24 stundir - 18.12.2007, Síða 14

24 stundir - 18.12.2007, Síða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 2007 24stundir Þau fjögur héruð Bólivíu sem framleiða mest af gasi landsins hafa slitið sam- band við rík- isstjórnina í La Paz. Vilja sveit- arstjórnarmenn á svæðinu fjarlægj- ast nýja stjórn- arskrá landsins, sem meðal ann- ars kveður á um aukna skattlagningu í gasiðnaði til að greiða fyrir félagsþjónustu. Styr hefur staðið um gasfram- leiðslu í Bólivíu síðan Evo Mor- ales, forseti landsins, þjóðnýtti iðnaðinn á síðasta ári. aij Bólivía Héruð krefjast sjálfsstjórnar „Þeir skildu eftir vígaflokka fyrir mig. Þeir skildu eftir glæpamenn fyrir mig. Þeir skildu eftir öll heimsins vandamál,“ segir Jalil Khalaf, sem tók við löggæslu í Basra þegar breskt herlið hélt á brott. Gagnrýni Khalafs stangast á við yfirlýsingar breskra yfirvalda, sem segja brotthvarfið frá Basra vera á réttum tíma. aij Írak Bretar frá Basra Bandaríska forsetaframbjóð- andaefnið Barack Obama var í fyrsta sinn um helgina spurður um bæði Ísland og Noreg. Á fundi á föstu- dag sagðist Obama dást að því hversu skyn- samlega Norðmenn nýttu olíu- hagnað sinn. Á laugardag var hann svo spurður um álit sitt á stefnu Íslands í orkumálum. Obama sagði að sér litist vel á hana, enda fælist mikil framtíð í vetni sem hreinum orkugjafa. aij Barack Obama Spurður um Ís- land og Noreg Eftir Andrés Inga Jónsson andresingi@24stundir.is Áður stýrðu námafyrirtæki og einkaaðilar byggðum Rússa á Sval- barða, en nú virðast fyrirskipanir koma beint frá ríkisstjórn Rúss- lands. Þetta segir Per Sefland, sýslumaður á Svalbarða, sem sýnist Rússar vera að stórauka ítök sín á eyjunum. Öllum aðilum Svalbarðasamn- ingsins er heimilt að koma sér upp aðstöðu á Svalbarða til að nýta auðlindir eyjanna. Deilur Íslend- inga og Norðmanna um nýtingu auðlinda sjávar byggjast að miklu leyti á ólíkri túlkun á Svalbarða- samningnum. Rússland er eina landið utan Noregs sem hefur nýtt sér réttinn til auðlindanýtingar á landi. Rússar stunda námagröft í Grumant, Py- ramiden og Barentsburg. Hernaðarlegt mikilvægi Starfsemi Rússa á Svalbarða hef- ur aldrei staðið undir sér, enda hef- ur mikilvægi byggðanna frekar ver- ið hernaðarlegt en annað. Meðan kalda stríðið stóð sem hæst var Svalbarði einn af fáum stöðum þar sem austur- og vesturveldin þurftu að lifa saman. Frá lokum kalda stríðsins hefur starfsemi Rússa dregist saman jafnt og þétt. Undanfarin tíu ár hefur Pyramiden til dæmis verið drauga- bær, en í vetur mætti þangað vinnuflokkur til að standsetja hótel bæjarins. Aukin starfsemi Rússar segjast vilja byggja upp aðstöðu til rannsókna og fyrir ferðamenn. Í því skyni hafa rúss- nesk stjórnvöld sótt um leyfi til að staðsetja tvær til þrjár þyrlur í ná- grenni Barentsburg. „Það er ljóst að Rússar stefna að því að styrkja ítök sín hérna. Það verður stöðugt skýrara að hér er rússneska ríkið að störfum,“ segir Sefland. „Rússarnir vilja sýna sig og hegða sér sem stórveldi,“ segir Julie Wilhelmsen, sem starfar að rann- sóknum hjá norsku utanríkismála- stofnuninni NUPI. „Nú geta þeir staðið undir því að koma áætlun- um sínum í framkvæmd. Þetta er þeim mikilvægt, bæði hernaðarlega og táknrænt,“ segir hún. Sótt í Svalbarða  Á Svalbarða eru bæði byggðir Norðmanna og Rússa  Upp- bygging á vegum Rússa vekur spurningar um fyrirætlanir þeirra ➤ Svalbarðasamningurinn frá1920 kveður á um að Noregur fari með stjórn eyjanna, en allir aðilar samningsins hafi rétt til að nýta auðlindir Sval- barða. SVALBARÐI Barentsburg á Svalbarða Minnisvarði um Sovétríkin sálugu AFP Hvað ætlar þú að gera í dag? - kemur þér við

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.