24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir
Eftir Frey Rögnvaldsson
freyr@24stundir.is
Fjölgun ársverka í dagvinnu hjá
hinu opinbera er að minnsta kosti
jafnhröð og í einkageiranum. Ým-
islegt bendir til að fjölgunin sé jafn-
vel ívið hraðari. Í svari fjármálaráð-
herra við fyrirspurn Ármanns Kr.
Ólafssonar á Alþingi kemur fram
að ársverkum hjá hinu opinbera
hafi fjölgað um 3.856 á árunum
1997 til 2006 eða um 31 prósent.
Við sameiningu Borgarspítalans og
Landsspítalans fjölgaði ársverkum í
dagvinnu hjá ríkinu um 1.300. Ef
sú fjölgun er undanskilin fjölgaði
ársverkum hins opinbera um 20,5
prósent á tímabilinu.
Fjölgun ársverka hjá stofnunum
sem heyra undir forsætisráðuneyt-
ið og einnig utanríkisráðuneytið er
yfir hundrað prósent á þessum tíu
árum. Umtalsverð fjölgun er á árs-
verkum hjá flestöllum öðrum
ráðuneytum eins og sjá má í með-
fylgjandi töflu. Flest ársverk eru
unnin hjá stofnunum sem heyra
undir heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneyti, eða 6.475.
Mjög varasöm þróun
Pétur Blöndal alþingismaður tel-
ur þessa þróun mjög varasama.
„Þetta leiðir af sér gríðarlega út-
gjaldaaukningu hjá ríkinu. Ríkið er
að taka til sín stærri og stærri hlut
af þjóðarkökunni og það finnst
mér vera mikið áhyggjuefni.
Fjölgun starfa í opinbera geir-
anum sýnist mér vera nokkuð í
takt við það sem er að gerast í
einkageiranum. Menn hafa talið
sig vera að einkavæða og sýna að-
hald í ríkisrekstrinum en þessar
tölur sýna að aukningin í ríkis-
væðingunni heldur hins vegar ríf-
lega í við einkavæðinguna. Það er
alltaf verið að setja á fót nýjar
stofnanir og ný fyrirtæki á vegum
ríkisins.“
Aukin einkavæðing nauðsyn
Pétur vill meina að nauðsynlegt
sé að reyna að auka einkavæð-
inguna. „Við verðum að fækka rík-
isfyrirtækjum og innleiða sam-
keppni í til að mynda
menntakerfinu og heilbrigðiskerf-
inu. Hvað varðar útþenslu stjórn-
sýslunnar þá er það varasöm þró-
un. Ég veit til dæmis ekki hvort að
vöxtur utanríkisþjónustunnar skil-
ar sér fyrir íslenskta atvinulíf.“
HVAÐ VANTAR UPP Á?
Hringdu í síma 510 3700 eða
sendu póst á bladid@bladid.net
Ríkið ekki á
bremsunni
Fjölgun ársverka hjá hinu opinbera meiri en hjá einkageiranum
Pétur Blöndal segir einkavæðinguna ekki hafa undan vextinum
➤ Árið 2006 var stærstur hlutilaunaafgreiðslu heilbrigð-
isstofnanna færður til rík-
isins, alls 1.511 ársverk.
➤ Heilbrigðisstofnanir voru ísérstöku launakerfi áður og
því fjölgaði ársverkum ekki
við tilflutninginn.
TILFÆRSLUR
Utanríkisþjónustan Vöxtur utanríkisþjónustunar er ein
ástæða gjölgunar ársverka hjá hinu opinbera.
Samráðsfundur embættismanna
Íslands og Bretlands um öryggis-
og varnarmál fór fram í gær.
Helstu umfjöllunarefni hans voru
sameiginleg hagsmunamál og
viðfangsefni á Norður-Atlants-
hafi, samstarf innan Atlantshafs-
bandalagsins og stöðu alþjóða ör-
yggismála, auk mögulegra
samstarfsverkefna ríkjanna á
sviði öryggis- og varnarmála.
Fundurinn þótti gagnlegur og var
ákveðið að halda annan slíkan
fund eftir hálft ár. æe
Halda á annan fund eftir hálft ár
Framtíðarbók
Gjöf til framtíðar
Með 5.000 kr. gjafabréfi fær nýr
Framtíðarbókareigandi 2.500 kr.
mótframlag frá bankanum.
www.nora.is
Dalvegi 16a Kóp. S: 517 7727
Opið: mi-fö. 11-21, lau og su 11-23,
aðfangadag 11-14
Ný sending af vörum frá
Comptoir de Famille
Glit ehf. Krókhálsi 5 110 reykjavík
Sími 587 5411 www.glit.is
Ker til að brenna gler í örbylgjuofni T.d skartgripi.
Tekur aðeins nokkrar min. Úrval af skartgripagleri
ásamt öðrum efnum til skartgripagerðar
Kr. 13.612
Samtals fjöldi ársverka í dagvinnu
FJÖLDI ÁRSVERKA HJÁ HINU OPINBERA
Ársverk í dagvinnu hjá opinberum stofnunum, tímabilið 1997-2006, flokkað eftir ráðuneytum
Æðsta stjórn ríkisins
Forsætisráðuneytið
Menntamálaráðuneytið
Utanríkisráðuneytið
Landbúnaðarráðuneytið
Sjávarútvegsráðuneytið
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið
Félagsmálaráðuneytið
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
Fjármálaráðuneytið
Samgönguráðuneytið
Iðnaðarráðuneytið
Viðskiptaráðuneytið
Umhverfisráðuneytið
Hagstofa Íslands
Aðrar ríkisstofnanir
247
239
66
31
3.743
2.693
487
183
402
337
359
320
1.790
1.511
1.159
897
6.475
3.215
764
577
791
683
185
225
96
64
352
263
90
59
802
1.172
16.32412.468
1997 2007
1997 2007