24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 30

24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 24stundir Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@24stundir.isE Ein þeirra bóka sem tilnefndar eru til Íslensku bókmenntaverð- launanna í ár er Kalt er annars blóð eftir Þórunni Erlu-Valdimarsdótt- ur, en þar eru allnokkrar persónur Njálu mátaðar við nútímann. „Ég hef alltaf hrifist af miðöldum og þarna sá ég tækifæri til að leika mér með Njálu og stúdera hana, um leið og ég væri að vinna skáldverk,“ seg- ir Þórunn. „Ég hef gert nokkuð af því að lesa fræðibækur um það hvernig eigi að vinna kvikmynda- handrit og núna byrja ég aldrei á verki án þess að búa til beinagrind eins og ég sé að leggja upp með kvikmyndahandrit. Í þessari nýju bók nota ég fléttur, persónur og stef úr Njálu. Njála er mikil og stór saga en hún er líka sápa. Ég er kona með marga karlmenn í kringum mig og þeir hlæja að mínum kvikmynda- smekk, sem ég veit að er hormóna- bundinn. Mér finnst ákaflega gam- an þegar ég hitti hámenntaða kvikmyndafræðinga að sletta því framan í þá að ég elski sápur. Þótt þannig myndir virki ekki á strákana þá er óþarfi af þeim að fyrirlíta þær. Mig langaði því til að fara inn í montnustu karlabók Íslandssög- unnar, Njálu, og sýna þær hliðar á þeirri bók sem hafa lítið verið til umræðu, sem sagt sápuhliðina.“ Smitandi hamingja Þórunn segir að það hafi verið einstaklega gaman að skrifa bókina, sem kemur út ári eftir að hún sendi frá sér afar vandaða og ítarlega ævi- sögu Matthíasar Jochumssonar. „Mér svíður þegar talað er niður til Launasjóðs rithöfunda. Fimm ár fóru í yfirlegu á Matthíasi og tvö þeirra á hálfum launum. Sú bók fékk enda mjög góðar móttökur og það – ásamt léttinum að ljúka henni loksins – gerði mig ham- ingjusama sem smitaðist yfir í þessa bók. En ég skammast mín létt fyrir að fá svona mikla athygli aftur. Kastljósið á Matthíasi í fyrra var honum líkt. Hann var frekur á at- hygli lifandi svo að ég var ekki hissa að hann væri það líka dauður. Nú er ég þakklát fyrir að fólk veit af þessari bók ef það þýðir aukna sölu og úthlutun úr Launasjóði, sem er bréf upp á rétt til að semja vand- aðar bækur. Við gefum út flestar bækur í heimi á hverja þúsund íbúa eða 5 stykki, Svíar koma næstir með 2 bækur, en vegna þeirrar aug- lýsingavæðingar sem við búum við fara margar framhjá. Tvær bækur mínar á undan Matta drukknuðu athyglislausar við ömurlega sölu. Mikilvægt er að við höldum áfram að veita bókum athygli eftir jól, „bestseller syndromið“ er hvergi eins sárt og hér á landi þar sem bóksalan er svo stutt. Bókafjara tek- ur við eftir jólaflóðið og þar liggur mörg bókin sem fólk veit ekki af. Fjölmiðlar ættu að leggja sig fram við að ganga þá fjöru og finna dýr- gripi.“ Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir „Mikilvægt er að við höldum áfram að veita bókum athygli eftir jól, „best- seller syndromið“ er hvergi eins sárt og hér á landi þar sem bóksalan er svo stutt.“ Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir sendir frá sér skáldsögu Leikið með Njálu ➤ Þórunn Erlu-Valdimarsdóttirhefur sent frá sér ljóðabók, skáldsögur, barna- og ung- lingabók, skrifað leikrit, ævi- sögur og sagnfræðirit. ➤ Fyrsta skáldsaga hennar, Höf-uðskepnur, kom út 1994. ➤ Skáldsagan Stúlka með fing-ur hlaut Menningarverðlaun DV árið 1999. KONAN„Mig langaði til að fara inn í montnustu karlabók Íslandssögunnar, Njálu, og sýna þær hliðar á þeirri bók sem hafa lítið verið til umræðu, sem- sagt sápuhliðina,“ segir Þórunn Erlu-Valdimars- dóttir um nýja skáldsögu sína. 24stundir/Eyþór Á þessum degi árið 1968 lést bandaríska leikkonan Tallulah Bankhead á sjúkrahúsi í New York, 66 ára gömul. Tallulah var þekkt leikkona sem kom bæði fram á sviði og í kvikmyndum. Hún var ekki síður fræg fyrir villt líferni og einstaklega sterkan persónuleika. Hún vakti athygli hvert sem hún fór enda var hún með af- brigðum orðheppin. Ástarlíf hennar var sérlega fjöl- skrúðugt, hún drakk ótæpilega og var kókaín- og ma- rijúananeytandi. Yfirþyrmandi persónuleiki hennar varð fyrirmynd að hinni frægu teiknimyndapersónu Cruellu De Vil í Disney-myndinni 101 Dalmat- íuhundur, en rétt er að taka fram að ólíkt Cruellu var Tallulah mikill dýravinur og auk þess hænd að börn- um. Þekktasta kvikmyndahlutverk Tallulah var í mynd- inni Lifeboat sem Alfred Hitchcock leikstýrði. Tallulah deyr MENNINGARMOLINN Komin eru út hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslensk- um fræðum Ljóðmæli séra Einars Sigurðssonar (1539- 1626) sem jafnan er kenndur við Eydali (Heydali) í Breiðdal en þar var hann prestur frá 1590 til dánardægurs. Einar Sigurðsson var höfuð- skáld þjóðarinnar í árdaga lúthersks siðar hér á landi og meðal annars höfundur jóla- sálmsins Nóttin var sú ágæt ein. Ljóðmæli höfuðskálds Bókin um Negrastrákana eftir Mugg og Gunnar Egilson olli, eins og flestum er kunnugt, töluverðu fjaðrafoki. Bókin seldist eins og heitar lummur og fyrr en varði var hún al- gjörlega uppseld. Önnur prentun er nú loksins komin í hús hjá Skruddu og verður dreift í verslanir í vikunni. Negrastrákarnir komnir aftur AFMÆLI Í DAG Frank Sinatra söngvari, 1915 Gustave Flaubert rithöfundur, 1821 Edvard Munch listmálari, 1863 Edward G. Robinson leikari, 1893 KOLLAOGKÚLTÚRINN kolbrun@24stundir.is a Hvað gerist þegar framtíðin er komin og farin? Robert Half Hrollvekjandi spennusaga um fegurðar- dýrkun nútímans. Allir skulu fara í skurðaðgerð! Í fyrra kom Ljót (Uglies). Nú kemur framhaldið Lagleg (Pretties). Hrikaleg spenna. www.tindur.is tindur@tindur.is

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.