24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 22

24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Kristjönu Guðbrandsdóttur dista@24stundir.is Sæmundur Norðfjörð og bræð- urnir Árni Þór og Hannes Lárus Jónssynir stofnuðu kvikmynda- framleiðslufyrirtækið Republik vorið 2006. „Við erum hreinræktað kvikmyndaframleiðslufyr- irtæki; framleiðum sjónvarps- auglýsingar, heimildarmyndir, stuttmyndir og þegar fram í sækir stefnum við á að gera kvikmyndir í fullri lengd,“ segir Sæmundur. Polaroid myndir af gestum Rýmið er hannað af hjón- unum Sigríði Sigurjónsdóttur og Halldóri Lárussyni og arkitekt- inn Davíð Pitt vann einnig að breytingum á húsnæðinu. Inni í Republik má sjá vöru- bretti sem breytt hefur verið í hillusamstæðu, leikfangarisaeðlur í hillum, austur-evrópsk áróð- ursplaköt eru uppi á veggjum og í einu horninu stendur Andrés Önd. „Við unnum hjá Saga Film árum saman áður en við stofn- uðum Republik og Andrés Önd stóð vaktina þar. „Hann var tek- inn með og ráðinn til Republik,“ segir Hannes. Aðspurður um líf- legt vinnumhverfi segir Hannes það mikilvægt að þeim líði vel á skrifstofunni. Á einum vegg hangir uppi fjöldinn allur af Polaroid mynd- um. „Við tökum myndir af þeim gestum sem koma í heimsókn og hengjum upp,“ segir Hannes. Jólaandi og uppgangur „Það ríkir jólaandi meðal okk- ur þessa stundina,“ segir Sæ- mundur og bætir við að annars sveiflist andinn eftir efninu. Helstu verkefnin þessa stundina er framleiðsla tveggja auglýs- ingamynda í desember þá verður stuttmyndin „Örstutt Jól“ sem við framleiddum með ZikZak frumsýnd á Þorláksmessu, síðan erum við að klippa mynd fyrir Umferðarstofu, auk þess að vera að vinna í undirbúningi á heim- ildarmynd um fjöllistakonuna Sigríði Níelsdóttur. Strákarnir í Republik sóttir heim Líf við gömlu höfnina Við slippinn á gamla hafnarsvæðinu í Reykja- vík hefur vaknað einstök stemning og þar hafa fjölmörg fyrirtæki í skapandi iðnaði fundið sér stað. Þar á meðal strákarnir í kvikmynda- framleiðslufyrirtækinu Republik. Hönnun og umgjörð fyrirtækisins hefur vakið verðskuld- aða athygli. Í kjölfar geimferðaáætlana, tækninýjunga og uppgötvana í vís- indum varð heimssamfélagið afar upptekið af því hvernig framtíð- arsamfélagið myndi líta út og arki- tektúr, hönnun húsgagna og heim- ilistækja var þar ekki undanskilin. Arkitektinn finnski Matti Suuro- nen fór alla leið og hannaði skemmtilegt hús í anda geimskips, í samræmi við þær hugmyndir sem voru uppi um þau á þeim tíma. Sjá má fyrir sér skemmtilegt þorp með húsum gerðum í þessum stíl og ætti bygging þeirra ennfremur að geta verið afar vistvæn þar sem hægt væri að nýta sólarorku og jarðvarma til upphitunar. dista@24stundir.is Útópísk geimhönnun sjöunda áratugarins Geimhús Matti Suuronen Nútíminn Hér má sjá innviði húss sem byggt er í nútímanum í stíl geimhúss Matti. Vistarverur Robinson fjölskyld- unnar Eins og má sjá er heimilið nærri því búið undir flugtak. Bjart og líflegt Andrés Önd, Árni Þór og Hannes við vinnu sína á Seljavegi 24stundir/Golli Nokkrir reynsluboltar Frá vinstri Árni Þór Jónsson, Sæmundur Norð- fjörð og Hannes Friðbjarnarson Risaeðlur og smádót Í hillunum er margt ævintýralegt dót sem lífgar upp á vinnustaðinn. Polaroid-myndir af gestum Strák- arnir taka myndir sem þeir hengja upp til skrauts og skemmtunar. Sími 557 9300 Fax 567 9343 www.jso.is Netf: jso@jso.is í i .j .i j j .i SJÁLFLÍMANDI HNÍFAPARASKORÐUR Gullkistan - Frakkastíg 10 - Sími: 551-3160. Hjálpa þér að halda öllu í skorðum í skúffum.Einning sjálflímandi filt tilað klæða skúffur og filt með verjandi efni svo ekki falli á silfur og silfur-plett.Við eigum líka fægilög, fægiklúta og ídýfulög til að hreinsa. SENDUM Í PÓSTKRÖFU. Fallegar og vandaðar vörur sem laða fram réttu stemninguna

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.