24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 46

24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 46
46 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 24stundir Ný vefsíða www.stjornuspeki.is Frí dagleg stjörnuspá. Hvernig eigum við saman? Fræga fólkið. „Ef þið hjónin hafið ákveðið að eignast ekki fleiri börn skaltu láta taka þig úr sambandi. Engan heigulsskap. Sumir óttast að karl- mennskan minnki eða hverfi en ég get fullyrt að hún eykst ef eitt- hvað er. [...] Því fylgir minni sárs- auki að láta taka sig úr sambandi en að fara til tannlæknis.“ Þorgrímur Þráinsson thorgrimur.eyjan.is „Mikið er þessi Geir Ólafsson skrítinn kall, ég er búinn að sjá hann í tveimur sjónvarpsþáttum. Ég hafði mjög gaman af þessu viðtali, get sagt að ég skil ekki af hverju hann labbaði ekki út, en það er önnur saga. Ég held ég kaupi allavega ekki plötuna hjá þessum óláns pilti!“ Lúkas Jarl Kolbjarnarson visir.is/eljaki „Hvað getur VISA gert að því þó að þeir sem vilja versla klám á netinu borgi með VISA. Ef femín- istar halda svona áfram þá hætta allir að taka mark á þeim. Það er margt gott sem femínistar hafa verið að leggja áherslu á en upp á síðkastið hefur ekkert annað en rugl komið frá þeim.“ Þórður Ingi Bjarnason torduringi.blog.is BLOGGARINN Eftir Atla Fannar Bjarkason atli@24stundir.is „Þetta var alvöru hrekkur og ég var tekinn,“ sagði Guðmundur Rafn- kell Gíslason, söngvari hljómsveit- arinnar Súellenar, á bloggsíðu sinni í gær. Aðdáendur sveit- arinnar ráku upp stór augu á mánudag þegar Guðmundur bloggaði um að félagar hans hefðu rekið hann úr hljómsveitinni. Guðmundur sagðist hafa fengið SMS-skilaboð aðfaranótt sunnu- dags sem sögðu að hann væri ekki lengur í hljómsveitinni og að eft- irmaður hans væri þegar fundinn. „Ég hefði nú þegið það að vera boðaður á fund, til að ræða málin. Mér finnst ég nú eiga það skilið eftir 25 ára farsælt starf,“ sagði Guðmundur á bloggsíðunni. Bjuggust ekki við fjaðrafoki Nú hefur komið á daginn að það eru fleiri hrekkjalómar á Íslandi en Auðunn Blöndal og Vífill Atlason frá Akranesi. Guðmundur blogg- aði um málið til að stríða félögum sínum með kvikindislegum brand- aranum. Bjarni Halldór Kristjánsson, gít- arleikari Súellenar, segir í samtali við 24 stundir að hrekkurinn hefði heppnast ótrúlega vel. „Gummi hefndi sín á mér með því að skrifa bloggið,“ segir Bjarni og hlær. „Hann fattaði strax að við vorum að hrekkja hann. Okkur óraði ekki fyrir að það yrði svona mikið fjaðrafok.“ Vefmiðillinn Eyjan.is vísaði á bloggsíðu Guðmundar í kjölfarið á því að hann tilkynnti um „brott- reksturinn“. Hann fékk fljótt margar athugasemdir frá sárum aðdáendum Súellenar sem trúðu ekki sínum eigin augum og skildu eftir samúðarkveðjur. Töldu að þeir væru gleymdir Viðbrögðin komu hrekkjalóm- inum Bjarna Halldóri á óvart vegna þess að hann taldi að hljóm- sveitin Súellen væri löngu gleymd. „Menn voru ekki alveg sammála um hvað átti að fara með hrekkinn langt,“ segir hann. „En við ákváðum núna að þetta væri orðið nóg, við vildum ekki að það kæmi frétt í blöðunum um að Guð- mundur hefði verið rekinn.“ Bjarni Halldór segir að hrekk- urinn sé ekki fyrirboði um end- urkomu Súellenar. „Nei, því mið- ur. Ég hugsaði eftir á um hvað þetta væri ótrúlegt auglýs- ingabragð. Nú veit ég hvað við ger- um næst þegar við gefum út lag!“ Fleiri en Auðunn Blöndal og Vífill Atlason kunna að hrekkja Súellen gabbaði aðdáendur sína Hljómsveitarmeðlimir Sú- ellenar töldu að sveitin væri löngu gleymd þegar þeir ákváðu að „reka“ söngvarann. Hann sá við þeim og hrekkti aðdá- endurna í leiðinni. Samrýmdir Hljómsveitin Súellen er ekki búin að reka söngvarann. ➤ Súellen kemur frá Austur-landi og gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 1987. ➤ Hljómsveitin sló í gegn meðlaginu Símon er lasinn sama ár, en lagið náði efsta sæti vinsældarlista Rásar 2. ➤ Súellen sendi síðast frá sérlögin Dúett í Dallas og Þriðja hjólið árið 2005. SÚELLEN HEYRST HEFUR … Geir Magnússon, íþróttafréttamaður á RÚV, færir sig um set á næstunni og hefur störf hjá Glitni. Geir bætist þannig í hóp sjónvarpsstjarna sem vinna í banka, en eins og alþjóð veit hófu Simmi og Jói störf hjá Landsbankanum fyrir nokkrum misserum. Geir ætti ekki að leiðast í vinnunni því stuðboltinn Jónsi í Svörtum fötum starfar einnig hjá Glitni og tekur væntanlega á móti honum með söng. afb Haukur Magnússon blaðamaður á stórkostlegt við- tal við Svavar Lúthersson, eiganda Torrent.is, í nýj- asta tölublaði Grapevine. Í viðtalinu kemur fram að Svavari finnst að tónlistarmenn ættu að líta á tón- listina sem hobbí, en ekki gera þau „mistök“ að líta á hana sem starfsferil. Í viðtalinu kemur einnig fram að Svavar þénaði 342.000 á mánuði sem fram- kvæmdastjóri Istorrent ehf. Nokkuð gott. afb Fegurðardrottningin Unnur Steinsson eignaðist dóttur 12. nóvember síðastliðinn. Sú litla er sem sagt mánaðargömul í dag og hefur hlotið nafnið Helga Sóley. Stóra systir Helgu, alheimsfegurð- ardrottningin Unnur Birna, er að ljúka prófum á haustönn í dag í lögfræði við Háskólann í Reykjavík og ætlar víst að vera dugleg að hjálpa mömmu heima fyrir í jólafríinu. afb Guðmundur Stefán Þorvaldsson er gítarleikari í hljómsveitinni Hraun og nýkominn heim frá Lundúnum þar sem sveitin tók þátt í lagakeppni BBC með glæst- um árangri. Hann varð fyrir því óhappi að tapa Gibson-gítarnum sínum á Airwaves-hátíðinni í októ- ber síðastliðnum. Hljómsveitin sendi út frétta- tilkynningar og rafpósta til hægri og vinstri en ekkert gekk. Söngvari sveitarinnar, Svavar Knútur, tók það til bragðs að nefna gít- armissinn í spjalli við 24 stundir áður en þeir fóru til Lundúna. Og það var eins og við manninn mælt: Rétt áður en sveitin hélt utan fékk hún fregnir af því að gítarinn væri fundinn. Las viðtal í 24 stundum „Þetta voru mistök hjá ein- hverjum baksviðs á Airwaves. Gít- arinn var óvart tekinn út í bíl sem skutlaði erlendu tónlistarmönn- unum, og bílstjórinn lét Hr. Örlyg sem sér um hátíðina vita. Ég var líka búinn að láta vita að mig vant- aði gítarinn, en þetta small þó ekki saman fyrr en bílstjórinn las við- talið við Svavar í 24 stundum,“ segir Guðmundur. „Þetta er Gibson-gítar og eflaust rúmlega 150 þúsund króna virði. Bílstjórinn var farinn að fá tilboð í gítarinn en eitthvað innra með honum sagði honum þó að eigand- inn myndi gefa sig fram og því sat hann sem fastast á honum,“ segir Guðmundur. „Þegar Loftur, bassa- leikari Hrauns, hringdi í mig og sagði mér að gítarinn væri fundinn varð ég eitthvað svo æstur að ég þurfti að biðja hann um að segja mér þetta oft. Ég bara náði þessu ekki,“ segir Guðmundur himinlif- andi að lokum. heida@24stundir.is Farsæll endir á dularfulla gítarmissinum Gítarnum skilað eftir blaðagreinina Guðmundur Trúði varla eigin eyr- um er hann fékk góðu fréttirnar 24stundir/Golli Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Su doku 7 2 8 1 9 6 4 5 3 1 9 4 7 3 5 8 6 2 3 5 6 2 8 4 7 9 1 9 3 7 4 6 8 1 2 5 8 1 2 3 5 7 6 4 9 4 6 5 9 1 2 3 7 8 6 4 3 5 2 1 9 8 7 2 8 9 6 7 3 5 1 4 5 7 1 8 4 9 2 3 6 Þeir tóku alla loðfeldina mína! 24FÓLK folk@24stundir.is a Það er enginn meiri en Geiri. Ertu orðinn svona meyr, Geir? Geir Ólafsson er ósáttur við viðtal sem Erpur Eyvindarson tók við hann fyrir þátt sinn á Sirkus, en þeir tókust á í Íslandi í dag í fyrradag, en skildu þó í vinsemd. Geir segist ekki vera sami maður og fyrir þremur árum, þegar hann gamnaði sér með uppblásinni gúmmídúkku í viðtali við kallana.is.

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.