24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 29

24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 29
24stundir MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 29 Ingólfur Sigurðsson bakari tel- ur að laufabrauðsbakstur fari minnkandi í íslensku samfélagi. „Fólk er hætt að gefa sér tíma til að baka laufabrauð enda er svo lítill tími og svo margt sem þarf að gera fyrir jólin,“ segir Ingólfur en hann er þó sannfærður um að hefðin sé ekki alfarið að hverfa. „Tilbúið deig er enn mjög vin- sælt en það sparar mikinn tíma og einfaldar ferlið töluvert. Þó er mikilvægt að hafa viss atriði í huga áður en hafist er handa. Í fyrsta lagi er mjög mikilvægt að tryggja að deigið þorni ekki enda er það svo örþunnt. Gætið þess að þið séuð ekki að kaupa gamalt deig og hafið það vel innpakkað öllum stundum.“ Skurðurinn er aðalskemmt- unin í laufabrauðsbakstrinum enda er þá hægt að gefa ímynd- unaraflinu alveg lausan tauminn en mikilvægt er að steikja brauð- ið rétt. „Best er að nota djúpa pönnu ef hún er til en annars er hægt að nota breiðan pott. Olían verð- ur að sjálfsögðu sjóðandi heit og slettist gjarnan ef pannan er ekki nógu djúp. Palmín-feiti hentar best en sumir notast þó ennþá við tólg. Gott er að vera með stáltöng við höndina og steikja brauðið í stutta stund á hvorri hlið. Brauðið á aldrei að verða mjög dökkt heldur örlítið brún- að. Um leið og kakan er tekin upp úr pottinum er hún lögð á tuskustykki og annað stykki lagt yfir. Því næst þarf að pressa brauðið með hlemmi til að losna við umframfeiti.“ Ingólfur leggur mikið upp úr því að pressa vel enda segir hann algengt að feiti þráni við geymslu auk þess sem sléttar kökur stafl- ast betur. Þá er bara að hefja útskurðinn. iris@24stundir.is Góð ráð fyrir laufabrauðsbaksturinn Skemmtilegast að skera kökurnar Bakarinn Svindl- ar á jólunum. 24stundir/Ómar Smákökurnar eru ómissandi partur af jólahátíðinni en hér er uppskrift að bragðgóðum kókos- hringjum.  250 g smjör  250 g hveiti  250 g sykur  250 g kókosmjöl  1 egg Byrjið á að blanda öllum þurrefn- unum í skál og bætið því næst við eggi og smjörlíki og hnoðið vel saman. Gott er að láta deigið standa í ís- skáp yfir nótt. Bakað við 200°C í 5-7 mín. Uppskrift af www.eldhus.is. Girnilegar smákökur Jólalögin eru ómissandi þáttur í jólaundirbúningnum en fátt kemur manni í meira stuð en Rokkað í kringum jólatréð með Ladda og Ég hlakka svo til með Svölu Björgvins. Mikið er til af klassískum íslensk- um jólaplötum en þetta árið komu að sjálfsögðu út glænýjar plötur með vel þekktum flytj- endum á borð við Ladda, Friðrik Ómar og Guðrúnu Gunnars. Yfirleitt eru það þó gömlu góðu lögin sem koma landsmönnum í alvöru jólaskap. Ennþá er hægt að kaupa Friðarjól, Jól alla daga og Hjálpum þeim sem eru allar ómissandi í spilarann á jólunum. Hressandi jólalög Grýla er skelfilegasti kvenmaður allra tíma. Hún er gift kallinum Leppalúða og á með honum sjö stráka sem þekktir eru sem jóla- sveinarnir. Börn hafa óttast Grýlu á jólunum síðan á 17. öld en þá byrjaði hún að leita uppi óþekk börn sem hún stakk í poka og sauð í pottinum sínum. Grýla gamla hefur þó alltaf verið klaufsk og því tekst börnunum yfirleitt að sleppa frá henni. Ógurleg Grýla T B W A \R E Y K JA V ÍK \ S ÍA - 9 0 7 1 4 5 2 Aseta ehf Tunguháls 17 110 Reykjavík sími: 533 1600 aseta@aseta.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.