24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 42

24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is Fyrrum yfirhönnuður Lego í Dan- mörku, Ulrik Pilegaard, hefur nú gefið út bókina „Forbidden Lego: Build the Models Your Parents War- ned You Against“ sem hefur slegið í gegn erlendis, enda á ferðinni upp- skriftabók upprennandi prakkara. Í bókinni er að finna teikningar að lásbogum, byssum og ýmsum öðr- um tólum og tækjum sem Lego fyrirtækið vildi ekki selja undir sínu nafni. Leikföng handa fullorðnum „Þegar ég vann hjá Lego átti ég það til öðru hverju, að búa til flotta hluti sem yfirmenn mínir vildu ekki samþykkja,“ sagði Ulrik við Kaupmannahafnarpóstinn. Ulrik viðurkennir að bókin sé kannski frekar miðuð að eldri kynslóðinni, þar sem háhraðaflugskeyti og há- spennurafmagnsbílar séu ekki barnameðfæri, þó svo „leikföngin“ séu úr Lego sem hingað til hefur þótt uppbyggjandi og tiltölulega öruggt leikfang. Ekki til á Íslandi - ennþá! Að sögn Baldurs Helgasonar hjá Máli & menningu er bókin ekki fá- anleg hjá þeim. „En ef hún er jafn vinsæl og af er látið þá mun hún mjög líklega verða pöntuð til okkar og komin í sölu fyrir jólin.“ Sam- kvæmt starfsmanni Eymundsson í verslun fyrirtækisins á Keflavík- urflugvelli er bókin ekki til hjá þeim en það mun að öllum lík- indum verða hægt að sérpanta bókina í búðum þeirra á Reykja- víkursvæðinu. Ekki lífshættuleg leikföng Engin leikföng sem hægt er að gera upp úr bókinni eru lífs- hættuleg, en samkvæmt talsmanni Lego-fyrirtækisins héldu þeir í fyrstu að Ulrik væri að ljóstra upp leyndamálum þeirra. „Þegar við komumst að hinu sanna róuðumst við aðeins. Þótt notkun Lego- kubbanna sé ekki fyrirtækinu að skapi er ekkert sem við getum gert. Fólki er frjálst að kubba eins og því sýnist.“ Upp með hendur! Þessi lásbogi er gerður úr meinlaus- um Lego-kubbum. Ný bók með Lego-byssum og Lego-lásbogum slær í gegn Lego fyrir full- orðna prakkara Lego hefur löngum verið eitt vinsælasta leikfangið á markaðnum enda til margra hluta nytsamlegt. Nú er komin út bók með teikningum af Lego- leikföngum prakkarans. ➤ Lego var stofnað 1934 í af OleKirk Christiansen. ➤ Nafngiftin er tilkomin afdönsku orðunum Leg godt, sem þýðir: Leiktu þér vel. ➤ Legolandið í Billund varstofnað árið 1968. LEGO Hryllingsmyndin Saw IV, eða Sög 4, er nýjasta viðbótin við hina vinsælu Saw-seríu sem hefur feng- ið fullorðið fólk til að kasta upp síðan 2004. Forvígismaður und- anfaranna, Jigsaw, lést í þriðju myndinni, en verk hans halda áfram í dauðanum. Upphafsatriði myndarinnar er eftirminnilegt, en þar er Jigsaw krufinn, með tilheyr- andi heilabrottnámsaðgerð og Y- skurði. Aðfarirnar eru allt annað en geðslegar, en að vissu leyti mjög fræðandi, fyrir verðandi meina- fræðinga til dæmis. Við krufn- inguna finnst spóla í maga Jigsaw, þar sem hann útlistar sitt síðasta verkefni. Þar kemur við sögu sér- sveitarmaðurinn Rigg og alríkis- fulltrúarnir Perez og Strahm. Rigg, sem haldinn er þeirri þráhyggju að hefur í fyrri myndunum að flestar sögupersónurnar drepast í lokin hvort sem er. Því er mjög erfitt fyr- ir slíka mynd að bjóða upp á óvænt málalok, þar sem áhorfendur er þekkja til myndanna hafa gert ráð fyrir óvæntum endi hvort sem er. En viti menn, boðið er upp á „óvæntan“ endi, sem þrátt fyrir allt kemur örlítið á óvart. En ástæðan fyrir vinsældum mynda eins og Saw-seríunnar, Hostel-myndanna og annarra hryllingsmynda, er fyrst og fremst forvitni bíógesta um það hvernig fórnarlömbin eru vegin (eða slátrað í þessu tilviki). Hvort slík forvitni er mönnum holl skal ekki fullyrt um, en slíkar myndir hafa alltént eitthvert fræðslugildi. Maður lærir sitthvað um líffærafræði. urhúsi SS (Sláturfélags Suður- lands.) Í myndum sem slíkum eru það yfirleitt brellurnar, latexið og gerviblóðið sem ráða sögunni og fyrir vikið verður sagan götótt og klisjukennd. Ofbeldisatriðin eru gerð ofbeldisins vegna, líkt og raunin varð í þriðju myndinni. Saw IV er þó, merkilegt nokk, furðuvel samsett hvað söguvindu varðar, þó seint verði hún talin frumleg. Handritið sleppur fyrir horn meðan sköpunargleðin fær að njóta sín í sífellt ógeðfelldari blóðsúthellingum og ótrúlegt hvað hægt er að tína til af viðbjóði í heilar fjórar myndir. Manninum eru víst engin takmörk sett þegar kemur að pyntingum og limlest- ingum. Spennan í myndinni er hins vegar ekki mikil, þar sem lærst reyna að bjarga öllum í kringum sig, fær einmitt það verkefni að reyna að bjarga sem flestum, með misjöfnum árangri. Inn í þá sögu fléttast aðrar minni hliðarsögur, álíka blóðugar og gólfið í slát- Þungur hnífur! Ein af beittari þrautum Jigsaw. Fræðslumynd um krufningar og líffærafræði Saw IV Bíó: Regnboginn og Laugarásbíó Leik stjóri: Darren Lynn Bousman Að al hlut verk: Tobin Bell, Scott Patterson, Costas Mandylor og Betsy Russel Eft ir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@24stundir.is BÍÓ Tölvurisinn IBM skoðar nú möguleikana á því að koma aug- lýsingum fyrir á DVD-diskum. Þá mun upplifunin af áhorfi DVD- diska, sem almenningur kaupir eða leigir, verða svipað því sem gerist í sjónvarpinu. Ákveðin auglýs- ingahólf munu gera hlé á mynd- inni til þess að koma áróðri fyr- irtækja fyrir. Ljóst er að um gríðarlega byltingu verður að ræða fái hugmyndin hljómgrunn, en jafnframt er ljóst að um gríðarlega misnotkun á neytendum er að ræða, að sögn gagngrýnenda hug- myndarinnar. IBM segir þó að tvær tegundir DVD-diska verði í boði. Sú dýrari verði án auglýsinga, en sú ódýrari innihaldi auglýs- ingar. Ennþá er þetta aðeins hug- mynd, en þegar slík risafyrirtæki fá hugmynd að tekjuaukningu, verð- ur hún yfirleitt að veruleika. Hins vegar verður fróðlegt að sjá hvort almenningur taki slíkt í sátt, nema um verulega lækkun verði að ræða á þeim DVD-diskum sem inni- halda auglýsingar. Ekkert hefur komið fram um, hvort hægt verði að spóla yfir auglýsingarnar, sem hlýtur að teljast nauðsynlegt. Auglýsingar í DVD-myndum 24LÍFIÐ 24@24stundir.is a Þegar ég vann hjá Lego átti ég það til öðru hverju, að búa til flotta hluti sem yfirmenn mínir vildu ekki samþykkja. ixÜ" HJHCA@ Maturinn á borðið til þín / Engin biðröð ^tÄw|Ü Ü°àà|Ü [x|à|Ü Ü°àà|Ü Xyà|ÜÜ°àà|Ü ]™Ät{Ät"uÉÜ" ECCJ fàÉÄà xÜ É~~tÜ {ätà| Veitingahúsið Einar Ben Veltusund 1 (við Ingólfstorg) S: 511 5090 einarben@einarben.is Misty, Laugavegi 178, Sími 551 3366 Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf www.misty.is Rosalega flottur og sexí í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990,- Mjúkur, samt haldgóður, mjög gott snið í D,DD,E,F,FF,G,GG,H,HH,J skálum á kr. 5.990, Stelpulegur og sætur í D,DD,E,F,FF,G skálum á kr. 4.990,- Serblad 24 stunda jolablad 14 des 2007 upplysingar Kolbrun S.510 3722 Kolla@24stundir.is Kata@24stundir.is Katrin s.510 3727

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.