24 stundir


24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 10

24 stundir - 18.12.2007, Qupperneq 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir Bandarísk yfirvöld hafa hingað til látið sér nægja að taka för af tveimur fingrum þeirra sem koma í heimsókn til Bandaríkjanna. Nú vilja yfirvöld taka för af öllum fingrunum tíu, að því er greint er frá á vefsíðunni epn.dk sem vitnar í netritið Take off. Sagt er að reglurnar eigi að taka til allra á aldrinum 14 til 79 ára sem ekki eru bandarískir ríkisborgarar. Jafnframt mun þess verða krafist að viðkomandi láti taka mynd af sér hjá þeim sem sinna vegabréfa- eftirliti á flugvöllum. Byrjað verður á því að herða eft- irlitið á Dulles-flugvellinum í Washington DC og því næst á al- þjóðaflugvöllunum í Atlanta, Bost- on, Chicago, Detroit, Houston, Miami, New York, Orlando og San Francisco. Í lok næsta árs verður búið að herða eftirlitið á öllum al- þjóðaflugvöllum í Bandaríkjunum. ibs Bandarísk yfirvöld herða eftirlitið För af tíu fingrum Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@24stundir.is Nemendur í Suðvesturkjördæmi koma best út í samræmdum próf- um í íslensku og stærðfræði í fjórða og sjöunda bekk. Hins veg- ar er meðaltalið í Suðurkjördæmi lægst í öllum greinum, samkvæmt könnun Námsmatsstofnunar í ár sem um 8 þúsund börn þreyttu. „Mynstrið er svipað og und- anfarin ár og við kunnum enga skýringu á því. Ef menn gerðu það væri búið að leysa vandann,“ segir Sigurgrímur Skúlason, sviðsstjóri hjá Námsmatsstofnun. Að sögn Sigurgríms er yfirleitt munur á árangri milli skóla innan kjördæmanna en ekki er búið að skoða hann enn sem komið er. „Það er líka oft munur á skólum frá einu ári til annars,“ bendir hann á. Hann bendir jafnframt á að töluverð tengsl hafi verið milli árangurs í stærðfræði og árangurs í lestri. Meðaltal einkunna á kvarðan- um 1 til 10 í fjórða bekk í Suðvest- urkjördæmi er 6,9 í stærðfræði en 6,3 í íslensku. Í Suðurkjördæmi er meðaltalið í stærðfræði 6,5 en 6 í íslensku í fjórða bekk. Meðaltal einkunna í sjöunda bekk í Suðvesturkjördæmi er 7,3 í stærðfræði en 7,2 í íslensku. Í Suð- urkjördæmi er meðaltalið í sjö- unda bekk 6,6 í stærðfræði en 6,7 í íslensku. ÞEKKIR ÞÚ TIL? Hringdu í síma 510 3700 eða sendu póst á frettir@24stundir.is Svipað mynstur  Meðaltal einkunna í 4. og 7. bekk hæst í Suðvesturkjördæmi eins og í fyrra ➤ Námsmatsstofnun er í reglu-bundnu samstarfi við alla grunnskóla landsins vegna framkvæmdar samræmdra prófa í 4., 7. og 10. bekk. ➤ Stofnunin tekur þátt í al-þjóðlegu samstarfi rann- sóknastofnana á sviði upp- eldis- og menntamála. NÁMSMATSSTOFNUN SAMRÆMDAR EINKUNNIR EFTIR KJÖRDÆMUM 4. bekkur 7. bekkur Stærðfræði Íslenska Stærðfræði Íslenska Fjöldi Meðale. Fjöldi Meðale. Fjöldi Meðale. Fjöldi Meðale. Samræmdar einkunnir á kvarðanum 1-10. Meðaltal eftir kjördæmum Heimild: Námsmatsstofnun Reykjavík: 1247 6,8 1253 6,2 1318 7,1 1312 7,1 Suðvesturkjördæmi: 1040 6,9 1015 6,3 1082 7,3 1077 7,2 Norðvesturkjördæmi: 414 6,7 408 6,0 452 6,8 448 6,9 Norðausturkjördæmi: 533 6,8 527 6,3 515 7,0 514 7,2 Suðurkjördæmi: 593 6,5 587 6,0 668 6,6 660 6,7 Landið allt: 3827 6,8 3790 6,2 4035 7,0 4011 7,0 „Það var í raun röð atburða sem varð til þess að mér ofbauð,“ segir Óttar Martin Norðfjörð, en hann stendur fyrir fundi um miðborgina á veitingastaðnum Boston í kvöld. „Það síðasta sem kom upp var þegar átti allt í einu að loka Kola- portinu, þá hugsaði ég með mér, hvernig er hægt að sjá ekki þessa fjársjóði sem eru í miðbænum, eins og gömlu húsin og Kolaportið? Það er eitthvað massíft að hugmyndum fólks um borgina,“ segir Óttar og bætir við að flestir sem hann ræði við virðist sammála honum í þess- um málum. Þetta fólk vill hann fá á fundinn, sem hann segir fyrst og fremst ætlaðan til að sameina fólk með svipaðar skoðanir á miðbæn- um því klukkan tifi. Óttar segir áherslur rangar í málefnum miðborgarinnar, gömlu bárujárnshúsin séu að verða að undantekningu en með því sé hjartað rifið úr miðbænum. Hann nefnir erlendar stórborgir eins og Liverpool og Birmingham sem víti til varnaðar. Snorri Freyr Hilmarsson, for- maður Torfusamtakanna, heldur erindi á fundinum en samtökin hafa bent á hvernig hægt sé að auka byggingamagn á reitum í miðbæn- um með því að byggja aftan við húsin, því yfirleitt séu það baklóð- irnar sem séu auðar. „Við höfum litið svo á að þessi hús séu tækifæri en ekki fótakefli,“ segir Snorri. Fundurinn er haldinn á Boston, Laugavegi 28b, og hefst klukkan 20. aak Fundur áhugafólks um miðbæ Reykjavíkur haldinn í kvöld Tækifæri en ekki fótakefli Va t n s s t í g 3 I 1 0 1 R e y k j a v í k I 5 5 2 0 9 9 0 w w w. m u n t h e p l u s s i m o n s e n . c o m Kryddaðu eldhúsið með heimilistækjum frá Siemens. Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is Espressó-kaffivélar, bjóðum upp á mikið úrval. Tilvalin jólagjöf handa heimilisfólkinu. Heimilistæki, stór og smá, ljós, símar, pottar og pönnur. Fyrir jólin RV U N IQ U E 11 07 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Nr. 11 Góðar hugmyndir Hagkvæmar vistvænar mannvænar heildarlausnir 1982–2007 Rekstrarvörur25ára Rekstrarvörulistinn ... er kominn út

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.