnu- lífi er meðal þess sem íbúar Hafnarfjarðar mega búast við á næsta ári, samkvæmt fjár- hagsáætlun sveitarfélagsins. Stefnt er að miklum fram- kvæmdum á vegum Hafn- arfjarðarbæjar, en vegna trausts fjárhags er eingöngu gert ráð fyrir nýjum lang- tímalántökum vegna átaks í kaupum á leiguíbúðum. aij Hafnarfjörður Góð staða Tuttugu og átta hljóta heið- urslaun listamanna á næsta ári samkvæmt tillögu mennta- málanefndar Alþingis. Upphæð launanna hækkar úr 1,6 milljónum í 1,8 milljónir en heiðurslaunaþegum fækkar um tvo. Guðmundur Jónsson og Kristinn Hallsson létust á árinu. Ekki er gerð tillaga um heiðurslaunaþega í stað þeirra. mbl.is Heiðurslaun listamanna Færri úthlutað * Ef keypt er fyrir 3.000 kr. eða meira á meðan birgðir endast. Framtíðarreikningur Glitnis – fyrir káta krakka með stóra drauma • Bestu vextir sparireikninga bankans • Verðtryggður reikningur • Auðvelt og þægilegt að spara reglulega • Bundinn þar til barnið verður 18 ára Gefðu inneign á Framtíðarreikning Glitnis og fáðu fallega Latabæjarderhúfu í Latabæjaröskju í kaupbæti.* Framtíðarreikning færðu í næsta útibúi Glitnis. Það er líka sáraeinfalt að ganga frá málinu á www.glitnir.is og fá glaðninginn sendan beint heim. Erlendur karlmaður á fertugs- aldri, sem verið hefur í gæsluvarð- haldi frá því um síðustu mánaða- mót vegna gruns um að hafa valdið dauða fjögurra ára drengs í Reykja- nesbæ, var í gær úrskurðaður í far- bann til 8. janúar. Hann er laus úr gæsluvarðhaldi. Efnisþræðir, sem fundust á bíl mannsins, voru sendir til tækni- rannsóknar hjá tæknideild norsku lögreglunnar. Lögreglan á Suður- nesjum segir, að niðurstaða þeirrar rannsóknar liggi nú fyrir og stað- festi, að efnisþræðirnir samsvari efnisþráðum sem teknir voru úr fatnaði drengsins. Þessi niðurstaða styðji enn frekar þá tæknirann- sókn, sem gerð hafði verið á bif- reiðinni og unnin var af tækni- deildum lögreglu á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu með að- komu réttarlæknis og sérfræðings frá fræðslumiðstöð bílgreina. Mað- urinn hefur þráfaldlega neitað að hafa valdið slysinu. mbl.is Grunaður um að aka á dreng í Reykjanesbæ Settur í farbann

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.