24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 35

24 stundir - 12.12.2007, Blaðsíða 35
24stundir MIÐVIKUDAGUR 12. DESEMBER 2007 35 Jólaskógurinn í Hjalladal í Heiðmörk verður opnaður næsta laugardag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri opnar skóginn kl. 11 með því að fella fyrsta jólatréð og síðan gefst hverjum sem er tækifæri til að höggva eigið jólatré. Opið verður helgarnar 15.-16. des- ember og 22.-23. desember kl. 11-16. Jólasveinar aðstoða „Þetta er rosalega vinsælt og þeir sem gera þetta einu sinni vilja koma aftur og þetta verður að hefð í fjölskyldum,“ segir Unnur Jökulsdóttir hjá Skógræktarfélagi Reykjavík- ur sem stendur að þessu árlega skógarhöggi. Að auki verður varðeldur kveiktur, kakó hitað og þá kíkja jólasveinar í heimsókn alla dagana. „Þeir hjálpa fólki að finna tré, saga það og setja í trommluna á milli þess sem þeir fara í galdraleiki og syngja,“ segir Unn- ur. Jólamarkaður á bakaleiðinni Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur boðið fólki að höggva eigið jólatré undanfarin ár. Unnur segir að nýjungin í ár sé jólamarkaður félagsins á Elliðavatni. „Fólk getur kíkt þar við á bakaleiðinni ef það vill og fengið sér vöfflur og kakó. Þar er alltaf barnastund kl. 14 þar sem rithöfundar lesa og fleira,“ segir hún. Sagir og önnur verkfæri verða á staðnum. Hægt er að keyra í Hjalladal frá Rauðhólum (við Suðurlandsbraut) eða frá Vífilsstaða- hlíð. Leiðin verður vandlega merkt með skiltum en einnig er hægt að sjá kort af leið- inni á vefnum heidmork.is. Jólaskógur í Hjalladal opnaður á laugardag Hægt að höggva eigið jólatré Jól í Heiðmörk Skógrækt- arfélag Reykjavíkur býður fólki upp á að höggva eigið jólatré gegn gjaldi næstu helgar. Íbúar höfuðborgarsvæðisins geta komist í skógarhögg víðar en í Hjalladal fyrir þessi jól. Skóg- ræktarfélögin í Kópavogi, Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós bjóða einstaklingum og hópum að velja og höggva eigið jólatré að Fossá í Kjós. Opið verður fyrir almenning helgina 15.-16. des- ember og 22. desember kl. 11- 15. Fólk getur komið með nesti með sér og snætt í húsinu að Fossá eða sest að snæðingi í einhverju skógarrjóðrinu. Allur ágóði rennur til uppbyggingar útivist- arsvæðis á jörðinni. Jólatrjáaleit nálægt borginni Mikilvægt er að jólatréð sé með- höndlað á réttan hátt eftir að það hefur verið keypt. Tréð á að geyma á köldum stað svo sem úti á svölum eða í kaldri geymslu. Þá getur verið gott að láta það standa í vatni. Rétt áður en tréð er sett upp á fólk að saga nokkurra sentimetra bút neðan af því. Það auðveldar vatnsupptöku og helst það þar með lengur lifandi. Gæta þarf þess að stöðugt sé nægt vatn í fætinum því að ekki má tréð þorna. Mælt er með því að fyrsta vatns- áfyllingin sé heit enda auðveldar það vatnsupptökuna. Jólatréð lifandi fram í janúar Margir nota ekki hefðbundin jólatré af ýmsum ástæðum. Sum- ir kæra sig ekki um umstangið sem þeim fylgir á meðan aðrir hafa hreinlega ekki pláss fyrir þau. Engin ástæða er til að ör- vænta enda getur ýmislegt annað komið í stað hefðbundins jóla- trés. Sumir eiga lítil jólatré úr viði eða plasti sem þeir draga fram á jólunum og aðrir dubba stofukaktusinn upp sem jólatré í desember. Kaktus um jólin www.isam.is FRÓN efnir til uppskriftasamkeppni. Sendu okkur eftirlætis smákökuuppskrift þína og þú gætir unnið helgarferð til Evrópu. Sú smákökutegund sem þykir ljúffengust verður sett á markað fyrir jólin 2008 og mun smákökutegundin bera nafn vinningshafa. Uppskriftir þurfa að berast Frón fyrir 24. desember 2007 og sendast með tölvupósti á uppskrift@fronkex.is eða bréfleiðis til: Frón,Tunguháls 11, 110 Reykjavík, merkt "uppskriftasamkeppni". Uppskriftasamkeppni www.fronkex.is Vinningsu ppskriftin 2007, Hunangs kökur me ð marsipa n, er komin í verslani r

x

24 stundir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.