24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir
Brottkast þorsks á árinu 2006 var
2.754 tonn eða 1,5 prósent af
lönduðum afla,
samkvæmt nýrri
skýrslu frá Haf-
rannsóknastofn-
un, en greint er
frá henni á vefn-
um skip.is. Brott-
kast ýsu var
2.452 tonn eða
2,6 prósent af
lönduðum afla.
Þá var samanlagt
brottkast þessara tegunda að
jafnaði um 6,2 milljónir fiska á
ári frá 2001 til 2006.
ibs
Brottkast þorsks og ýsu
Sex milljónum
fiska hent
hótað lögreglumönnunum lífláti
og var sú hótun talin hafa verið til
þess fallin að vekja hjá lögreglu-
mönnunum ótta um velferð sína.
Ekki þótti skipta máli í því sam-
bandi þótt maðurinn hefði verið
undir talsverðum áhrifum áfengis
þegar hann lét þessi orð falla.
mbl.is
Héraðsdómur Austurlands hef-
ur dæmt karlmann á þrítugsaldri í
tveggja mánaða skilorðsbundið
fangelsi fyrir að hóta tveimur lög-
reglumönnum lífláti og slá annan
þeirra. Þá var maðurinn einnig
dæmdur til að greiða sýslumann-
inum á Eskifirði 35 þúsund krónur
í bætur fyrir skemmdir, sem hann
vann á fangaklefa.
Þetta gerðist í janúar á þessu ári.
Dómurinn taldi sannað, að mað-
urinn hefði hótað lögreglumönn-
unum með orðunum „þetta er þitt
síðasta verk,“ þegar þeir höfðu af-
skipti af honum. Þóttu þessi orð
ekki verða skilin á annan veg en
þann að maðurinn hefði með þeim
Dæmdur í skilorðsbundið fangelsi
Hótaði löggunni
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@24stundir.is
Meirihluti bæjarráðs Hafnarfjarðar
vill selja Orkuveitu Reykjavíkur
(OR) 95 prósenta hlut bæjarins í
Hitaveitu Suðurnesja (HS) á rúm-
lega sjö og hálfan milljarð króna.
Bærinn á í dag um fimmtán pró-
senta hlut í HS en mun eiga undir
einu prósenti verði salan að veru-
leika. Í staðinn vill Hafnarfjörður
fá að kaupa hlut í OR.
Hafa þegar rætt við OR
Gunnar Svavarsson, fulltrúi
Hafnarfjarðar í stjórn HS, segir
viðræður við OR þegar hafa farið
fram. „Ég held að það sé vilji innan
Orkuveitunnar og eigendahóps
hennar til að fá Hafnfirðinga þar
inn og því er auðvitað spennandi
fyrir okkur að stíga það skref. Okk-
ur þótti ekki ásættanlegt að fara þar
inn á sínum tíma á meðan við vær-
um enn í Hitaveitunni, en síðan
hafa þessir hlutir verið á fljúgandi
ferð. Við viljum því fjárfesta og
tryggja okkur í báðar áttir.“
Mörgu í tillögunni sem var sam-
þykkt í gær svipar til svokallaðrar
sáttartillögu sem lögð var fyrir
stýrihóp Svandísar Svavarsdóttur
um málefni OR. Í henni kom með-
al annars fram að skipta ætti HS
upp í þrjú félög. Gunnar segir það
einfaldlega eiga eftir að koma í ljós
hvort þetta verði fyrsta skrefið í átt
að frekari breytingum á HS. „Það
má vel vera að þessi ákvörðun okk-
ar og lagaumgjörðin sem boðuð
hefur verið þýði að menn vilji
skoða það betur að skipta Hitaveit-
unni einhvern veginn upp. Það
verður bara að koma í ljós.“
Eiga ekki lengur dreifikerfi sitt
Árni Sigfússon, stjórnarformað-
ur HS, segir ákvörðunina í sam-
ræmi við hluthafasamkomulagið
frá því fyrr í sumar og að hún segi
ekkert um frekari breytingar á
rekstrarformi HS. „Samkomulagið
segir ekkert til um neinar breyt-
ingar á rekstrarfyrirkomulagi og
þessi ákvörðun ein og sér breytir
engu þar um. En ef Hafnarfjöður
selur hlut sinn í Hitaveitunni þá
stendur bærinn frammi fyrir því að
Hafnfirðingar eigi ekki lengur
dreifikerfi sitt. Það er bara þannig.“
Vilja selja í HS
og kaupa í OR
Hafnfirðingar vilja selja OR hlut sinn í HS Viðræður hafa þeg-
ar átt sér stað Mögulega fyrsta skrefið í átt að frekari breytingum
Hitaveita Suðurnesja Miklar
hræringar hafa verið í eignarhaldi
fyrirtækisins á liðnu ári.
➤ Þann 11. júlí í sumar undirrit-uðu eigendur Hitaveitu Suð-
urnesja hluthafasam-
komulag.
➤ Þar kom fram að aðrir eig-endur myndu ekki nýta for-
kaupsrétt sinn ef Hafnfirð-
ingar seldu OR hlut sinn í
félaginu. Samkomulagið gild-
ir fram yfir áramót.
HLUTHAFASAMKOMULAG
Matseðill:
Blandaðir síldarréttir
Kæst skata, saltiskur og saltfisk réttur
Stóruvalla-hamsatólg
Verð kr 2.950-
Engin biðröð
Skatan beint á borðið
Veitingahúsið Einar Ben Veltusund 1 (við Ingólfstorg)
S: 511 5090 einarben@einarben.is
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 - 101 Reykjavík
s. 552 8866 - skrudda@skrudda.is
www.skrudda.is
Þessi sígildu verk Charles Dickens og Jules Verne
í myndasöguformi. Frábærar bækur handa börnum
frá 10 ára aldri.
ER ROSALEGUR
GEFUR ÞÚ BARNINU
BÓK Í JÓLAGJÖF?
Fyrsta bókin í frábærum
bókaflokki um Skelmi
Gottskálks og Valkyrju
Kain.
Æsispennandi frá
upphafi til enda.
Fyrsta bókin í nýjum
flokki um Spiderwick-
fólkið. Enn meira
spennandi en fyrri
bækurnar.
Heillandi ævintýri
handa krökkum frá
9 ára aldri.
Jólasveinarnir koma
einn af öðrum til byggða
síðustu dagana fyrir jól.
Hver kemur fyrst? Hver
rekur lestina?
Í þessari bók er allt á
sínum stað, líka
Grýla, Leppalúði og
jólakötturinn.
Yndisleg og
gullfalleg jólabók.